Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Eiríkur Jónsson • f sömu mund og fregnir bárust að Þor- steinn Pálsson hefði óvænt verið ráðinn af fyrrverandi aðstoðar- manni sínum Ara Edwald í ritstjórastól á Fréttablað- inu spurðist að Guðmundur Magn- ússon, fulltrúi ritstjóra, hefði látið af störfum. Eru samsæriskenninga- smiðir nokkuð ráðvilltir hvort þetta tengist eða ekki. Nema' að þeir eru skoðanabræður og tveir slíkir hafi verið of mikið af því góða. Þó Guðmundur hafi ekki verið fyrirferðar- mikill á ritstjórn blaðsins var hann þeim mun sýnilegri lesendum með sjónarmiðspistlum sínum og slúðri á leiðaraopnu blaðsins... • Framboð Ólafs Egilssonar sendi- herra í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi hefur vakið athygli. Ekki á athyglin eftir að minnka þegar sendiherrann fer að birtast á kosn- ingafundum með eiginkonu sinni sem er engin önnur en Ragna Ragnars, fyrr- verandi fegurðar- drottning Islands. Ólafur er glæsilegur maður á velli en frúin er þó enn flottari. Þetta getur ekki klikkað... • Sjónvarpsþáttur- inn Veggfóður með Völu Matt flyst yfir á Stöð 2 í kvöld. Verð- ur gaman að sjá Völu á gamalkunnugum slóðum á ný. í tengslum við þáttinn er gefið út tímaritið Veggfóður sem er hið vandaðasta að allri gerð. í nýjasta tölublaðinu er vel falin frétt í aug- lýsingu þar sem staðhæft er bað- herbergi dugi aðeins í 17 ár. Nú klóra sér margir í kollinum; sér- staklega þeir sem búa í eldri hús- um með ágæt baðherbergi sem eru kannski orðin 34 ára, eða helmingi eldri en Vala Matt og fé- lagar leyfa... • Útvarpsstöðin Kiss hefur boðað byltingu í íslensku útvarpi frá og með deginum í dag. Kiss hefur til þessa helgað sig hefðbundnu píkupoppi en nú á að breyta til. Er ekki að efa að Sigurð- ur G. Guðjónsson, útgefandi Blaðsins, sem á Kiss, standi þarna að baki. Líklegt er talið að reynt verði að þræða hinn óljósa milli- veg sem er á milli Bylgjunnar, Létt og FM 957. Sá vegur mun þó vand- rataður... •Annars voru sömu aðilar að ráða Ásgeir Sverrisson sem rit- stjóra Blaðsins. Sá hefur brugðist hressilega við í við- tölum en veit þó varla að ekki var hann fyrsti kostur í ritstjórastól- inn. Sigurður G. Guðjónsson var búinn að leita með logandi ljósi og bjóða ýmsum gull og græna skóga en allir höfnuðu þeir boðinu. Eng- inn dregur þó ágæti hins nýja rit- stjóra í efa enda náfrændi Hrafns Gunnlaugssonar... í gær vaknaði Þorvaldur Bjarni við þær fregnir að lag hans „Til hamingju ísland“, sem Silvía Nótt syngur, væri komið á netið. Þegar leið á daginn varð ljóst að búið var að dreifa því um allt. Þetta brýtur í bága við reglur keppninnar. Lagið er fyrirhugað að flytja á laugardaginn í forkeppni Eurovision-keppninnar. Aðrir höfundar hóta að draga sín lög úr keppninni grípi RÚV ekki í taumana og vísi Silvíu Nótt úr keppni. „Fjöldi manna kemur að vinnslu lagsins [.. einhver óvandaður hefur komist yfír lagið og dreift því. Sem er mjög alvarlegt mál." Silvía Nótt tdag mun ráðast hvort hún verður rekin úr keppni eöa ekki. Ekki náðist ÍSilviu Igær en Ágústa Eva ieikkona segir þetta leiðindamál. Lagið Til hamingju ísland eftir Þorvald Bjarna, sem er sungið af Silvíu Nótt, fór í ólöglega dreifingu á netinu í gær. Þetta brýtur í bága við reglur keppninnar. Höfundur í forkeppni Eurovision- söngvakeppninnar, sem skiljanlega vill ekki láta nafns síns getið, segir einhvern hafa gert Þorvaldi Bjarna skelfilega skráveifu. Og talar um skemmtilegan skandal ef þannig megi að orði komast, því dreifing á lagi áður en það er flutt, sé algerlega ólögleg. Og brottrekstrarsök. í gær var búið að dreifa „Til ham- ingju ísland" - Eurovision-lagi Þor- valdar Bjarna sem Silvía Nótt syng- ur og semur við texta - um á netinu. Er þetta ólöglegt samkvæmt reglum keppninnar enda ljóst að með þessu móti fær lagið forskot á önnur lög. Til stóð að lagið myndi heyrast fyrst í 3. riðli forkeppninnar í Eurovision-söngvakeppninni næsta laugardagskvöld. Onefndi lagahöfundurinn full- yrðir að ef þetta hefði gerst með lag eftir sig myndi hann draga það úr keppni. Og staðfestir að nokkrir höfundar séu að íhuga í fullri alvöru að taka lög sín úr keppninni verði ekkert aðhafst af hálfu Ríkissjón- varpsins. Og er þá verið að vísa til þess að laginu verði vísað úr keppn- inni. Niðurstaða fyrirliggjandi í dag Ráðamenn Ríkissjónvarpsins sátu á löngum fundum síðdegis í gær og fram á kvöld og réðu ráðum sínum: Hvemig rétt væri að bregðast við. Þar náðu menn ekki að útkljá málið og verður fundað áfram í dag. Jónatan Garðarsson, Eurovision-stjóri Sjón- varpsins, vildi ekki láta mikið hafa eft- ir sér um málið en segir það vægast sagt flókið og leiðinlegt viðureignar. Niðurstaðan, hvað gert verður, mun verða fyrirliggjandi í dag. Málið er sem sagt snúið og rök bæði með og á móti. Vissulega er hér brot á reglum en erfitt er að finna sökudólg. Og hver hagnast á verknað- ■ inum. Þeir sem koma að ákvörðun- inni um hvað gert verður em þeir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri, Bjami Guðmundsson framkvæmdastjóri, Rúnar Gunnarsson, yfir- maður innlendrar dagskrárgerðar, og svo Jónatan og hans fólk sem undirbúið hefiir keppn- Eurovision-sviðið Þriðja kvöid undankeppninnar fer hér fram á laugardaginn. ina. Jónatan Garðarsson Eftir stiffundahöld var ákveðið að funda áfram um málið á morgun. Þorvaldur Bjarni Mjög alvarlegt er að dreifa lagi sem þessu á netinu og getur það orðiðtilaðþau Silvía detti úr keppni. Gisfi Marteinn Vonarað Silvía Nátt geti haldiö áfram. Hversu bókstaflega ber að fylgja reglum? „Eg vona að hún geti haldið áfram," segir Gísli Marteinn Bald- ursson, sérfræðingur um Eurovision og stjórnandi spurn- ingakeppninnar sem er á dagskrá áður en til riðlakeppninnar kemur á skjánum. Gísli vill ekki láta hafa meira eftir sér um málið sem er gíf- urlega viðkvæmt. Víst er að menn munu horfa til þess að af átta lögum sem keppa í undanriðli komast fjögur áfram auk þess sem tvö þau stigahæstu í 5. sæti, sem hafa hlotið hlutfalls- lega flest stig hverju sinni, fara einnig áfram. Ljóst er að erfitt verður að gefa fordæmi með því að gera undan- tekningu á reglunni en menn spyrja sig nú hversu bókstaflega beri að taka þessum reglum. Dreifðist hratt um netið Höfundur lagsins, Þor- * valdur Bjarni, var að vonum mæddur þegar i DV náði af honum tali í íf gær. Hann vinnur nú S fram á nótt við að undirbúa söngleik sem hann er með í pípunum. Þegar Þorvaldur vaknaði í gær var pósthólfið hans orðið fullt og fólk að segja honum af þessu. Þegar á daginn leið var ljóst að lagið var komið út um allt á netinu. „Þetta er leiðinlegt en við sjáum hvernig fer. Þetta hefur gerst svo hratt." Þorvaldur Bjarni bendir á að erfitt sé að eiga við þetta og nefnir sem dæmi að milljarðabíómyndir, geymdar í sprengjuheldum hvelf- ingum rammlega læstar af, séu komnar á netið fyrir frumsýningu. Slæmur grikkur „Það er erfitt að eiga við þetta. Fjöldi manna kemur að vinnslu lagsins, hljófæraleikarar, bak- raddasöngvarar, pródúsentar... einhver óvandaður hefur komist yfir lagið og dreift því. Sem er mjög alvarlegt mál. Og besta leiðin til að koma í veg fyrir að þetta fái notið sín. Þetta er demó af laginu," segir Þorvaldur Bjarni. Miklum tíma, fé og fyrirhöfn hefur verið varið í að gera lagið hæft til flutnings. Og ljóst að þeir sem dreifðu laginu um netið hafa gert Þorvaldi, Silvíu Nótt og þeirra fólki slæman grikk. Ágústa Eva Erlends- dóttir leik- og söngkona - konan á bak við Silvíu Nótt - vildi í gær ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að segja þetta leiðindamál. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.