Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Page 14
14 MÁNUDAGUR 10.APRIL2006 Sport OV • • NBA KORFUBOLTINN Allen kominn íannað sætið Stórskyttan Ray Allen hjá Seattle Supersonics komst um helgina í annað sætið yfir þá leikmenn sem skorað hafa flestar þriggja stiga körfur á ferlinum í NBA-deildinni þegar hann skoraði 38 stig í sigri liðsins á Portland. Allen skoraði fjóra þrista úr sex tilraunum í leiknum og komst þar með upp fyrir Dale Ellis í annað sæti listans með 1.723 þriggja stiga körfur skor- aðar á ferlinum. Hann á þó enn mjög langt í efsta mann á listanum sem er enginn annar en Reggie Miller sem lagði skóna á hilluna í fyrra- vor með 2.560 þriggja stiga körfur á samvisku andstæð- inga sinna. Nýliði Denver skotinn Julius Hodge, nýliði Denver Nuggets lenti í heldur skelfilegri lífs- reynslu um helg- ina þegar hann var á ferð í bíl sínum á þjóðveginum í grennd við Denver, þegar maður í bíl sem ók samhliða honum hóf skot- hríð á hann. Hodge slas- aðist merkilegt nokk ekki alvarlega í þessum hama- gangi en fékk þó í það minnsta þrjú skot í fæturna að því er fregnir herma. „Það er allt í lagi með hann, honum er fyrst og fremst bara mjög brugðið og við getum þakkað Guði fyr- ir að þetta atvik varð ekki ljótara en raun ber vitni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Hodge er bakvörð- ur og var tekinn í fyrstu um- ferð nýliðavalsins í fyrra. Shaq sektað- urafNBA Shaquille O'Neal þurfti um helgina að punga út fyrir 15.000 dolíara sekt sem hann fékk frá deildinni fyrir að gagn- rýna dóm- ara og for- ráðamenn deildar- innar harðlega eftir tap Miami gegn New Jersey á dögunum. O'Neal þótti hann lagður í einelti vegna stærðar sinnar í leiknum og var raunar ekki einn um þá skoðun. „Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins dóm- gæslu á ferlinum. Allir vita að dómaramir eru fárán- lega ósamkvæmir sjálfum sér þegar þeir dæma á mótí mér og breyta reglunum þegar ég er annars vegar. Þeir gætu nú kannski falið það aðeins betur en þetta," sagði O'Neal eftir leikinn. Miðherjinn Shaquille O'Neal hjá Miami Heat er klárlega kominn af léttasta skeiði sem leikmaður og margir vilja meina að úrslitakeppnin í vor verði hans síðasta tilraun til að krækja í fjórða meistaratitil sinn á ferlinum. Shaquille O'Neal er ekki körfuboltamaður í eiginlegum skilningi, heldur er betra að lýsa honum einfaldlega sem íyrirbæri. Enginn leikmaður í sögu íþróttarinnar hefur haft aðra eins líkamlega yfir- burði yfir mótherja sína og „sá Stóri" eins og hann er gjarnan kall- aður. Hann er aftur á móti orðinn 34 ára og menn spyrja sig hvort O'Neal hafi það sem til þarf til að koma Miami alla leið í vor. O'Neal hefur verið í sífelldri bar- áttu við þrálát meiðsli síðan hann gekk í raðir Miami, en það segir sína sögu um yfirburði hans í miðherja- stöðunni að hann skuli enn vera talinn sá bestí í deildinni þótt hann hafi strangt til teldð spilað „á annari löppinni" í tvö ár. Enginn stenst tröllinu snúning þegar hann er í essinu sínu, en þó verður að viðurkennast að heilsa hins 34 ára gamla undurs vekur upp jafnmargar spurningar og hún veitír svör í leit Miami að fyrsta meistara- títli félagsins. Stoppuðu á Detroit í fyrra Það voru öðru fremur meiðsli Shaquille O'Neal sem hindruðu að sterkt Iið Miami færi í úrslitin í fyrra, en liðið barðist við Detroit alla leið í sjöunda leik í úrslitum Austurdeild- ar þar sem Detroit hafði naumlega betur í oddaleik með þá O'Neal og Dwayne Wade meidda. O'Neal hefur verið enn rólegri í vetur og hafa meiðsli hans og lé- legt líkamlegt ásigkomulag gert það að verkum að hann spilar aðeins 30 mínútur að meðaltali í leik, skor- ar 20 stig og hirðir 9 fráköst, sem er líklega hans lakasta tölfræði á ferl- inum. Shaquille O'Neal er samkvæmt tölfræðinni í vetur eins líklegur til að skorað 10 stig í leik og 30 stig (sem hann hefur aðeins gert fjórum sinnum í vetur). Því er eðlilegt að menn spyrji sig hvort sá Stóri hafi enn það sem til þarf til að koma Mi- ami alla leið í úrslitin, þar sem lið- ið þarf að öllum líkindum að fara í gegnum mulningsvélina Detroit Pistons sem hefur aldrei verið betri en í vetur. Með Wade sér við hlið O'Neal getur huggað sig við það að hann hefur Dwayne Wade við hlið sér þegar í úrslitakeppnina er komið, en Wade er einfaldlega orð- inn einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Miami er orðið liðið hans Dwayne Wade og fer líklega eins langt og hann tekur það í vor. Verði Shaquille O'Neal hins veg- ar ekki annað en skugginn af sjálf- um sér eins og hann hefur verið lengst af vetrar, gerir Miami engar rósir í úrslitakeppninni - það er á hreinu. Shaq lætur enn stórkarla- lega eins og honum einum er lagið, en spurningin er þessi: Er eitthvað eftir í tanknum hjá þeim Stóra? Svarið verður í beinni útsendingu á Sýn í júní. NewJersey Nets. Liöiö vann 14 leiki I röð áður en það tapaði loksins fyrir heitu liði Cleveland á laugardagskvöldiö, en þetta er lengsta sigurganga liðs INBAI vetur. Þessl slgurganga hefur orðið tilþess að marglr spá þvi að liöið valdi usla i úrslitakeppnlnni, enáþvier engin hætta með þennan mannskap. Þú heyrðir fyrst afþvi I þessum dálki. Cleveland Cavatiers. LeBron James hefur þegar þetta er ritað skorað 35' stig eða meira í 9 leikjum I röð, sem er þriðja lengsta rispa sinnar tegundar i deildinni I meira en 35 ár. Nlu slgrar I slðustu tlu leikjum er blaut tuska í andlit þeirra sem sögðu að Cleveland kæmist ekki i úrslitakeppnina enn eitt árið. Ég veit ekki með þig - en ég hlakka til að sjá LeBron i úrslita- keppninni I fyrsta sinn. Gætið ykkar. MemphisGrizzlies. ÉinhverheföisettOrlandoiþennan dálk,enþaðerekkertað marka þegar léleg lið taka rispu undir lok tlmabilsins og ekkert er undir. Memphis er eitt fárra afsterkari liðum deildarinnar sem halda sínu striki á lokasprettinum og efPau Gasol helduráfram að koma með leiki eins og um helgina (33 stig, 14 fráköst og 14stoðsendingar gegn Milwaukee) gæti orðið breyting á slæmu gengi liðsins I úrslitakeppninni. í kjaHuninuin: Philadelphia 76ers. Manni hefur flogið I hug að kalla þennan dálk„New York-dálkinn“af eðlilegum ástæðum, en efeitthvað lið hefur sk**iö á sig I vetur, erþað Philadelphia sem nú er komið með annan fótinn i sumarfri. Liðið hefur tapað 13 afslðustu 17 leikjum sinum og 7 af9siðustu heimaleikjum, sem er ekki málið efþú ætlar iúrslitakeppni. Þetta færðu efþú ert nógu vitlaus til að reyna aö halda að þú getir byggt upp lið í kring um Chris Webber. Úps. Miami Heat: Shaquille O'Neal nældi sér I ný meiðsli. Það gerðu lika Alonzo Mourning, Jason Williams og James Posey. NewJersey erskyndilega farið að narta í hælana á Miami og fimm sigrar íslðustu tlu leikjum eru taðreynd - auk enn eins tapsins fyrir Detroit. Þú heyrðirþað fyrst hér: Ef Wade verður ekki með 40 stig og þrennu að meöaltali í úrslitakeppninni, verður Miami I duftinu. Þá meina ég i duftinu. Minnesota Timberwolves: Minnesota læðir sér inn I þennan dálk af því liðið er formlega búið að sturta niður brúnlituðu ttmabitinu 2005- 06. Liðið hefur hag afþvl að enda með sem lélegastan árangur vegna Sam Cassell-skiptanna f sumar til að Clippers steli ekki afþeim i nýliðavalinu llka og það er dálítið augljóst að þú ert að reyna að tapa efþú lætur Kevin Garnett spila 25 minútur ijöfnum leik. Skamm. Einvígi LeBrons James og Dwyanes Wade markaði upphaf nýrra tíma í NBA-deildinni Krónprinsarnir settu á svið sýning Segja má að við- ureign Cleveland Cavaliers og Miami ’-4 Heat á dögunum hafi á margan hátt verið tákn um nýja tíma í NBA-deildinni, en þar áttust við tvær af skærustu ungu stjörnum deildarinnar þeir Dwyane Wade hjá Miami og LeBron James hjá Cleve land. Það er kannski fulld- . júpttekiðíárinniaðsegja 1 að leikur á þessum tímapunktí á leik- tíðinni marki spor í söguna, en einvígi þeirra LeBrons James leiddi Cleveland tíl 7. sigursins í röð þetta kvöldið með því að skora 47 stíg (18 í fjórða leikhluta), hirða 12 fráköst og gefa 10 stoðsend- ingar, sem er auðvitað fáheyrð tölfræði. Wade, sem fór fyr- ir liði Miami eins og venju- lega og það án Shaquille O'Neal í það skiptíð, í stóð James ekki langt að baki og skoraði 44 stig t (21 í fjórða leikhluta), gefa 9 stoðsendingar og hirða 8 fráköst. „Ég á ekki tíl lýsing- arorð yfir það sem fólk varð vitni að í kvöld og ég hef ekki séð annað eins í langan, langan tíma," sagði Pat Riley, þjálfari Miami, sem kallar nú ekki allt ömmu sína. Þeir Wade og James klöppuðu hvor öðr- kollinn og föðmuðust eftírleik- inn. „Við erum góðir vinir og viljum báðir að lið okkar nái góðum árangri. Við elskum að spila hvor við annan," sagði LeBron James, en þjálfari hans átti ekki tíl orð frekar en venjulega. „Ég halla mér bara aftur í sæt- inu og horfi á hann ná í þrennurnar sínar og þjálfa liðið inni á vell inum. Hann lætur mig alltaf h'ta út fyrir að vera frábær þjálf- ari," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland, og það ekki í fyrsta sinn í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.