Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Page 7
DV Barnabækur
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 7
Hermikrákur við ysta haf
Það vakti nokkra athygli fyrir fá-
einum vikum þegar Gunnella sem
lýsir sögu Bruce um hermiþörf
hænsna við ysta haf var verðlaunuð
vestan hafs fyrir verk sitt. Þar er
Bruce þekktur höfundur, hefur
reyndar sett sögur sínar niður hér á
landi þar sem hann er fastagestur og
ævinlega velkominn. Þau bæði setja
fram ísland í verkum sínum sem er
blanda minninga og veru, draums
og hiilinga. Þar er landið til að lifa'á
því og fólk bjargar sér sælt með sitt. í
offlæði vörunnar er ágætt að einhver
kenni gamla kristna kenningu um
að fólk skuli láta sér lítið nægja.
Offlæðið er alltaf óhollt og jafnvel
iífshættulegt.
Það eru konurnar í þorpinu við
bjargið sem lenda í vandræðum
með hænsnin sín sem á endanum
eru farnar að haga sér eins og þær.
Svo konurnar grípa til þess ráðs að
láta eins og fuglarnir í bjarginu og á
endanum flytja hænsnin sig í bjarg-
ið. þetta er einföld hugmynd: Bruce
kann þá list að ljúka sögunni með
setningu sem kemur lesandanum á
óvart, en þess í milli er sagan einföld
í framsetningu á fjarstæðukenndu
söguefni. Málverk Gunnellu eru sér-
kennileg blanda, vísa stundum til
Scheving en í annan tíma til Kar-
olína og jafnvel næfista. Þær eru
skemmtilega bjartar og bernskar á
klunnalegan hátt og hæfa söguefn-
inu vel.
Fyrir hvem er þessi samsetning-
Hænur eru hermi-
krákur
Bruce McMillan
Gunnella
Þýðing: Sigurður A, Magnússon
Salka
Verð 1990 kr.
★ ★★★☆
Barnabækur
ur? Fullorðna fyrst sem ættu oftar að
lesa barnabækur sér til áminningar,
og síðan krakka sem geta lesið sjálf,
þótt hér takist á stuttar og langar lín-
ur, svo náttúrulega litlu sponsin sem
geta heimtað endalausan lestur
langdvölum hafi þau komið sér vel
fyrir og eigi hlýðna lesara að.
pbb&dv.is
Steinhjartað
Sigrún Eldjárn
Mál og menning
Verð 2990 kr.
Beint inn í ævintýrið
Steinhjartað er þriðja og síðasta
bók Sigrúnar Eldjárn í þríleiknum
um systkinin Stínu og Jonna og vin
þeirra Skapta, sem þau hafa hingað
til heimsótt að Háhóli, en stefnir nú
í þéttbýlið til þess að endurgjalda
heimsóknirnar. Steinhjartað er lip-
urlega skrifað ævintýri og spennandi
frá fyrstu síðu. Við kaflaskil fer les-
andinn milli sögupersóna, sem sam-
einast þegar hátindi spennunnar er
náð. í fyrsta kafla hittir lesandinn
Skapta sem greinilega er kominn í
mikinn vanda. Bókin er þegar orðin
æsispennandi. Það er ekki fyrr en
seinna að maður áttar sig á því að
fyrsti kaflinn var í raun og vem hluti
af kafla inni í miðri bók. Þarna er um
snilldarbragð að ræða, lesandinn
dettur beint inn í ævintýrið og legg-
ur ekki frá sér bókina fyrr en henni
er lokið. Barnshugurinn sem getur
átt erfitt með að bíða eftir því að
„eitthvað gerist” er strax hrifinn inn
í ævintýrið. Spurningarnar eftir
fyrsta kaflann em margar, sem öll-
um er svarað þegar líður á bókina.
Bókin gerist í nútímanum, en
börnin ná þó í gegnum dagbók
tengslum við látna móður sína. Tím-
inn er afstæður og líður ekki með
sama hætti alls staðar. í fyrstu bók
þrfleiksins glímdu bömin við móð-
urmissinn í þessari síðustu bók upp-
lifa þau að þrátt fýrir að móðirin sé
farin frá þeim lifir hún og líf hennar
áfram með bömunum.
Eins og í fyrri bókunum um þau
Stínu, Jonna og Skapta spila ýmis
þekkt minni inn í frásögnina. Álfar
og dvergar eiga sinn þátt, rúnaletur
og aparnir þrír sem halda fyrir eyru,
augu og munn fá stórt hlutverk í at-
burðarás bókarinnar. Þessir apar
sem losna við hið illa með því að
hvorki segja það, heyra það né sjá
það, fá í sögunni stórt hlutverk í bar-
áttu góðs og ills. Ef allir hjálpast að
er hægt að koma í veg fyrir glund-
róða og stríð, enginn má vera óvirk-
ur. Eins og oft áður í sögum Sigrún-
ar skipta allir máli, það er ekki sjálf-
gefið að sá sterkasti eða vitrasti beri
sigur úr býtum, hinn minnsti skiptir
líka máli, hver og einn hefur sitt
Iflutverk.
Myndlýsingar Sigrúnar sjálfrar
em í fullu samræmi við atburðarás
og texta bókarinnar. Þessi bók eins
og hinar tvær fyrri er í óvenjulega
litlu broti og pappírinn mjúkur við-
komu og mildur á litinn. Heildar-
mynd bókarinnar er algjör, sagan
myndimar og útgáfan öll í fullu
samræmi.
HHdur Heimisdóttir
\
Barnabækur
Mamma er best
Björk Bjarkadóttir
Mál og menning
Verð 2.290 kr.
★ ★★☆☆
Mæðuraföllum stærð-
um og gerðum
Mamma er best
skemmtitega mynd-
skreytt og líkleg til
að vekja upp kátínu
unqra iesenda.
Björk Bjarkadóttir hefur sent frá
sér nokkrar barnabækur fýrir
yngstu lesendurna. Bókin mamma
er best er falleg bók með einfaldri
sögu um togstreitu tveggja ára
drengs þegar móðir hans tilkynnir
honum að hún eigi von á öðm
barni. Aðalsöguhetjan Tommi litli
er harla ósáttur með að komast
ekki lengur fyrir í faðmi móður
sinnar vegna stóm kúlunnar og
ætlar að bregða á það ráð að finna
sér nýja móður sem hefur tíma til
að sinna honum. Með vængjum
ímyndunaraflsins fer hann á vit
nokkurra mæðra úr dýraríkinu en
meðferð þeirra er ekki eins og hann
telur best á kosið. Eftir nokkrar
pmfúr kemst Tommi litli að því að
ef til vill er mamma hans best og
sagan endar á því að hann og litli
bróðir hans kúra saman í faðmi
móður sinnar. Bókin er skreytt
skemmtilegum myndum sem unn-
ar em með blandaðri tækni. Litim-
ir eru fallegir og mjúkir auk þess
sem skepnumar sem Tommi reyn-
ir að fá til að ganga sér í móðurstað
ættu að vekja upp kátínu meðal
lesanda. Það em helst fullmikil lík-
indi mynd'anna og frásagnarinnar
við teikíflmynd sem sýnd var í sjón-
varpinu sem tmfla mig. Sagan sjálf
stendur þó vel fyrir sínu og er vel
þess líkleg að falleg ungum lesend-
um í geð.
Karen Kjartansdóttir
-i<
Lúlli litli
UlfLöfgren
Lúlli Þarfað iæra
ýmislegt og ekki
teksthonum alltaf
nógu veltil.
LVLU
Lúlli
ÚlfLöfgren
Þýðing: Sigriður Rögnvalds-
dóttir
Mál og menning
Verð: 790 kr.
★ ★★
Bókin Lúlli eftir Ulf Löfgren er
sú fyrsta í flokki smábamabóka
upp gáskafullu kanínuna Lúlla.
Eins og lítil böm þarf Lúlli að læra
klæða sig rétt í föt, hegða sér sóma-
samlega við borðhald, tannbursta
sig og fara upp í rúm á skikkanleg-
an hátt. Þessi einföldu atriði geta
þó vafist fyrir ungum og reynslu-
lausum manneskjum og það sýnir
Lúlli kanína lesendum sínum á
skemmtilegan hátt. Myndimar em
mjög einfaldar og textinn sömu-
leiðis eins og búast má við í bók
sem ætluð eru langyngstu lesend-
unum. Fín bók fyrir litla spaugara
sem em að skoða sínar fyrstu síður.
Karen Kjartansdóttir