Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Síðast en ekki síst DV Stærstu villuskilaboð á íslandi „Við vorum að vinna í skiltinu og þess vegna gerðist þetta," segir Frosti Heimisson, rekstrarstjóri Upplýs- ingasjónvarpsins sem sér um auglýs- ingaskjáinn við Kringluna. Nú á dögunum birtist heljarstórt villuskilaboð á auglýsingaskjánum sem tölvuunnendur vilja meina að sé stærsta villuskilaboð á íslandi. Það hefur fengist staðfest að þetta sé stærsti tölvuskjár á íslandi og má því halda fram að lýsingin sé r T FV rétt. „Þetta gerðist við uppfærslu á hugbúnaðinum og er bara mjög eðli- legt en við þurfum að fara að skján- um persónulega til þess að slökkva á því. Við erum búnir að keyra skjáinn síðan í byrjun desember og við rek- um hann í góðri samvinnu við þá sem búa þarna í kring. Það er aðeins kveikt á skjánum frá sjö á morgnana til níu á kvöldin," segir Frosti. Skjárinn er hvorki meira né minna en 26 fermetrar sem telst góð stúdíóíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Það fékkst ekki uppgefið hvað auglýs- ingaplássið kostar en það þykir ljóst að eigendur skjásins tapi ekki á honum. „Við pössum að efni sem fer á skjáinn stingi ekki í stúfa við um- hverfið og að sama skapi gætum við velsæmis, við myndum til dæmis Skjárinn við Kringluna Sendi vegfarendum risa- vaxin og villandi skilaboð. ekki auglýsa súludansstaði," segir Frosti. Spurður um hvaða hugbúnaður sé á bak við skjáinn segir Frosti: „Windows." Hvað veist þú um Agustu Evu Erlendsdóttur 1. Hvað heitir persónan sem hún leikur á Skjá ein- um? 2. Hvað heitir þátturinn sem þessi persóna birtist í? 3. í hvaða hljómsveit er hún? 4. Hvaða hlutverk mun hún leika í Mýrinni? 5. Hvað er hún gömul? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Hún hefur ver- ið að skrifa frá blautu barns- beini,“segir Guðmunda Ólafsdóttir, móðirSigur- bjargar Þrast- ardótturrit- höfundar. „Hún byrjaði snemma að skrifa Ijóð, svona sjö ára. Hún ólst upp hérna á Akranesi en hefur búið I Reykjavlk I mörg ár. Ég er rosalega stoltafhenni og finnst hún vera að gera góða hluti. Finnst gaman að lesa verkin hennar. Við erum alltafað hittast enda ekki langt að fara frá Akranesi til Reykja- vlkur, göngin bjarga öllu. Frábært hvað henni gengur vel og að hún hafi fengið þessi listamannalaun. Ég held að þetta sé í þriðja skiptið sem hún fær þau en hefur ekki fengið listamannalaun I heilt ár áður." Guðmunda Ólafsdóttir er móðir Sig- urbjargar Þrastardóttur rithöfundar. Sigurbjörg er fædd árið 1973 og uppalin á Akranesi. Fyrsta Ijóðabók- in hennar, Blálogaland, kom út árið 1999. Hún hefur hlotið ýmsar viður- kenníngar fyrir verk sín, meðal ann- ars hjá Stúdentablaðinu og Ríkisút- varpinu. Sigurbjörg fékk á dögunum rúmar þrjár milljónir í listamanna- laun frá íslenska ríkinu. taka Rússa I bakariiö og sameina þjóö- ina I sigurvlmu. 1. Hún heitir Silvía Nótt. 2. Hann heitir Sjáumst með Silvíu Nótt. 3. Hún er í hljómsveitinni Ske. 4. Hún mun leika Evu Lind, dóttur Erlends lögreglumanns. 5. Hún er 23 ára gömul. SUS-arar sagDir maka krókian Fjarstæðukenndan vefiréttir „Félagagjöld í SUS nema háum upphæðum árlega og stjórnin hefur umráð yftr miklum peningum. Stór hluti þeirra fer í utanlandsferðir, fatakaup og veitingahúsaferðir stjórnarmeðlima." Svo hefst frétt á veffréttaritinu alvaran.com sem Hrafnkell Daníels- son á Borgarnesi á og rekur. Og áfram heldur fréttin: „Þetta er nokkuð útbreiddur sannleikur innan SUS og virðist vera samþykkt athæfi enda þykir mönnum þarna greinilega nokkuð eðlilegt að fáir klifri upp á hausinn á hinum og grípi allt sem þeir geta. Dæmi eru um að einstakir stjórnarmeðlimir með kort frá SUS borði á góðum veitinga- húsum flesta daga vikunnar." Þegar DV hafði samband við Borgar Þór Einarsson formann SUS vísaði hann því sem þarna er sett fram sem algerri fjarstæðu. „Gott ef satt væri. Ég segi ekki annað. Þetta er náttúrlega alveg út í bláinn. Margt má um okkur segja en ég held að enginn sé að bjóða sig fram í SUS til að maka þar krókinn peningalega séð," segir Borgar Þór sem veit ekki hvort hann á að hlæja Hrafnkell Daníelsson Rekurveffréttamiðil þarsem segirafmiklum spillingarmálum ungra Sjálfstæðismanna. eða gráta. Hann bendir á að velta fjárhagsársins hjá SUS, sem telur tvö ár, sé um þrjár til fjórar milljónir. Og þar inni í sé eitt stöðugildi, en fram- kvæmdastjóri félagsins sé á launum. „Að menn séu að maka krókinn persónulega er algerlega út í bláinn. Ef menn halda að flokkstarfið sko, fjármunirnir eyðast flokksstarfi. Þetta er fjar- stæða." í frétt Hrafnkels kemur hins vegar fram að algengt sé að stjórnarmeðlimir skreppi í helgarferðir til heimsborga; „þar sem þeir drekka og borða og búa á fínum hótelum án þess að greiða sjálfir krónu. Þetta er nokkuð þekkt meðal þeirra sem þekkja til þarna og endurskoðendur gera engar athugasemdir við þetta og eru ársreikningar alltaf sam- þykktir gagn- / rýnis- landsfundarfulltrúum SUS." f fréttinni, sem styðst ekki við neina nafngreinda heimildarmenn né að vitnað sé í heimildir, og telst því varla mark- tæk, er því haldið fram að þessi spill- ingarhneigð trilli svo upp allan stig- ann og ráðherrar telji sjálfsagt að lifa á annarra kostnað. Ekki tókst að ná tali af Hrafh- keli í gær. jakob@dv.is Borgar Þór Einars- son Veit varla hvort hann á að hlæja eða gráta - svo fjarstæðu- kennd þykir honum frétt Hrafnkels. laust aðal- fund- u m Fór aldrei ósnyrt í morgunmat „Að taka þátt í Eurovision er einn af stóru viðburðunum í mínu lífi," segir Helga Möller söngkona. Gamla myndin að þessu sinni er tuttugu ára gömul og er frá fyrstu Eurovision-keppninni sem ísland tók þátt í. Keppnin fór fram f Noregi árið 1986 og var framlag íslendinga lagið Gleðibank- inn. Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson dönsuðu og sungu sig eftirminnilega í hjörtu Evrópubúa. „Það var mikið lagt í þetta á vegum bæði Sjónvarpsins og norska ríkisins. Við fórum þarna út og það var farið með okkur eins og stórstjörnur. Við vorum með plan og prógramm alla þá daga sem við vorum úti. Vorum vakin á morgnana, förðunar- dama klæddi mig, greiddi og málaði svo ég fór aldrei ósnyrt í morgunmat," segir Helga. „Við vöktum mikla athygli enda að taka þátt í fyrsta skiptið. Einnig þótti tónlistar- myndbandið við lagið okkar það flottasta og enn þann dag í dag stendur það fyrir sínu," segir Helga sem reynir alltaf að fylgjast með aðalkeppninni. Gamla myndin Gleðibankinn Þremenning arnir Pálmi, Helga og Eiríkur tóku fyrst allra íslendinga þátt í Eurovision-keppninni áriö 7 986 í Noregi. Krossgátan Lárétt: 1 pár,4skömm,7 laða,8 greinilegur, 10 amboðs, 12 gímald, 13 bút, 14 hlið, 15 hreyfast, 16 dvöl, 18 sauðskinn, 21 seðlar,22 himna,23 tæp. Lóðrétt: 1 blóm, 2 dýja- gróður, 3 döpur,4 skrýtl- an, 5 sjór, 6 akagi, 9 laun- um, 11 fæða, 16vitur, 17 Iftil, 19 heiðir, 20 hnd- legg. Lausná krossgátu uue 03'ejæ 61 '?ujs zi 'sja 9t 'jnggg j j 'jdneij 6'sau 9'jeuj s'ue6esdo>|s V'ujijq6jos £ 'Á|s z 'sgj i :«ajgoq umeu £z 'ue>|s ZZ 'Jegjiu iz 'ejæ6 g j 'tsjA 91 'BQ! S L 'ngjs y t 'qqn>| £ l 'de6 z l 'spo o t 'JA>js 8 'e>j>|0| zé'u?ujs y 'ssjj j :«ajeq Veðrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.