Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Gömul fegurð
Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja fagnar 20 ára
afmæli á þessu ári og í til-
efni afmælisins segir Lovísa
Aðalheiður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri
Fegurðarsamkeppni Suður-
nesja, að keppnin muni
fara fram með nokkuð
breyttu sniði í ár. „Við
munum reyna að hafa
keppnina í meiri takt við
það sem er að gerast í dag
eins og reyna að skapa það
umhverfi sem til dæmis er
á tískusýningum," sagði
Lovísa í samtali við Víkur-
fréttir.
Einar örn Jónsson úr
Nóatúnsfjölskyldunni og
eiginkona hans Guðný
Magnúsdóttir hafa fengið
vilyrði skipulagsráðs borg-
arinnar fyrir byggingu tvö-
falds bflskýlis við hús þeirra
á Laufásvegi 77. Einnig ætía
þau að setja kvist á þakið
og koma fyrir heitum potti
á veröndinni. Engar at-
hugasemdir bárust í
grenndarkynningu. DV hef-
ur áður sagt frá því að kók-
forstjórinn Þorsteinn Jóns-
son, sem á húsið við Lauf-
ásveg 73, hefur ekki fengið
að byggja sambærilegt bfl-
skýli vegna andstöðu for-
setaembættisins sem á
gestahús gegnt húsi for-
stjórans.
Blindrataxi
Lögblindir Hafnfirðingar
geta fengið allt að 40 ferðir
á mánuði með leigubflum
milli staða á höfuðborgar-
svæðinu og greitt fyrir sem
samsvarar fullu fargjaldi í
strætó. Þetta er samkvæmt
samningi sem í gær var
undirritaður milli Blindra-
félagsins og Hafnarijarðar-
bæjar um ferðaþjónustu
blindra í Hafnarfirði.
Samninginn undirrituðu
þeir Lúðvík Geirsson bæj-
arstjóri og Halldór Sævar
Guðbergsson, formaður
Blindrafélagsins.
Ákveðið hefur verið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fari
fyrir viðskiptasendinefnd sem heldur til Indlands á morgun. Ástæðan er fráfall
móður Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sem ætlaði að fara ferðina.
Geir H. Haarde Hættir við
Indlandsferð vegna fráfalls
móður sinnar. Hér með Jack
Straw, utanríkisráðherra Bret-
tands, fyrir skömmu.
"V j t,t ^ j 1 11 "llil im'ilF ■£! í
m '' J rfgaji II
Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur hætt við Indlandsferð og
verður ekki í fararbroddi viðskiptasendinefndar sem heldur
utan á morgun. Ástæðan er andlát mdður hans, önnu Stein-
dórsdóttur Haarde.
Vegna fráfalls móður sinnar hef-
ur utanrfldsráðherra þurft að breyta
dagskrá sinni næstu daga á flestum
sviðum og aðrir ráðherrar rflds-
stjórnarinnar hlaupið í skarðið.
Stærsta verkefni ráðherrans var Ind-
landsferðin sem skipulögð hefur
verið með miklum fyrirvara. Mun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra leiða við-
skiptasendinefndina í stað Geirs þó
fyrirvarinn sé skammur.
Fulltrúar fjölmargra fyrirtækja
Götumynd frá Nýju-Delí Menntamála-
ráðherra opnar íslenskt sendiráð i borginni
eftir nokkra daga.
hafa skráð sig til þátttöku í Indlands-
ferð utanrfldsráðherra á vegum Út-
flutningsráðs. Verður lagt í ferðina á
morgun, eins og ákveðið hafði verið,
og stendur ferðin fram til 4. mars.
Vegna þessa verður menntamála-
ráðherra að aflýsa öðrum skyldu-
verkum sínum sem fyrirliggjandi
voru.
Nýtt sendiráð
Tilefni ferðarinnar er opnun ís-
lensks sendiráðs í Nýju-Delí auk
þess sem lögð verður áhersla á fyrir-
tækjastefnumót, eins og það er
nefnt í dagskrá Útflutningsráðs.
Hefur Útflutningsráð komið sér upp
tenglaneti á Indlandi og valið sér
samstarfsaðila sem þekkja atvinnu-
lífið og markaðinn á Indlandi vel.
Binda menn miklar vonir við ferð
þessa enda indverski markaðurinn
einn sá stærsti í heimi og þróun þar
hröð. íslensk fyrirtæki hafa lengi lit-
ið til Indlands með framtíðarfjár-
festingar í huga og hefur lytjarisinn
Actavis þegar stigið skrefið til fulls
og komið sér fyrir í landinu með um-
fangsmikla starfsemi.
Víða farið
Auk þess að vera viðstödd
opnun íslenska sendiráðsiris í
Nýju-Delí mun Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og viðskipta-
sendinefndin sem fylgir
henni heimsækja borgimar
Bangalore, Chochin og
Mumbai.
Samúðarkveðjur
Móðir Geirs H. Haarde
var Anna Steindórsdóttir
Haarde, fædd 3. maí
1924, og hefði því
92 ára í vor. Er uta
isráðherra og fjöl-
skyldu hans vott-
uð samúð
vegna frá-
falls
henn-
ar.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir Hleyp-
ur í skarðið fyrir utanrlk-
isráðherra með skömm-
um fyrirvara.
íslendingar menguðu Meistaradeildina mína
Svarthöfði ber virðingu fyrir
íþróttum og íþróttamönnum. Og
nokkrar íþróttakeppnir kveikja í
kenndum volgum að jafnaði. Ólymp-
íuleikar er ein, heimsmeistaramót í
fótbolta önnur. Á þessum mótum er
heiður heilu þjóðanna að veði.
Keppnisgreinamar em eitt og þjóð-
arstoltið hífir spennuna upp úr öllu
valdi.
Svarthöfða þykir Meistaradeild
Evrópu af sama kalíber. Hugsunin
um að fæmstu lið álfunnar keppist
innbyrðis gengur einfaldlega upp.
Eins og sannaðist núna í vikunni. Real
á móti Arsenal og Barcelona á móti
Chelsea. Kraftajötnar knattspymunn-
ar. Svarthöfði horfði heima og
skemmti sér vel. Óskaði þess að hann
væri staddur á vellinum.
En Svarthöfða langar ekki lengur á
völlinn. Ástæðan er einföld. Hópur
íslendinga mengaði hugmyndina.
Svarthöfði las blaðið í gær og sá hvaða
kokhraustu menn fóm á völlinn. Það
vom ekki gæjar sem lifa fyrir boltann.
Ekki einu sinni gæjar sem hugsa eins
og Svarthöfði um þjóðarstoltið
spennuhífandi. Nei, þeir sem fómi
Hvernig hefur þú það?
Ég hefþað mjög fínt bara," segir Stefán Ólafsson, betur þekktur sem Steve Sampling'
og Mezzías MC.„Ég búinn að vera að spila þrjár siðustu helgar til að kynna plötuna
mlna, The dawn is your enemy.og síðan er ég búinn að taka upp slatta af nýju efni
með krúinu mínu. Svo er ég að spila í kvöld I Smekkleysubúðinni klukkan 9."
gerðu það af því það eí svo fínt. Af því
að gæinn við hliðiná er svo rflcur og
propper.
Svarthöfði er farinn að hugsa eins
og Egill Helgason, sem sagði það ótta-
lega plebbalegt að fljúga út í stórum
stfl og að nær væri að eyða peningn-
um í að gera
upp Þjóðleikhúsið.
Þangað til einhver bankamaður
býður stúkumiða. Þá brýtur Svart-
höfði odd af oflæti sínu, heldur
kampavínsglasinu á lofti og hlær í
kapp við hina toppana. Hringið í mig,
strákar!
Svarthöfði