Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Blaðsíða 17
PV Sport
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 17
Báðir leikirnir
í Höllinni
Valsmenn hafa
náð samkomulagi
við svissneska liðið
LC Briihl frá St.
Gallen um að báðir
leikir liðanna í 8
liða úrslitunum í
áskorendakeppni
Evrópu fari fram í Laugar-
dalshöllinni helgina 10. til
12. mars. Þetta verða fyrstu
tveir útileikir LC Brúhl í
keppninni því svissneska
liðið keypti útileikina gegn
króatísku og makedónsku
liði í fyrstu tveimur umferð-
um keppninnar.
Frands
kominn til
NewYork
Steve Francis er kominn
til New York Knicks í NBA-
deildinni eftir að Orlando
Magic skipti á honum og
þeim Penny Hardaway og
Trevor Ariza. Francis mun
því spila við hlið Stephon
Marbury hjá Knicks en New
York-liðið hefur tapað 17 af
síðustu 19 leikjum sínum.
Francis lenti oft upp á kant
við Brian Hill, þjálfara Or-
lando, í vetur en fyrir
tveimur árum kom Francis
til Orlando frá Houston í
skiptum fyrir Tracy
McGrady. Francis var með
16,2 stig, 4,8 fráköst og 5,7
stoðsendingar að meðaltali
með Orlando í vetur.
Tap í loka-
leiknum
KR-ingar urðu
að sætta sig við
0-1 tap fyrir Odd
Grenland og þar
með áttunda og
neðsta sætið á æf-
ingamótinu á La
Manga á Spáni. Sigurmark
norska liðsins kom úr víta-
spyrnu á lokamínútu fyrri
hálfleiks. Bjarnólfur Lárus-
son var fyrirliði KR-liðsins í
leiknum en f liðið vantaði
marga lykilmenn vegna
meiðsla, þar á meðal mið-
verðina Gunnlaug Jónsson,
Dalibor Pauletic og Tryggva
Bjarnason. Ásgeir Aron As-
geirsson og Kristinn Jó-
hannes Magnússon léku
saman í miðri KR-vörninni í
leiknum.
Fyrir fjórum árum hlutu Norðmenn flest verðlaun á vetrarólympíuleikunum í Salt
Lake City í Bandaríkjunum. Væntingar voru miklar í Noregi og var stefnt að því að
bæta árangurinn nú. Fyrir fjórum árum unnu Norðmenn þrettán gullverðlaun en nú
eru þau ekki nema tvö þegar þrír dagar eru til loka leikanna.
Vondur draumur? Ole Einar Björndalen er gjör-
samlega örmagna I markinu. Engu líkara en að
hann sé sofnaður I snjónum. Nordic Photos/AFP
f f f
Norsk martroo i T onoo
Norðmenn stefndu að því í Tórínó að verða fyrsta þjóðin til að
vinna eitt hundrað gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum og átti
það í raun að vera formsatriði. Á síðustu fjórum leikum hafa
Norðmenn unnið meira en tíu gull að meðaltali. En nú þegar
leikunum er að ljúka eru hins vegar aðeins tvö gullverðlaun kom-
in í hús og komu meira að segja hvorug þeirra í skíðagöngu sem
hefur verið þeirra sterkasta grein.
NOREGUR Á ÓL:
2002 Gull 13 silfur 5 Brons 7 Sæti 1.
1998 10 10 5 Z
1994 10 11 5 Z
1992 9 6 5 3.
1988 0 3 2 12.
1984 3 2 4 6.
1980 1 3 6 8.
1976 3 3 1 4.
1972 2 5 5 7.
1968 6 6 2 1.
1964 3 6 6 3.
1960 3 3 0 3.
1956 2 1 1 7.
1952 7 3 6 1.
1948 4 3 3 1.
1936 7 5 3 1.
1932 3 4 3 Z
1928 6 4 5 1.
1924X1 4 7 6 1.
Samtals 96 90 75
ÓL 2006: Noregur*
Gull: 2
Silfun 8
Brons: 8
*Prír keppnisdagar enn eftir.
„Ég spái því að við fáum 25 verð-
laun bara í skíðagreinunum," sagði
Sverre Seeberg, formaður norska
skíðasámbandsins, fyrir leikana. Átti
hann þar við greinar eins og skíða-
göngu, alpagreinar og skíðastökk.
Slíkt hefur alls ekki komið upp á ten-
inginn þó svo að bæði gull Norð-
manna hafi komið í þeim greinum.
KjetO Andre Aamodt stóð sannarlega
undir væntingum í risasviginu og þá
kom einnig norskt gull í skíðastökki
sem hefur yfirleitt verið ein slakasta
grein Norðmanna á vetrarólympíu-
leikum.
En að öðru leyti er það nokkurn
veginn sama hvar er komið niður.
Vonbrigði norsku þjóðarinnar em gíf-
urleg. Eftir þrettán gull á síðustu
ólympíuleikum em átta silfur- og átta
bronsverðlaun lítil sárabót.
Það er gullið sem allir muna eftir
þegar fram h'ða stundir og það vita
Norðmenn vel.
Ole Einar Bjömdalen vann fem
gullverðlaun í skíðaskotfimi á síðustu
ólympíuleikum. Til þessa hefur hon-
um mistekist í öllum greinum sem
búnar em. Hann fær eitt tækifæri til
og það kemur á morgun.
Og þannig mætti lengi telja.
„Ég spái því að við
fáum 25 verðlaun
bara í skíða-
greinunum
Skíðagöngukapparnir hafa valdið
sérstaklega miklum vonbrigðum og
náði það hámarki í boðgöngu karla
þar sem norskur sigur var talinn
nærri óumflýjanlegur. En í stað þess
lauk norska sveitin keppni í fimmta
sæti.
„Ég hef varið hálfri ævi minni í
kringum skíðagönguíþróttina og hef
gengið í gegnum ýmislegt - hæðir og
lægðir," sagði einn þjálfari norska
Iiðsins, Krister Sörgárd. „En ég hef
aldrei orðið fyrir jafn miklum von-
brigðum og í dag. Við áttum ekki að
geta lent í fimmta sæti. Þessi ffammi-
staða var hins vegar bara einum of
slæm.“
Árið 1988 unnu Norðmenn ekkert
gull á vetrarólympíuleikunum og er
það í eina skiptið sem það hefur gerst
til þessa. Það var lika í eina skiptið
sem Norðmenn komust ekki meðal
tíu efstu þjóða á medalíutöflunni og
þó svo að það gerist ef til vill ekki aft-
ur nú eru vonbrigðin vissulega til
staðar.
En það góða í þessu öllu saman er
að landinn sér sig nú knúinn til að
hlúa að framtíðarólympíuförum
Norðmanna og hefur sala skíða í Nor-
egi ekki verið meiri á síðustu vikum
síðan ólympíuleikamir voru haldnir í
Lillehammer í Noregi árið 1994.
Ef Norðmenn ætla að ná í 100.
gullið sitt í Tórínó verður allt að ganga
upp á síðustu dögum leikanna. En
það myndi ef til vill gilda einu og 100.
gullið yrði ef til vill súr sárabót fyrir
þátttöku Norðmanna á ólympíuleik-
unum í Tórínó sem hefur verið
martröð líkust.
Heiðar bestur
íjanúar
Heiðar Helguson var
kjörinn besti leikmaður
Fulham í janúarmánuði af
gestum á heimasíðu enska
úrvalsdeildarliðsins. Heiðar
hafði betur eftir harða
keppni við Bandaríkja-
manninn Brian McBride
sem spilar eins og kunnugt
er við hlið Heiðars í sókn
Fulham. Heiðar skoraði
reyndar aðeins eitt mark í
janúar en vann sér sæti í
byrjunarliðinu og hefur síð-
an raðað inn mörkum í síð-
ustu leikjum liðsins.
Bandaríski skíðakappinn Bode Miller
Sneri ökklann í körfubolta
Sagan endalausa af Bode Miller
heldur áfram. Það nýjasta er að
hann sneri sig á ökkla er hann var að
spila körfúbolta með félögum sínum
á miðvikudaginn. Aðalþjálfari
bandaríska skíðalandsliðsins stað-
festi þó í gær að Miller myndi engu
að síður keppa í sviginu, lokakeppni
alpagreinanna, á morgun. Miller
hefur hingað til keppt í fjórum
greinum og ekki tekist að vinna til
verðlauna í neinni þeirra. „Ég gæti
þess vegna verið kominn með fjögur
gull um hálsinn," sagði Miller í ný-
legu viðtali.
Hvort hann teljist sigurstrangleg-
ur á morgun er erfitt að dæma um
en væntingar til hans hafa farið
síminnkanndi með hverri greininni
sem hann keppir í á vetrarólympíu-
leikunum.
Allir íslensku strákarnir keppa í
Bode Miller Sneri ökklann I körfubolta en
keppir á morgun engu að siður.
sviginu á morgun en eina stúlkan,
Dagný Linda Kristjánsdóttir, keppir í
stórsvigi í dag. Dagný hefur náð frá-
bærum árangri í hraðagreinunum,
bruni og risasvigi og yrði álíkur ár-
angur í dag ótrúlegur sigur fyrir
hana. Eftil vill er ekki raunhæft að
fara fram á það þar sem stórsvigið
reynir meira á tækni en hraða.
eirikurst@dv.is
NJOTTU LIFSINS
með HFILBRIGÐUM
LIFSSTIL