Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
Fréttír DV
Kristmundur í
héraðsdómi
Framhald aðalmeðferðar
í máli Kristmundar Sigurðs-
sonar fór fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Kristmundi er gefið að sök
að hafa tekið fjórtán ára
ungling hálstaki, dregið
hann á eftir sér og skellt
honum upp við vegg í sept-
ember 2004. Kristmundur
neitar sök vegna þess að
drengurinn í slagtogi við
annan veittust að syni Krist-
mundar að hans sögn.
Kristmundur er faðir Sig-
urðar Freys sem er ákærður
fyrir morð á Braga Halldórs-
syni í ágúst á síðasta ári.
Önnur tveggja sakborninga í umsvifamiklu ávísunarfölsunarmáli sem upp komst
hér á landi í sumar, Susan Hyns, fékk í gær endurgreiddar rúmlega átta hundruö
þúsund krónur sem lögregla geröi upptækar við handtöku hennar í Danmörku.
Fórnarlömb svikaranna hafa ekki fengið greidda krónu af þeim rúmlega þremur
milljónum sem parið hafði af þeim.
Lögreglu gert að skila
fjársvikara peningum
Mál Sýslumannsins í
Hafnarfirði gegn Árna Elvari
Þórðarsyni var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Árna er gefið að sök að
hafa haft í vörslu sinni í
febrúar í fyrra 64 grömm af
kannabisefiium, 10 grömm
af amfetamíni, 17 grömm af
kókaíni og fjóra skammta af
ofskynjunarlyfinu LSD. Árni
játaði sök í héraðsdómi í
gær og er dóms að vænta í
málinu innan skamms. Ámi
er góðkunningi lögreglunn-
ar og var, ásamt öðrum,
dæmdur fyrir alvarlega lík-
amsárás í nóvember 2004.
Kjálkabraut
mann með
keðju
Framhald aðalmeðferðar
í máli Jörundar Ármanns Ás-
grímssonar fór fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hann er ákærður fyrir alvar-
lega likamsárás þar sem
hann kjálkabraut mann með
keðjuhlekkjum íVestmann-
aeyjum í september 2004.
Honum er einnig gefið að
sök að hafa stolið bíl í Kefla-
vík, ekið honum án ökurétt-
inda og undir áhrifum vímu-
efna. Hann er líka ákærður
íyrir að hafa rænt sölutum-
inn Lukkustjömuna vopnað-
ur hnífi í október 2004. Jör-
undur játaði brot sín.
Norræna Susan
reyndi að flýja land
með Norrænu dsamt
félaga sínum d stoln-
um bílaleigubflum.
Héraðsddmur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að Lögreglustjór-
anum í Reykjavík bæri að skila rúmlega átta hundruð þús-
undum króna til Susan Hyns, líberískrar konu. Hún var í nóv-
ember dæmd af Hæstarétti í fimm mánaða fangelsi fyrir um-
svifamikil fjársvik. Peningana gerði lögregla upptæka þegar
konan var handtekin og framseld hingað til lands í júní.
Fjársvikarar Joshua
Olayiwola Oladapo
stundaði ýmis svik d
Islandi með Susan
Hynsi fyrra.
Síðasta sumar stundaði Susan
Hyns ýmis svik í félagi við annan
mann, Joshua Olayiwola Oladapo,
bandarískan ríkisborgara, hér á
landi. Alls er talið að þau hafi prettað
um 3,3 milljónir af fólki og fyrirtækj-
um. Susan og Joshua reyndu svo að
flýja land með Norrænu á stolnum
bflaleigubílum en vom
handtekin í Danmörku og
framseld til íslands.
Lögreglan á ekki að
innheimta
Lögreglustjórinn í
Reykjavík neitaði að skila
peningunum sem gerðir
voru upptækir við hand-
tökuna í Danmörku og
benti á að upphæðin sem
gerð var upptæk væri
margfalt lægri en skaðbæt-
urnar sem parið var dæmt
til að borga fómarlömbum
sínum. Og á raunar enn eft-
ir að greiða út.
Amgrímur ísberg héraðsdómari
benti hins vegar á í úrskurði sínum
að samkvæmt lögum um meðferð
opinberra máia er ekki gert ráð fyrir
að lögreglan innheimti skaðabætur,
sem dæmdar hafa verið, eða skipti
þeim á milli eigenda krafna, eins og
lögreglustjóri hugðist gera við pen-
ingana.
Fölsuðu ávísanir
Susan Hyns hefur lokið afplánun
fangelsisdómsins sem hún fékk fýrir
fjársyikin. Henni er því frjálst að yfir-
gefa ísland með peningana sem lög-
reglustjórinn ætlaði fórnarlömbum
hennar. Peningarnir sem hún fær í
hendur em allir í reiðufé. Um 116
þúsund í íslenskum krónum, 9.550 í
evrum, fimm pund og einn dollari.
Féfagi hennar í fjársvikunum,
Joshua Oladapu, afþlánar hins vegar
enn sinn dóm en hann var dæmdur í
Hæstarétti í 15 mánaða fangelsi.
Sannað þótti að Joshua væri
höfuðpaurinn í fjársvikun-
um sem aðallega fólu í sér
prentun á fölsuðum ávís-
unum sem parið framvís-
aði í íslandsbanka og
Landsbanka. Upp komst
um svikin þegar bank-
amir gátu ekki innleyst
ávísanimar hjá bönkum
í Bandaríkjunum.
andri@dv.is
3,3 milljónir Talið er að Susan og
Joshua hafi prettað um 3,3 millj-
ánir króna af fólki og fyrirtækjum.
“BS
• r ■ ■ —ntf. »né>í
.4
„Lögreglustjór-
inn í Reykjavík
neitaði að skila
peningunum sem
gerðir voru upp-
tækir við hand-
tökuna í Dan-
mörku."
Dánartilkynningar og jarðarfarir í RÚV
Orðið kostar 159 krónur
„Dýrt er Drottins orðið,“ segir
séra Pétur Þorsteinsson, sóknar-
prestur í Óháða söfnuðinum, um
dánarfregnir og jarðarfarir í Ríkisút-
varpinu en þar kostar orðið 159
krónur. Dagskrárliðurinn
nýtur
Kistan Það ererfidrykkjan og tónlistarat-
riði sem hleypa kostnaði við jarðarfarir
upp. Ekki auglýsingataxtar Rlkisútvarpsins
Hvað liggur á?
mikilla vinsælda og er útvarpað dag-
lega klukkan 12.50 og aftur klukkan
18.50. Um helgar er aðeins einn slík-
ur auglýsingatími að kvöldi.
„í sjálfu sér er þetta lítill kostnað-
ur þegar meðal jarðarför kostar á
bilinu frá 200 þúsund krónum og
upp í 400 þúsund krónur. Það
er helst erfidrykkjan
og tónlistar-
t atriði sem
hleypa
þeim kostn-
aði upp,“ r H
segir
Pétur
sem
„Ég vinn myrkranna á milli við að reyna að ná mér íatkvæði,"segir Guðriöur Arnar-
dóttir, veðurfréttakona og frambjóðandi Iprófkjöri Samfylkingarinnar I Kópavogi. „Ég
er mikið I simanum en svo hefég lika verið að skrifa greinar.Allt tilþess að koma stefnu-
málum minum á framfæri. Ég þori ekki að vera bjartsýn. Ég geri bara mitt besta I þessu
prófkjöriog svo sjáum við tilhvernig fer."
telur að langflestra sem falla frá sé
getið í þessum auglýsingatímum
Rfldsútvarpsins.
„Þetta er kannski í eina skiptið
sem nafn viðkomandi er nefnt í út-
varpinu og það getur
haft tilfinninga-
gildi," segir séra
Pétur í Óháða
söfnuðinum.
„En þarna
hefur Ríkisút-
varpið vissu-
! lega tryggar
tekjur," bæt-
■ ir hann við.
Séra Pétur Þor-
steinsson Ofti
eina skiptið sem
nafn viðkomandi er
nefnt í útvarpinu.
Börn fundu pípu
Tvær litlar telpur mættu á lög-
reglustöðina í Keflavík nú á dög-
unum með fremur ógeðfellda
flösku. Þær höfðu fundið svokall-
að hasslón eða hasspípu á
Smáratúnsleikvellinum í Keflavík.
Um er að ræða beyglaða hálfslítra
plastflösku sem hafði greinilega
verið notuð til hassreykinga og
skilin eftir á leikvellinum. Nokkur
fjöldi slíkra hasslóna finnast í
hverri viku alls staðar á landinu
en svo virðist sem fíkniefnaneyt-
endur sjái sér ekki fært að henda
þeim f ruslið og enda þær því
stundum í höndum ungra barna.