Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Side 7
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 10. APRlL 2006 7
Óviðunandi
ástand
Samfylkingin krefst þess
að kjör umönnunarstétta á
hjúkrunar- og dvalarheim-
ilum verði bætt nú þegar
í samræmi við launakjör
fyrir sambærileg störf hjá
Reykjavíkurborg. Þetta
kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á flokks-
stjórnarfundi Samfylking-
arinnar á laugardaginn.
„Ástandið í öldrunarmál-
um er algjörlega óviðun-
andi og er alfarið á ábyrgð
ríkisstj órnarflokkanna,
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks," segir jafn-
framt í ályktuninni.
Vilja kaupa
Ölgerðina
Nokkrir aðilar eru í
samningaviðræðum um
kaup á Ölgerðinni Egill
Skallagrímsson. Frestur
til að skila inn bindandi
tilboði í fyrirtækið rann út
klukkan fimm á föstudag-
inn. Friðrik Einarsson hjá
MP Fjárfestingarbanka seg-
ir niðurstöðu ekki fengna
og ekkert verði gefið upp
um hugsanlegan kaupanda
fyrr en síðar í vikunni.
Slagsmál á
ísafirði
Tvenn slagsmál komu
til kasta Lögreglunnar á
ísafirði aðfaranótt sunnu-
dagsins. Að sögn varð-
stjóra urðu slagsmálin með
skömmu millibili rétt fyrir
og eftir lokun skemmti-
staða'í miðbænum og er
ölvun orsök þeirra. Tveir
menn voru handteknir
og fengu að sofa úr sér
vímuna í fangageymslu
það sem eftir lifði nætur.
Þeim var svo báðum sleppt
úr haldi í gærmorgun og
reiknar lögreglan ekki með
neinum eftirmálum af
þessum uppákomum.
Sjómaður
slasaðist
Sjómaður slasaðist um
borð í íslenskum togara
í gær og var þyrla Land-
helgisgæslunnar kölluð út
klukkan hálf flmm til að ná
í manninn. Ekki er vitað
hversu alvarlegt slysið var.
Skipað var statt út af Vest-
fjörðum og þurfti þyrlan
að lenda á Rifl á Snæfells-
nesi í bakaleiðinni til að
taka eldsneyti. Að því loknu
hélt hún til Landspítala -
háskólasjúkrahúss og lenti
þar í gærkvöldi.
FL Group, fyrir hönd Icelandair, hefur fest kaup á tveimur Dreamliner-farþegaflugvél-
um í viðbót við tvær af sömu tegund sem Icelandair keypti fyrir ári. Tvær vélanna koma
i notkun til íslands vorið 2010 og má áætla að þetta verði bylting fyrir farþegana þar sem
þægindi eru mjög mikil í Dreamliner-vélunum.
Nviu Boeing 787 Dreamliner-
vélarnar sem lcelandair tekur i
notkun 2010 Alveg ný hönnun,
ný lýsing, hærra rakastig, lægri
loftþrýstingur og flugþreytan ur
sögunni.
Guðjón Arngrfmsson upplýsingafulltrúi
FL Group Segir að flugfarið hækki ekki i verði
þrátt fyrir aukin þægindi.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segir að þess-
ar nýju vélar séu búnar tækni og þægindum sem farþegar hafi
aldrei fýrr fengið að njóta. Flugþreyta og bólgnir fætur verða úr
sögunni og auk þess segir Guðjón að farþegar muni fá sterkari
flugupplifun því gluggarnir eru miklu stærri.
„I þessum vélum er
loftþrýstingurinn lægri
sem gerir það að verkum
að í stað þess að vera í
sambærilegum aðstæð-
um við að vera í tvö þús-
und metra hæð, sem er
einmitt það sem gefur
fólki flugþreytu, er eins
og fólk sé í þessum nýju
vélum í minni hæð," segir Guðjón
Amgrímsson, upplýsingafulltrúi FL
Group.
Guðjón segir að auk þess séu vél-
amar búnar sérstökum tækjum til að
viðhalda hærra rakastigi en hefur ver-
ið hingað til í flugvélum. „Fólk kann-
ast við að vera þurrt í munninum þeg-
ar það ferðast með flugvélum en það
verður úr sögunni í þessum nýju vél-
um," segir hann.
Nýflugupplifun
„Þetta verður alveg nýflugupplifun
fyrir farþegana því gluggamir
í þessum Dreamliner-vél-
urn eru mikið stærri og get-
ur fólk séð mikið meira út
um gluggana en áður," seg-
ir Guðjón. Þá verði lýsingin
í vélunum önnur og rnuni
hún skapa aðra stemningu
og þar að auki séu aliar inn-
réttingar skemmtilegri.
Erfitt að samræma
þægindi og nýtingu
„Það er erfitt að samræma þægindi
farþegans og nýtingu sæta og við vilj-
um að farþegunum líði vel en á sama
tíma viljum við geta selt sem flest
flugsæti," segir Guðjón. Hann segir
að ekki sé búið að taka ákvörðun um
það hversu mikið rými verði fyrir far-
þegana í nýju vélunum og Boeing hafi
ekki útfært neinar hugmyndir fyrir þá
enn.
Guðjón segir að Icelandair noti
ákveðna staðla um breidd sæta og bil-
ið á milii þeirra og þar komi fyrirtækið
vel út í öllum könnunum.
Aukaþægindi
fyrirfarþega
Stærri gluggar
Meiriraki
Minni loftþrýstingur
Betrilýsing
Meirarými
Fallegri innréttingar
Flugvélar lcelandair eins og þær líta út ídag aðinnan Allirkannastvið þessar vélar og
þröngu sætin og flugþreytuna eftir langt flug.
Flugfarið ekki dýrara
Guðjón segir að flugfarið verði
ekki dýrara fyrir farþegann þrátt fyr-
ir að þægindi hans aukist. „Þessar
vélar eru dýrari en aðrar en á móti
kemur að þær eru sparneytnari og
því ódýrari í rekstri," segir Guðjón.
Hann segir að það vegi upp á móti
kostnaðinum og því munu farþegar
Icelandair njóta þæginda nýju vél-
anna án þess
«. að þurfa
að kaupa
■ ' dýrarifar-
miða.
Hallarbylting hjá Sjálfstæöisflokknum á Höfn
Albert Eymundsson
„Minn tlmi Ipólitík liðinn.
Bæjarstjóranum velt úr sessi
Halldóra B. Jónsdóttir
Aðvonum ánægðmeð
úrslitin.
Halldóra Bergljót Jónsdóttir sigr-
aði í prófkjöri sjálfstæðismanna á
Höfn í Hornafirði og mun leiða lista
flokksins í næstu kosningum. Albert
Eymundsson bæjarstjóri sóttist eftir
efsta sætinu en hafnaði í því þriðja.
Albert segir að hann muni ekki taka
sæti á listanum.
„Ég er að vonum ánægð með úr-
slitin og vil koma á framfæri þökk-
um til allra þeirra sem studdu mig
í þessu prófkjöri," segir Halldóra B.
Jónsdóttir. „Ég held að ástæða þess
að ég náði fyrsta sætinu sé að fólk
þekkir mig og mín störf hér í bæj-
arfélaginu." Aðspurð um lélegan ár-
angur bæjarstjórans segir hún það
kannski vera ábendingu um að störf
hans hafi verið umdeild en tekur
jafnframt fram að Albert hafi verið
ráðinn í stöðu bæjarstjóra á sínum
tíma en ekki kosinn.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigð-
um með þessa niðurstöðu, það seg-
ir sig sjálft," segir Albert Eymunds-
son. „Ég mun ekki taka þriðja sætið á
listanum enda gaf ég yfirlýsingu um
það fyrir prófkjörið." Aðspurður um
árangurinn segir Albert að hann hafi
lengi verið að vasast í bæjarmálum á
Höfn og þetta sé kannski ábend
ing um að hans tími í pólitík sé
liðinn.
Önnur óvænt úrslit voru að
Björn Emil Traustason
bæjarfulltrúi er ekki
meðal sex efstu manna
en hann keppti við
Björn Inga Jónsson
um annað sætið. Alls
kusu 424 félagsmenn
í prófkjörinu.