Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar. Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsíngan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunni heima og að heiman EtflS>ÍÍ£ð' við öll steindauð en af- komendur okkartala ensku ef svartsýn- ustu spár rætast Ég veit ekki hvort þessi þróun er vond eða góð. Gengur ekki allt út á samlegðaráhrif og samkeppnishæfni og værum viö ekki miklu pottþéttari ef hér væri notuð evra og töluö enska I staö- inn fyrir þessa handónýtu krónu og þetta flókna hrognamál sem enginn skilur? Þannig séð værum við þessar 300 þúsund hræður héma miklu samkeppnishæfari sem 51. rlki Bandaríkjanna eöa hérað (Noregi. Kannski var algjör vitleysa að yfirgefa Danaveldi. Sjálfstæðið er rándýrt segja þeir sem vit hafa á. lensku og þaö er ömurlegt aö þurfa að nota krónudraslið sem aldrei er til friðs. Ég hugsa á ís- lensku, nema stundum þegar ég hugsa á ensku. Sum orð eru mér mildu tamari á ensku en íslensku. Til dæmis á ég það til að segja að ein- hver sé „sökksessfúl" í staðinn fyrir „farsæll". Ég segi að eitthvað sé „spontant" frekar en það sé „sjálfsprottið". Þaö kemur llka fyrir að ég bölvi á ensku, sérstaklega f umferðinni. Ef ég þarf að klossbremsa er lík- legra aö ég gefi frá mér orðið „shit* frekar en „skrambinn". En maöur þarf alltaf aö vera á varð- bergi og passa sig. Það er dálftið töff og kúl, ég melna flott og svalt, að tala gott fslenskt mál. rtJ fO c c CTJ E 10 <L) Blendíngsmál fylgjast meö þvf þegar menn missa sig hugsun- arlaust f enskuna f sjónvarpinu. Þaö eru mýmörg dæmi um þetta, sérstaklega f spjallþáttum ýmlskonar þar sem gáfumenni og álitsgjafar mæta til að láta dæluna ganga. f Silfri Egils mátti t.d. á sunnudaginn heyra orö eins og „project* (verkefrii), „infrastructure" (grunngerð, inn- viöir) og „resúrsar* (mannafli, bol- magn). Þetta eru dæmi um ensk orö sem mönnum þykja segja betur það sem þeir eru að hugsa. Því renna þessi orð ffam á tung- una f staö asnalegu fslensku orð- anna. Ef meirihlutinn af Silfri Egils væri á þessu blendingsmáli væri ástæða til að örvænta. Ég þurfti þó að hafa mikið fyrir þvf á net- varpinu að finna þessi dæmi og dreg því þá ályktun að fslenskan sé sprelllifandi og dúndurhress. Semer mightyfine. <U OJ o IX oi o OJ cn ro > *o ro £ ro Leiðari Settum við spámanninn Krist í stað Múhameðs í skopmyndum þess- um er hætt við aðfleiri en biskupinn myndu fölna. Páll Baldvin Baldvinsson litum okkur nær Áskorunum að allir miðlar svöruðu mót- mælum múslima með því að birta umdeildar skopmyndir um trúarlíf þeirra, var svarað hér í blaðinu í gær: DV birti gott úrval þeirra mynda af trúarlegu skopi sem hvað mestar mótbárur hafa vakið síðustu daga. Danska ríkisstjómin er komin í þvílíka kreppu yfir þessiun skopmyndum að annað eins hefur ekki sést þar í landi. Skop um trúarleg efhi hefur jafnan farið fyrir brjóstið á þeim trúuðu: hin helgu tákn trúar og þjóðemis hafa löngum verið álitin helg vé af stórum hluta þegna - jafnvel hér á landi. Um miðjan níunda áratuginn gekk þá- verandi forseti íslands fram fyrir skjöldu og mótmælti notkun fána sem tákns lands í leiksýningu á sama tíma og fáninn skreytti kassa undir frystiblokkum sem fóm út um allan heim. Ekki hefur kirkjan - fyrirgefið, þjóðkirkjan íslenska - látið betur. Húmor inn Guð almáttugan og eingetinn son Maríu hefur verið aflukt svæði í menningunni. Þöggunin hefur verið algjör. Ekki em stjómmálaflokkamir betri og hafa raunar notið þess að hér hefur skort húmorista og skopfugla um langa hríð. Meinleysið hefur náð hæstum hæð- um þegar skotspónar koma fram í máttlausu sjónvarpsskopi á borð við Spaugstofuna. Það verður að fara aftur til daga Páls Skúlasonar á Spegliniun til að finna miskunnar- laust háð - það er meira en hálfa öld aftur í sög- una. Við skuliun því hta okk- ur nær áður en við berj- um okkur á brjóst í vandlætingu yfir látum í arabaheiminum. Lítum okkur nær. Menn em býsna snöggir að hella nýrri vandlætingu í bikara sína þegar vandinn er í fjarlægum löndum. Það er varla tæmdur síðasti vand- lætingarbikar þjóðarinnar. Húmorsleysi valdhafa og álitsgjafa hóps- ins er nefnilega skylt húmorsleysi hinna trú- uðu sem æpa nú hátt um vanvirðu við spá- manninn. Settum við spámanninn Krist í stað Múhameðs í skopmyndum þessum er hætt við að fleiri en biskupinn myndu fölna. Hrafn Gunnlaugsson Mugison Kristinn H.Gunnarsson Davíð Oddsson Syngur fyrir heiminn. Listilegur í andófi. Kökugerðarlist með stíl. Gangandi skáld. Dorrit Moussaieff Hannar skartgripi og þjóðarstolt. Lifhans er list. Ríkiö stærsti snyrtivörusali landsins Á ÁRUM ÁÐUR GAT eingöngu sérstök el- ítustétt drukkið bjór á íslandi. Það var fólk sem fór reglulega í gegnum frí- höfnina á Keflavíkurflugvelli. Hvergi annars staðar var hægt að kaupa þennan drykk, sem var sjálfsögð neysluvara í öðrum vestrænum lönd- um. Á ÞESSUM TÍMA ferðaðist almenningur ekki oft á ári til útlanda. Því einskorð- aðist bjórdrykkjan við flugmenn, flug- freyjur, stjómmálamenn og frama- menn í íslensku viðskiptalífi. Aðrir urðu að láta sér nægja að drekka sterka drykki úr Ríkinu, eins furðulegt og það hljómar nú á dögum. Já, frí- höfnin á Kefla- Fyrst og fremst Kaupmenn segja rík- ið vera í raun stærsta snyrtivöru- sala landsins. RÍKIÐ ER EINI AÐILINN sem má selja áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiriks- sonar eins og gildir á landinu öllu. Flugstöðin er ríkisfýrirtæki. En ríkið er líka eini aðilinn sem má selja snyrti- vömr, rafmagnsvömr og sælgæti í flugstöðinni. Kaupmenn segja ríkið vera í raun stærsta snyrtivömsala landsins. Aðrir hafa fengið að vera með sínar verslanir í flugstöðinni en verða að takmarka vömúrvalið við ekki em til sölu í ríkisversluninni. ÞETTA KALLAST einokunarstarfsemi sem er algjörlega á skjön við stefriu ríkisstjómarinnar. Ríkið flytur inn vör- ur í samkeppni við innlenda smásala og selur fólki án þess að greiða af vör- unum skatta og gjöld. Það er í sjálfu sér jákvætt að fólk eigi kost á að kaupa vörur á lægra verði en gerist og geng- ur. Það væri samt nær lagi að láta al- mennar reglur gilda um alla söluaðila sem starfa á íslandi. Og hver er hugs- unin á bak við fríhafnir? Af hverju þarf sérstaklega að hygla fólki sem flýgur á milli landa með þessum hætti? NÆR VÆRIAÐ RÍKIÐ hætti að versla með þessar vörur á Keflavíkurflugvelli sem og annars staðar. Sömu reglur eiga að gilda um þá sem selja flugfarþegum vaming og aðra smá- Flugstöðin á Keflavík- |__________ sala landinu. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að innan Evrópusam- bandsins sé engin sérstök frfhafnar- verslun. Höskuldur Ásgeirsson, for- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir tekjumar standa undir rekstri á flugstöðinni. Ef engin verslun væri þyrfti að hækka gjöld á flugfarþega. SLÍK HÓTUN ER DÆMIGERÐ fyrir rikis- starfsmann sem skynjar að breytingar em nauðsynlegar. Seint á árinu 2003 gerði hópur íjárfesta tilboð í flugstöð- ina. Skynsamlegt væri að taka næsta tilboði. Ríkið getur ekki lengur verið stærsti snyrti- vömsali landsins. bjorgvin@dv.is víkurflugvelli hefur lengi I verið furðu- legt fyrir- bæri. vomr sem urflugvelli Umfangs- mesta snyrtivörusala landsins fer þar fram. Sigurður Jónsson hjá j Samtökun verslunar og þjónustu Segirfri- mmhafnirvero tímaskekkju. 'L Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri flugstöðvarinnar Hótar hærri fargjöldum verði frihöfnin lögð niður. Mogginn til varnar tján- Játningar Hjálmars ingarfrelsinu! „Það er ástæðulaust að lýsa vel- þóknun á birtingu teikninganna í Jyllands-Posten, en það verður að standa vörð um rétt blaðsins til að birta þær." Niðurlag leiðara Mogg- ans í gær. Mogginn rís til varnai tjáningar- frelsinu! „Þar skeit nú beljan sem ekkert hafði rassgatið “ er orðatiltæki að austan. Mogginn þegir þunnu liljóði um eitt og annað hér á landi Styrmir Gunnarsson Moggamenn sjd mdlin í réttu Ijósiséu atburðir utan landsteina. sem íraun er aðför að tjáningarfrelsinu. Þegar hnntxr Og skrifar með iilræmdu fjölmiðlafmmvarpi. Þeg ar hentar. Fm utan land- steina er Mogginn í góð- um gír: Slúðrar um fræga fólkið með nafn mynd við og ver tjáningar- ífelsið. „Segja má að uppsláttarstefna DV sé að hreiðra um sig á þinginu. Frjálslega farið með sannleikann og hnitmiðuð „ásökun" leysir af hólmi hina eiginlegu umræðu. Og skömmu síðar birtast köpuryrðin sem fyrirsögn í fjölmiðli - tilgang- inum náð," skrifar sjálfur Hjálmar Ámason þingmaður á illræmda síðu sína. Þó svo að Hjálmar sé loksins farinn að horfast í augu við það að hann fari frjálslega með sannleik- ann er óþarfi að blanda DV í þat játningar sínar. Því seint mun upp hrópunum Hjálmars slegið upp hkt og þar að finna eitthvað semhalderí. Hjálmar Árnason Á hrós skilið fyrir að horfast i augu við eigin vankanta og það að hann fari frjdlslega með sannleikann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.