Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2006, Blaðsíða 23
DV Sport MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 23 Það eru ekki allir sem sjá hæfileika ungra knatt- spyrnumanna þegar þeir eru að hefja feril sinn. Það eru til mörg dæmi um að stórstjörnur fótbolt- ans í dag hafi ekki fengið tækifæri hjá sumum fé- lögum á sínum tíma. David Beckham, Wayne Roon- ey, Raul, John Terry, Zinedine Zidane og Theirry Henry þóttu einu sinni ekki nógu góðir. ZINEDINE ZIDANE (Tottenham) Þessi þrefaldi heimsmeistari lék með Bordeaux árið 1992. Tottenham sendi þá njósnara til að fylgjast með honum og Christophe Dugarry. Eftir að hafa skoð- að leikmanninn í nokkum tíma sendu njósnaramir skýrslu aftur til Tottenham þess eftiis að Zidane væri of stirður og gæfi ekki nógu mikið af sér. Áhugi Tottenham á Zidane minnkaði með tímanum en for- ráðamenn liðsins horfðu síðan á þennan magnaða miðjumann fara til Juventus og síðar til Real Madrid á 47,5 milljónir punda árið 2001. SlEMENi 1 JOHN TERRY (West Ham) iwm ilr Á sínum yngri ámm var John Terry fyrir- liði Chelsea í her- . búðumWest Ham. Þjálfumm < liðsins fannst hann _____ ekki nógu fljótur og ákváðu því að láta hann fara. Ekki leið á löngu þar til hann gekk til liðs við Chelsea og sló í gegn en West Ham hefði ömgglega not fy™ hann í vöminni í dag, enda er liðiö búið að fá á sig 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni. JONATHAN W00DGATE (Middlesbrougt og Manchester United) Þessi sterki vamarmaður var í tvö ár hjá Middles- brough sem unglingur. Liðið hreifst ekki af honum og ákvað að bjóðahonum ekki samning. Því næst fór Woodgate til Manchester United á reynslu en þar fékk hann ekki heldur samning. Hann samdi að lokum við Leeds og eft ir dvöl hjá Newcastle leikur þessi meiðslahrjáði leikmaður með Real Madrid í dag. United myndi samt ef- laust ekki kvarta ef liðið hefði Wood- gate heilan af meiðslum ásamt Rio Ferdinand í vörninni. ANDRIY SHEVCHENKO (West Ham) Harry Redknapp núverandi stjóri Portsmouth sér lík- lega ennþá eftir þeim mistökum sem hann gerði árið 1993 þegar hann var stjóri West Ham. Andriy Shevchenko núverandi framherji AC Milan kom til West Ham á reynslu og lék æfingaleik gegn Barnet með liðinu. „Hann sýndi ekkert af viti,“ sagði Redknapp um frammistöðu Shevchenko en Úkraínumaðunnn fór síðar til Dynamo Kiev þar sem hann sló í gegn áður en hann var seldur til AC Milan á 15 milljónir punda árið 1999, peningar sem West Ham hefði vel getað notað hefði liðið samið við kappann sex árum áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.