Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Blaðsíða 25
DV Menning FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 25 f. ’ Snæbjörn Arngrímsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, er einhver mesti dugnaðarforkur íslensks bókmenntaheims. Bækurnar koma frá Bjarti næstum eins og á flæðilínu og Perlumarkaðurinn verður opnaður um helgina. En Snæbjörn þarf að taka sér frí eins og aðrir. Forkurinn á fæðingarorlof „Við fórum að hugsa um það hvernig við gætum gert bóka- markaðinn í Perlunni enn skemmtilegri og datt þá í hug að bjóða upp á enn nýrri bækur en venjulega," segir Snæbjörn Arn- grímsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, í samtali við blaðamann menningarsíðu. Markaðurinn hefst um helgina, en það hefur hingað til verið regla að bækur sem þar eru til sölu eru ekki yngri en eins til tveggja ára. Nú má hins vegar finna á bókamarkaðnum þó nokkrar bækur frá því á síðustu jólavertíð. Snæbjörn segir að þetta hafi einfaldlega verið krafa samtímans og því um að gera fyrir bókaútgefendur að bregð- ast við henni. „Hví skyldi þessi bókamarkaður vera lakari en aðrir?" spyr formaðurinn og vel er hægt að taka undir þau orð. Innkaup fyrir allt árið Endurnýjun hefur átt sér stað í bókalagemum, því ekki einungis völdu forlögin nýjar bækur af út- gáfulista sínum, heldur var líka tekið til í því sem ekki hefur hlot- ið náð fyrir augum gesta í gegn: um tíðina. „Jú, það höfðu sumir titlamir verið á markaðnum í fjörutíu ár en aðeins höfðu selst eitt, tvö eintök á ári,“ segir Snæ- björn kíminn. „Við skámm niður íþeim flokki." Hiklaust segist Snæbjörn geta mælt með Perlumarkaðnum sem ijölskylduskemmtun og segist vita um marga sem þar gera bókainnkaup fyrir allt árið. „Það er hentugt að kaupa bókagjafir fyrir öll barnaafmæli í fjölskyldunni og spara sér þannig heilmikinn pening. Úrvalið er líka glæsilegra en nokkru sinni fyrr, en um fimmt- án þúsund titlar verða í boði." Bókamarkaðurinn hefst á morgun, en hann stendur ein- ungis í tíu daga. Því geta bóka- ormar ekki beðið of lengi með að koma sér á staðinn. Hasar á Bjarti Snæbjöm er ekki maður ein- hamur. Eins og allir vita er hann dugnaðarforkurinn sem stendur á bakvið bókaútgáfuna Bjart, sem meðal annars gefur út Harry Potter á íslensku og er líka útgefandi verðlaunahöfundar- ins Jóns Kalmans Stefánssonar og krónprins íslensku glæpasög- unnar Jóns Halls Stefánssonar. Snæbjörn þýðir bækur og hann- ar útlit þeirra, ýmist undir eigin nafni eða dulnefninu Ásta S. Guðbjartsdóttir og hann hefur heldur betur fært út kvlamar í bókaútgáfu. Bækur Bjarts koma nú út bæði í Danmörku og Nor- egi og lesendahópurinn hefur sennilega aldrei verið jafn stór. Á næstu dögum kemur svo út nýjasta bókin í Neon-klúbbi Bjarts, en það er Vitaskipið við Black Water, eftir hinn írska Colim Toibin, sem Helgi Gríms- son þýddi. Það er ekki skrítið þó að for- leggjarinn Snæbjörn þurfi á fríi frá Bjarti að halda, en hann er nú á leið í tveggja mánaða orlof, sem hann ætlar að nota til þess að sinna ungu barni sínu. Snæbjörn Arngrímsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hann mælirhiklaustmeð bókamark- aðnum í Perlunnisem fjölskyldu- ■ skemmtun. DV-mynd: Pjetur. 8IS1SSS Þorvaldur Thoroddsen Þriðja bindi Landafræðissögu hans er komið út hjá Ormstunqu. Myndskreytt Landafræðissaga Landfræðissaga fslands er vís- inda- og rannsóknasaga íslands frá örófi alda til loka 19. aldar auk þess að íjalla um ýmsa aðra þætti íslenskrar menningarsögu. Ný, myndskreytt útgáfa þriðja bindis,-^ er nýlega komin út hjá Orms- tungu, en sem kunnugt er, þá er höfundur Landafræðissögunnar Þorvaidur Thoroddsen. í þessu bindi greinir frá seinni hluta 18. aldar, allt fram undir 1850. Þorvaldur fjallar fyrst um framfarahugmyndir íslendinga og almennt um stöðu vísindanna á Vesturlöndum í kjölfar frönsku byltingarinnar. Svo vfkur sögunni að Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni og er sagt frá ævi þeirra og störfum. ítarlega er líka sagt frá Sveini Pálssyni lækni og rann- sóknum hans, löngu áður en frá- sagnir hans og hugmyndir birtust áprenti. Þorvaldur rekur aðdraganda og' framkvæmd strandmælinga Dana á fslandi, bæði hinna fyrri og seinni. Þríhyrningamælingarnar mörkuðu þáttaskil í könnun landsins og vom þrekvirki sem nútímamenn eiga erfitt með að ímynda sér. Hér hefur Þorvaldur reist mönnum eins og Lovenorn aðmíráli og mælingamönnunum Ohlsen, Frisak og Scheel minnis- varða. Rækilega er fjallað um Björn Gunnlaugsson „spekinginn með barnshjartað" sem mældi fyrstur ^ manna allar byggðir landsins og' hluta hálendisins svo að unnt var að gefa út „Uppdrátt íslands" - fyrsta sæmilega kort af landinu öllu. Af þeim fjölda útlendinga, sem við sögu koma, má nefna Sir Joseph Banks, Sir John Stanley, Sir William Jackson Hooker, Ebenez- er Henderson og Paul Gaimard. Upphaflega kom Landafræðis- sagan út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi á árunum 1892-1904. tPSSIií Galleri Fold ■ RauSarárstíg og Kringlunni Dögun 25.2-12.3 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir tréristur í Baksalnum. Velkomin á opnunina á iaugárdaginn kl. 15.00 RauSarársfíg 14, sími 5510400 • Kringlui Kristín Jónsdóttir Jón Stefánsson UppboÖ Næsta uppboð veröur haldiö sunnudagskvöldió 5. mars. Tekið er á móti góðum verkum á uppboðið til 27. febrúar. ni, sími 568 0400 • www.myndlist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.