Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Byggja byggð Samningar á milli bygg- ingafyrirtækisins Eyktar og Hveragerðisbæjar voru undirritaðir á bæjarskrif- stofunum í Hveragerði í fyrrakvöld. í samningnum er stefnt að bygg- ingu 800 til 900 íbúða hverfis austan Varmár á næstu 12 árum þar sem ríflega 2000 ein- staklingar munu búa. Gangi uppbyggingaráform- in eftir munu þau kalla á nýjan grunnskóla og 6 deilda leikskóla í Hvera- gerði. Strax verður hafist handa við athuganir á landssvæði þvl sem um ræðir og í kjölfar þeirra hefst vinna við deiliskipu- lag að því er fram kemur á sunnlenska.is Hólmanet Hólmvfldngar eru vel tengdir þessa dagana en þeim býðst loksins ADSL- kerfi en það er Síminn sem býður upp á það auk að- gangs að stafrænni sjón- varpsþjónustu. Nýlega lok- aði Síminn þjónustumið- stöð sinni á Sauðarkróki, sem hafði sinnt þjón- ustu við Stranda- menn, og mun þjón- ustumiðstöðin á fsafirði taka við þjónustunni. Þá er gert ráð fýrir því að samið verði við verktaka á Hólma- vík um vettvangsþjónustu á ströndum. Gettu betur eða Meistarinn? Sverrir Bergmann sjónvarpsmaður. „Gettu betur er betri þáttur, ekki spurning. Mér finnst Meistarinn einhvern veginn ekki vera nein keppni i raun- inni. Þetta eru bara einhverjar tvær manneskjur sem voða takmarkaður hópur þekkir. Þetta nær ekki til mín alla- vega. Gettu betur er aftur á móti gamalt form og alveg gríðarieg stemming. Ég fylgd- istalveg sérstaklega vel með Gettu betur á slnum tlma og finnstþað mjög skemmtilegt." Hann segir / Hún segir „Ég er löngu hætt að horfa á Gettu betur, maður lifði sig inn i þetta á menntaskóiaárunum. Ég fylgdist mikið með þessu þá. En ég er á þvi að það hafi lengi vantað þátt eins og Meistarann. Fiann ersvona al- vöru, vitrænn spurningaþátt- ur. En ég fagna báðum þátt- um, mér finnst þeir báðir góðir en Meistarinn hefursamt vinninginn hjá mér. Efég væri I framhaldsskóla myndi ég alis ekki missa afGettu betur." i Sigríður Arnardóttir sjónvarpskona. Meðlimir Garðabæjarklíkunnar Tuddarnir mættu í Héraðsdóm Reykjaness í gær til að svara til saka fyrir fjölda líkamsárása sem Ríkissaksóknari hefur ákært þá fyrir. Sú alvarlegasta var í október í fyrra. Foringi klíkunnar, Tindur Jónsson, er ákærður fyrir að hafa þá veist að ungum dreng vopnaður sveðju og látið höggin dynja á höfði hans og líkama. Tindur er ákærður fyrir tilraun til manndráps og á von á margra ára fangelsisdómi. Tuddarnir neituðu ■■■ A ■ / v |/ ■ sok i heraðsdomi „Þetta er rangt, ég er saklaus," sagði Tindur Jónsson í Héraðs- ddmi Reykjaness þegar borinn var undir hann fjöldi ákæra, sem Ríkissaksóknari hefur gefið út á hendur honum og félögum hans. Tindur er meðal annars ákærður fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa ítrekað höggvið með sveðju í höfuð og lík- ama drengs í Garðabæ í fyrra. Sveðjuárásin í Garðabæ í október í fyrra vakti óhug margra. Drengur- inn sem varð fyrir árásinni hlaut sprungu á höfuðkúpu og blæðingu við heila. Kalla þurfti á Vfkingasveitina til að handtaka Tind Jónsson og tvo fé- laga hans. Þeir eru saman í klíku í Garðabæ sem nefnist Tuddamir. Drengjunum tveimur, Þórði Kárasyni og Helga Guðmundssyni, var sleppt skömmu síðar en Tindur situr hins vegar enn í gæsluvarð- haldi á Litfa-Hrauni og mun gera það þar til réttarhöldunum í máli hans er lokið. Auk þeirra þriggja em Árni Þór Skúlason, Helgi Mar Finn- bogason og Þorsteinn Pálsson ákærðir í málinu sem nær í allt yfir fjórar líkamsárásir. Tindur er talinn eiga þátt í þeim öllum en félagar hans mismikinn þátt í hinum þrem- Hrottalegar árásir Auk sveðjuárásarinnar r Tindur ákærður fyrir að hafa í Huldu andlit sitt Félagar Tinds eru líka ákærðir fyrir þátt sinn I nokkrum árásum. ágúst í fyrra slegið ungan dreng ít- rekað í höfuðið með gaddakylfu, og í maí ráðist á um þrítuga konu, barið hana í höfuðið með flösku og gengið síðan í skrokk á vin hennar, kýlt hann og sparkað í höf- uð hans. Tindur neitaði sök í öllum meiri háttar ákæruliðum við þingfesting- una í gær. Sömu sögu er að segja um félaga hans. Þeir höfnuðu einnig skaðabótakröfum sem fórnarlömbin í málinu lögðu fram. Skilorðsbrot hjá Tindi Tindur Jónsson var á síðasta ári dæmdur í þriggja mánaða óskil orðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárásir og fíkniefnabrot. Tindur var aðeins sextán ára þegar hann framdi brotin. Hann réðst á sautján ára dreng á Laugaveginum, skallaði hann í andlitið og sló með krepptum hnefa. Þá réðst hann ásamt félaga sínum á annan dreng fyrir utan verslunarkjarnann Garðatorg í Garðabæ og sparkaði í andlit hans þar sem hann lá í sárum sínum. ur. Dómurinn var skilorðsbundinn til tveggja ára. Tindur hefur því rofið skilorðið verði hann fundinn sekur um þau brot sem eru til meðferðar nú. Verði það raunin er ljóst að margra ára fangelsisvist bíður hans. Aðalmeðferð fer fram í málinu í byrjun mars. andri@dv.is "nndur Jónsson Ákærð- ur fyrir tilraun til mann- dráps en neitarsök. Tindur hefur því rofíð skilorðið verði hann fundinn sekur um þau brot sem eru til meðferðar nú. Yerði það raunin er Ijóst að margra ára fangelsisvist bíðurhans. Verjandi Magnúsar Einarssonar segir Hæstarétt setja ný viðmið með úrskurði sínum Kristinn Bjarnason Verjandi Magnúsar l segir að þyngsti Idómursemfalliðhafí I isambærilegu máli I sé átta ára fangelsi. Hæstiréttur bætti tveimur árum við dóm morðþngja Hæstiréttur Islands þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykja- ness yfir Magnúsi Einarssyni úr níu árum í ellefu. Magnús sem varð eigin- konu sinni, Sæunni Páls- dóttur, að bana á heimili þeirra í nóvember árið 2004, bar fyrir dómi að sjúkleg afbrýðissemi hans hefði fengið hann til verknaðarins. Hann bar að skömmu fyrir morðið hefði Sæunn skýrt hon- Magnús Einars- son Sagði að orð- um Sæunnar væri um að kenna að hann myrti hana. um frá samböndum sín- um við aðra karlmenn. Enginn annar er til frásagnar um það sem á milli Magnús- ar og Sæunnar fór síðustu mínúturnar áður en hún lést. Því var meðal annars byggt á þessari frásögn þegar ákvörðun var tekin um refsingu Magnúsar. Héraðsdómur Reykjaness og Hæstiréttur telja að það andlega ástand sem Magnús hafi komist í við fféttirnar um framhjá- hald Sæunn- ar hafi átt þátt í því að hann myrti hana. Með öðrum orðum að Sæunn hafi komið honum í slíkt ástand með orðum sínum að hann geti ekki að fullu borið ábyrgð á því sem eftir fylgdi. Kristinn Bjarnason, verjandi Magnúsar, segir erfitt að meta hvað búi að baki þessari ákvörðun Hæsta- réttar en augljóslega sé verið að setja ný viðmið. „Þyngsti dómur sem fallið hefur, þegar dæmt hefur verið eftir þessu refsilækkunarákvæði, er átta ára fangelsi," segir Kristinn Bjarnason, verjandi Magnúsar Einarsson. „Ell- efu ára fangelsi er því ansi mikið." Að sögn talsmanns aðstandenda Sæunnar Pálsdóttur er fjölskyldan enn í sjokki vegna niðurstöðu Hæstaréttar og vill því ekki tjá sig um málið. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.