Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Qupperneq 11
I>V Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 7 7
Á mánudaginn var listamannalaunum úthlutað. Rithöfundar fengu talsvert meira en myndlistarmenn og
aðrar vaxandi listgreinar eru hálfpartinn útundan. Guðrún Nordal, fráfarandi formaður stjórnar lista-
mannalauna, segir að sjóðurinn verði að taka mark á breytingum í listageiranum. Hlynur Hallsson mynd-
listarmaður vill sjá meira samræmi á milli listgreina.
Vaxandi greinar þurfa meiri
listamannalaun
„Hönnun og dans eru vaxandi greinar og
það gætiþurft að taka tillit tilþess."
Listamannalaunum er úthlutað úr fjórum sjóðum. Launasjóðum
rithöfunda, myndlistarmanna, tónskálda og að lokum listasjóði
sem stjórn listamannalauna heldur utan um. Á hverju ári er skipt
um úthlutunarnefndir en stjómin situr tii þriggja ára. í ár var síð-
asta starfsár stjórnarinnar undir stjórn Guðrúnar Nordal.
Guðrún Nordal, formaður stjómar
listamannalauna, telur eðlilegt að
endurskoða hlutföll úthlutunar úr
sjóðnum milli listgreina. Rithöfundar
fá talsvert fleiri mánuði til úthlutunar
en myndlistarmenn en á sama tíma
em fleiri umsóknir frá myndlistar-
mönnum. ,AUar breytingar á rekstri
sjóðsins em bundnar í lög og því þarf
að fara fram lagabreyting til þess að
breyta þessu," segir Guðrún.
Núgildandi lög em tíu ára gömui.
Síðan þá hefur myndlistarheimurinn
vaxið og dafnað. Guðrún segir nauð-
synlegt að hafa vakandi auga með öll-
um breytingum og stjóm listamanna-
launa muni koma þeim skilaboðum
áleiðis.
Vaxandi greinar
Guðrún segir jafhframt að vel
komi til greina að gera öðmm list-
greinum greiðari að-
gang að sjóðnum.
„Hönnun og dans
| em vaxandi
' greinar og það
j gæti þurft að taka
| tillit til þess,“ seg-
; ir Guðrún.
Hlynur Hails-
rson er einn þeirra
Fékk tvöár Hlynur
Hallsson er ekki alveg
nógu sáttur við hlut
myndlistarinnar.
myndlistarmanna sem í gær fékk út-
hlutað listamannalaunum til tveggja
ára.
„Þú getur rétt ímyndað þér," segir
Hlynur aðspurður hvort listamanna-
launin komi sér vel. „Það er allt annað
en auðvelt að reyna að lifa á því að
vera myndlistarmaður." Hlynur hefur
haft myndlistina að aðalstarfi síðustu
ár og þannig þénað um 100 þúsund
krónur á mánuði. Að auki vinnur
hann ýmis aukastörf, einkum
kennslu.
Kosningastjóri fyrir norðan
Hlynur situr um þessar mundir á
Alþingi í fjarveru Steingríms J. Sigfús-
sonar sem slasaðist illa í bflslysi við
Húnaver í byijun mánaðarins. „Ég
verð á þingi þar til Steingrímur verður
hressari. Svo er ég búinn að ráða mig
sem kosningastjóra Vinstri grænna
Breytinga er þörf Guðrún Nordal telur
eðlilegt að endurskoða hlutföll úthlutunar úr
sjóðnum milli listgreina.
fyrir norðan og svo ætía ég að byija að
þiggja launin," segir Hlynur sem mun
þá láta af öllum aukastörfum.
Myndiist fái meira
Hlynur er sáttur við fyrirkomulag-
ið á úthlutuninni en hann vill sjá
meira samræmi á milli listgreina. „Ég
er ekki alveg nógu sáttur við hlut
myndlistarmanna í þessu. Það hefur
orðið svo gríðarleg sprenging í mynd-
listinni að undanfömu," segir Hlynur
Hallsson myndlistarmaður.
svavar@dv.is
Takkfyrlr síðast
íslenskir hönnuðir
sækja í sig veðrið.
Nafnlaus svæði
Reykjanesbær bregður til þess ráðs
að óska eftir tilfögum frá íbúum um
nöfh á tvö svæði sem em í uppbygg-
ingu. Þetta er meðal annars íþrótta-
svæði ofan Reykjaneshallar. Það
verður það stærsta á íslandi með
knattspymusvæði, körfuboltavöllum,
fijálsíþróttasvæði og aðalknattspymu-
leikvangi Reykjanesbæjar. Einnig er
verið að leita að nafhi á þjónustu-
svæði eldri borgara sem á að byggja á
knattspymuvelli Njarðvíkur. Frjóir
íbúar eru beðnir að hafa samband við
bæjarskrifstofur. Ekki er tekið fram
hvort verðlaun séu í boði.
Ungur
innbrotsþjófur
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi sautján ára pilt frá Þorláks-
höfh í þriggja mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir tvö innbrot. í febrúar
í fyrra braust drengurinn ásamt
stúlku inn í íbúðarhús á höfuðborg-
arsvæðinu. Þau stáiu þar fyrir um
225 þúsund krónur. í seinna skiptið
braust pilturinn inn í íbúðarhús og
stal raftækjum og flefru fyrir 320
þúsund krónur. Pilturinn játaði á sig
brotin og kvaðst fyrir dómi vera
búinn að snúa við blaðinu.
Uppistand, dans, söngur, giens og mikið grín!
Leikkonur: Alexía, Arnbjörg Hlíf, Halldóra Geirharðs, Ólafía Hrönn,
Halla Margrét, Hildigunnur, Ingrid, Sólveig og María.
á Kringlukránni miðvikudagkvöld kl. 21:00
1 1 , JL 4 m
Í M vu (k
11 lil
> IV i
Aðgangseyrir 1200 kr.
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýtt deiliskipulag
og breytingar á
deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar
tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík.
Reitur 1.141.2, Kirkjutorgsreitur.
Tillaga að deiliskipulagi reits 1.141.2 sem afmarkast af
Lækjargötu, Vonarstræti, Templarasundi, Kirkjutorgi og
Skólabrú.
Tillagan gerir ráð fyrir, m.a. að leyfð verði mikil upp-
bygging á svæðinu og umtalsvert niðurrif, aðallega er um
að ræða byggingarklasa sem samanstendur af nokkuð
háum og djúpum húsum sem liggja þétt upp að
byggingum sem fyrir eru. Neðanjarðar verður bílageymsla
með 161 stæði. Til að rýmafyrir nýbyggingum verður leyft
að rífa byggingu íslandsbanka að Lækjargötu 12,
foreldrahús og aðra lága byggingu við Vonarstræti 4B.
Skilgreind er ný lóð undir klasann. Einnig verður leyft að
hækka 2 gömul hús í norðvestur horni reitsins og að gera
minni háttar breytingar á húsum á reitnum að uppfylltum
skilyrðum. Sjá nánar um einstaka lóðir á kynningar-
gögnum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Hringbraut - bensínstöð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hringbrautarsvæðis,
Umferðarmiðstöðvarreits.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu og stækkun á afmörkun
svæðis á vestasta hluta Umferðarmiðstöðvarreits. Á
svæðinu er gert ráð fyrir staðsetningu bensínstöðvar með
tilheyrandi eldsneytisgeymum og dælum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Sporhamrar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna
þjónustulóðar við Sporhamra.
Tillagan gerir ráð fyrir, m.a. að lóð er stækkuð um 369 m2,
heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús eða sambýli
með allt að 5 íbúðum og tengdri aðstöðu, hámarks
leyfileg hæð er 8 m og þakform frjálst og suð- og norð-
vestan við lóðina er sameiginleg bílastæðalóð fyrir
skólann, verslun- og þjónustu og svæðið að öðru leyti, allt
að 50 stæði.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 1. febrúar til og með 15.
mars 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila
skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar 15.
mars 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögunar.
Reykjavík, 1. febrúar 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090