Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Side 2
2 MANUDAGUR 10. APRlL 2006
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjórar:
Björgvin Guðmundsson
Páll Baldvin Baldvinsson
Fréttastjóri:
Óskar Hrafn Þorvaldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550
5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is
Auglýsingar: auglysingar@dv.is.
Umbrot:
365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja.
Drelfing: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent
efni blaðsins í stafrænu formi og úr
gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Karen Kjartansdóttir heima og að heiman
i sem vonaði heitt
og innilega að barnið þeirra yrði
heilbrigt. Svona rétt eins og allir
foreldrar gera. Þau eignuðust
fallegt, hraust barn með ríkt
Imyndunarafl og ríka hreyfiþörf.
Draumabarn allra. Kerfið virðist
þó ekki á sama máli og hefur
blessað barnið nú fengið
á sig stimpil sem sýnir
með einhverjum
óþjálum stofnana-
orðum að það passar
ekki f normið.
Foreldrarnir láta sér
þó fátt um finnast og
skáluðu í kaffi fyrir greiningunni
sem þeirtöldu sönnun fyrir því
sem þá grunaði allan tímann.
Barnið þeirra er einstakt og
efnilegt og það er ekkert til að
hafa áhyggjur af þótt kerfið
haldi annað.
í>égar Jg var í háskólanámi
starfaði ég við umönnunarstörf.
Það var mér mikilvæg reynsla
að kynnast fötluðum einstakl-
ingumog ég veit að
mikið og gott starf
hefur verið unnið í
samfélaginu frá því
ég var barn. Þá
virtist öllum sama
þótt heyrnarskert
og þroskaheft börn
væru lögð í einelti. Seinna
lærðist fólki að meta þessa
einstaklinga að verðleikum og
skildist um leið að í samfélaginu
felast verðmæti í fjölbreytni.
Undanfarin ár hefur mér
reyndar fundist unnið of mikið
að þvi að„normalísera" fólk sem
verður aldrei eins og fjöldinn.
Eigum við að fela einkenni
einstaklinga með einhverjum
yfirbreiðslum eða reyna aö
meta hvern og einn eins og
hann er?
Mali»áiiflSL«
gera alla eins og það er
afskaplega erfitt að berjast við
fólk sem hefur sjálfa góð-
mennskuna að vopni. Nú er
unnið hörðum höndum að því
að planta þeirri skoðun
f fólk að skólabúning-
ar séu afskaplega
góð hugmynd. Þá
dragi úr líkum á
einelti þar sem þá
verði allireins
klæddir. Þeim, sem eru á
móti þessari slæmu hugmynd,
fallast hendur við að koma með
rök gegn henni, hún er
einfaldlega svo út í hött. Lifandi
verur eru svo miklu margbrotn-
ari en svo að föt geti gert þær
eins og komið í veg fyrir
mismunun. Mér er svo sem
fjandans sama þótt einhverjir
búningar verði teknir upp en ég
veit að þeir eiga ekki að hafa
nein áhrif.
*o
fU
E
aj
c
o
Leiðari
V'
Þessum spurningum verður lögreglan að svara. Stjórnvöldum ber að
tryggja öryggi þessara lcvenna ogað þeim sé ekki haldið hér íánauð.
Björgvin Guðmundsson
Hörður Jóhannesson
yfirlögregluþjónn í Reykjavík
rnRÉGt-AN
Löggæsla og fjölmiðlar
Flestir eru sammála um að stjórnvöld-
um beri að tryggja öryggi borgaranna.
Skiptir þá litlu máli hvar í flokki menn
standa. Við gerum þá kröfu að geta gengið
örugg og óáreitt um stræti og torg allan
sólarhringinn. Og að heimilið sé algjör
griðastaður. Þetta er eðlileg krafa. Ottinn
og óöryggið á ekld að vera hluti af okkar
daglega lífi.
Nú eru fréttir af ofbeldi á íslandi áber-
andi í mörgum fjöfrniðlum. Það þýðir ekki
lengur að loka augunum fyrir þeirri þróun
sem hefur ágerst síðustu ár. Ofbeldið er tíð-
ara og hrottalegra.
DV hefur ítrekað greint lesendum sínum
frá þessum staðreyndum eftir að blaðið var
endurreist. Og gert það eins heiðarlega og
hægt er. Umfjöllunin hefur ekki einskorð-
ast við viðtöl við sérfræðinga, sem fjalla um
þessi mál og rannsaka. Ofbeldið snýst ekki
bara um tölur, línurit og töflur. Ofbeldið
snýst um fóikið sem verður fyrir því - oft
með hörmulegum afleiðingum.
Slík umfjöllun er ekki öllum að skapi.
DV hefur verið gagnrýnt fýrir að ganga of
langt. í sumum tilvikum verða blaðamenn
á ritstjórn DV jafnvel fýrir alvarlegum
hótunum um ofbeldi. Hrottarnir vilja ekki
að um þá sé fjallað á síðum blaðsins.
Slíkar hótanir hafa ekki áhrif á ritstjórn-
arstefnu blaðsins. Ef raunveruleikinn er sá
að fóik er barið til óbóta á götu úti eða jafn-
vel ráðist inn á heimili þess, þá verður um
það fjallað í DV.
Lögreglumenn á íslandi vinna gríðarlega
gott starf, oft við erfiðar aðstæður. Árangur
þeirra við að upplýsa mál staðfestir það.
Vonandi bera stjórnmálamenn, sem alltof
oft sóa peningum skattgreiðenda í
algjöran óþarfa, gæfu til að efla
lögjgæslu sé þess þörf.
A móti kemur að lögregl-
unni ber líka skylda til að upp-
lýsa fjölmiðla og almenning inn
sitt starf. Og ekki bara þegar yflr-
mönnum lögreglunnar hentar.
DV upplýsti á föstudaginn að
brasilískum konum hefði
verið komið fýrir í hús-
næði í Ármúla þar sem
þær seldu blíðu sína.
Hörður Jóhannesson,
yflrlögregluþjónn
Lögreglunnar í
Reykjavík og tengiliður við fjöimiðla, vildi
ekki svara spurningum blaðamanns DV
um málið klukkan fjögur daginn áður þar
sem hann sagðist vera í fríi! I Fréttablaðinu
á laugardaginn sagði hann lögregluna ekki
vera að rannsaka neitt vændi í Ármúlanum.
Sama dag birti DV fréttir og myndir af starf-
seminni.
Hvað ræður þessari framkomu Harðar
gagnvart DV? Er það vegna svekkelsis yfir
því að ráða ekki hvenær blaðið kýs að segja
ákveðnar fréttir? Finnst honum ekki til-
efni til að rannsaka skipulagt vændi
á íslandi? Er þessi starfsemi kannski
hluti af alþjóðlegri verslun með
konur?
Þessum spurningum verður lög-
reglan að svara. Stjórnvöldum ber að
tryggja öryggi þessara kvenna og að
þeim sé ekki haldið hér í ánauð. í
því sambandi á það ekki að
skipta Hörð Jóhannesson
máli hvort DV hafi sagt
fréttafþessu
máli eða ekki.
4. Ólína Þorvarðardóttlr
Séra Ólina myndi rugga
kirkjuskipinu rækilega.
1. Einar Oddur Kristjánsson
Sérn Einar færi létt með að taka
líýmsum álitamálum.
2. Styrmir Gunnarsson
Sd ykkar sem syndlaus er
kasti fyrsta Staksteininum.
3. Ogmundur Jonasson
Séra Ögmundur fer létt með
að hafa vit fyrir öðrum.
5. Þórhildur Þorleifsdóttir
Sóknarbörnin kæmus t ekki upp
með neitt múðurhjá séra Þórhildi
Omerkileg röksemdaMa ur ovamtri att
FYLLSTA ÁSTÆÐA ER TIL AÐ ÓSKA M0RG-
UNBLAÐINU til hamingju með nýjan
„rammahöfund". Þegar Mogganum
hefur þótt sérlegur veigur í skoðun-
um tiltekinna einstaklinga og þær
skoðanir ríma við hagsmuni blaðs-
ins og valdhafa, þá ramma þeir
greinina inn og birta myndlausa svo
ekkert trufli hinn kristaítæra tón. Og
þessi nýi rammahöfundur Moggans
er sannarlega feitur biti úr óvæntri
átt: Páll Magnússon sjónvarpssjóri á
Ríkissjónvarpinu.
í RAMMAGREIN PÁLS FRÁ Á LAUGAR-
DAG kveður við gamalkunnan tón úr
herbúðum stjórnarliða. Reyndar ei-
lítið úldinn og af sama meiði og hin
fleygu ummæli Lyndons B. Johnson
sem féllu þegar hann á barmi ör-
væntingar í kosningabaráttu sakaði
mótframbjóðanda um náið sam-
neyti við gyltur sínar. Sagði þegar
honum var bent á að þetta væri raka-
laus óhróður: „Let the bastard deny
it.“ Sem sagt, nú sá, að allir þeir sem
leyfa sér að benda á galla í fyrirhug-
uðum lögum um Ríkisútvarpið eru
ótrúverðugir leigupennar eigenda
sinna.
Birgirsegir C um RUV
sem þó má hiklaust
fíokka undir B-liðinn
með sína gallhörðu og
siðlausu auglýsinga-
deild.
Fyrst og fremst
ÞESSI ÓMERKILEGA RÖKSEMDAFÆRSLA
ætlar ekki að duga nú þegar Þor-
steinn Pálsson ritstjóri Fréttúblaðs-
ins er annars vegar. Hann hefur sett
fram vel grundaða gagnrýni á fýr-
irhuguð lög og er fyllsta ástæða til
að taka mark á. En Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra á sjálfstýringunni leyfði sér að
afgreiða gagnrýni Þorsteins á áður-
nefndum nótum. Og nú syngur Páll
af öllum mönnum sama sönginn.
Spyr af hverju menn taka undir með
Þorsteini og svarar sér sjálfur: „Þeim
þykir hagsmunum eigenda sinna
ógnað." Það var og.
NÚ ER EINMITT TÆKIFÆRI til að velta
fyrir sér hlutverki RÚV. Fjölmiðla-
fræöingurinn Birgir Guðmundsson
í Fréttablaðspistli vísar í rannsókn
sem McKinsey gerði og segir til um
þrjár tegundir almannaútvarpa: A.
Útvörp sem stefna að sérhæfingu
á tilteknum sviðum (menningar-
legum) til að réttlæta tilvist sína.
B. Stöðvar sem ganga mjög langt í
markaðsáherslum í raun mjög svip-
aðar einkastöðvum. C. Þama ein-
hvers staðar á milli. Birgir segir C um
RÚV sem þó má hiklaust flokka und-
ir B-liðirm með sína gallhörðu og
siðlausu auglýsingadeild.
PÁLI ER V0RKUNN. Hann er keppn-
ismaður en stofnunin svifasein.
Og sérstök er staða hans. Úr einka-
rekstri í ríkishreiður er kominn mað-
urinn sem kenndi undirrituðum að
fjölmiðill ætti ætíð að vera í stjórn-
arandstöðu burtséð ffá því hver er í
Stjómarráðinu.
jakob@dv.is
Neikvætt nöldur Sollu
um sjallana
„Raunar er undarlegt, að þetta
skuli hafa verið hið fréttnæm-
asta úr ræðu formannsins,
það er neikvætt og frekar fúl-
lynt nöldur um andstæð
inga Ingibjargar Sólrún-
ar. Spyrja má: Er það
almennt fréttnæmt,
að Ingibjörg Sólrún
hallmæli Sjálfstæðis-
flokknum? Það væri
hins vegar stórfrétt, ef
Björn Bjarnason Telur
litlarfréttirþærað
Ingibjörg Sólrún gagnrýni
Sjálfstæðisflokkinn.
hún léti flokkinn njóta sannmælis!"
skrifar Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra á síðu sína um þennan
helsta fjanda sinn.
Reyndar mœtti snúa þess-
um ummœlum á Björn sjálf-
an sem seint verður sakaður
um að láta pólitíska and-
stœðinga sína njóta sann-
mœlis. En svona er pólitík-
in á Islandi í dag.
Egill og menningarvitarnir
„Svo var Kanasjónvarpinu lokað
eftir áskorun hundrað menning-
arvita, en nokkrum
árum síðar opnuðu
ótal kanasjónvörp
í staðinn. íslend-
ingar
reynd-
ust ein-
færir
að reka þau," skrifar Egill Helgason
í pistíi á vefsvæði sínu. Þjóð sína
segir hann þá ameríkanseruðustu í
Evrópu - menningarsnauðan skríl.
Réttmœt athugasemd. En Egill
virðist ekki alveg vita í hvornfótinn
hann á að stíga. Né vita hvar hann
á heima. Agli finnst menningarvit-
arnirgegn kanasjónvarpi kjánaleg-
ir en hefði sennilega ritað nafn sitt
manna á lista mótmœlenda
- verandi á nákvœmlega sömu
skoðun og þeir voru þá.