Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Qupperneq 22
Menning DV
Peningana eða
heiðurinn?
Menningarverðlaun DV voru
veitt fyrir helgi við mjög hátíðlega
athöfn á Hótel Borg þar sem var
fínn matur og fínt vín og fínt fólk.
Plebbar eins og yðar einlæg hafa
aldregi áður verið boðnir á samk-
undu sem þessa (og hefði ekki ver-
ið boðið nema vegna þess að hún
slysast til þess að vera umsjónar-
maður þessarar síðu).
Það var gaman að sjá hvað fólk
var kátt og rjótt þegar það tók við
Menningar-
verðlauna-
styttunni.
Innifalið í
verðlaunun-
um er nefni-
lega enginn
peningur
semverða-
laúnahafar
geta spandérað, heldur bara styttan
fína og heiðurinn.
Myndin lifir að eilífu
Sum verðlaun eru peningaverð-
laun en skipa ekki nándar nærri
eins mikinn heiðurssess og Menn-
ingarverðlaun DV.
Ég man eftir því að vinur minn
Eftir helgina
sem er listamaður átti eitt srnn að
fá fimmhundruðþúsundkaU í verð-
laun/styrk frá einhverju fyrirtæki
sem hann hafði lítið áíit á. Hið eina
sem hann þurfti að gera var að
mæta á staðinn og láta mynda sig
með forstjóra fyrirtækisins. Vinur
minn er mikill prinsippmaður og
hann sagði: „Nei, það kemur ekki
til greina. Fimmhundruðþúsund-
kallinn væri íljómr að hverfa, en
myndin - hún lifír að eilífu!"
Sum verðlaun eru bæði ofsaleg-
ur heiður og ofsalega miklir pen-
ingar. Eins og Nóbelsverðlaunin.
Ég man eftir viðtali við Hall-
dór Laxness, þar sem spyrill gerði
mikið úr þeirri stóru upphæð sem
hver Nóbelsverðlaunahafi hlýtur og
spurði í þaula um milljónimar. Ég
man ekki alveg hvað I Ialldór sagði
um verðlaunin, en hann bætti svo
við þegar peningatalið hélt áfram:
„Peningarnir? Það tekur því ekki að
hafa orð á þeim. Maður át þá upp á
einum mánuði!"
Auðvitað hlýtur Laxness að hafa
verið að ýkja, en þetta er skemmti-
legt. Peningamir skiptu ekki mestu
ináli, heldur heiðurinn.
Klappað á bök
AlUr voru glaðir með heiðurinn
sem fylgir Menningarverðlaunum
DV og einn verðlaunahafinn orðaði
það svo að eftir áratuga starf væri
yndislegt að láta klappa sér á bakið
með þessum hætti, vegna þess að
oft vildi hrós gleymast í annasöm-
uin dögunum.
Mér fannst þetta sætt. Sama
hvað við verðum gömul og hversu
hótt við komumst
í líiinu, þá finnst
okkur öllum
gott að talca við
hrósi ogiáta
klappa okkur
hraustlega á
bakið fyrir það
sem við -----
gerum vel.
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is
Það er auðséð á|
uglunnar skúmlal
blikki, að hún I
hefur eigi góðan|
mann að geyma.
(HannesÁma-
son, prestaskóla-
kennari)
Á fimmtudagskvöldið íluttu Hamrahlíðarkórarnir og Sinfóníuhljómsveit íslands kafla úr
sálumessu eftir Eybler; Totenfeier eftir Mahler og Sálumessu eftir Mozart og Siissmayr.
lil hvers liíir þú?
Sinfóníska ljóðið Totenfeier, sem
seinna varð fyrsti kafli annarrar sin-
fóm'u Mahlers og nýtur sín betur
sem hluti af þeirri stórkostlegu sin-
fóníu þar sem dauðir upp rísa að
lokum, á sér þann sjúklega upp-
runa að Mahler ímyndaði sér að
hann væri dauður og lægi í kistu
sinni umkringdur blómum. Mahler
var gyðingur og ef hann hefði orðið
gamall maður hefði hann kannski
fuðrað upp í gasofnunum án allra
blóma og hátíðlegheita. Við slík-
ar aðstæður hefði spurningin sem
hann lagði fram, „Til hvers lifir þú“,
haft eitthvert alvöruvægi. Mahler var
reyndar fyrsta tónskáldið sem túlkar
tvístring, öryggisleysi og stjórnleysi
nútímalífs. Hann sá fram í tímann.
Tónlist hans gefur hins vegar engin
svör. Bara spyr með sundurtættri
taugaveiklun.
Leikur hljómsveitarinnar var hálf
þumbaralegur, skýr og klár, en greip
mann ekki. Lífsháskinn var ekki til
staðar.
H Dæmigerð Vínarklassík
Jósef Eybler var mikilsvirt tón-
skáld um sína daga og lifði það að
kynnast Haydn, Mozart, Beethoven
og Schubert. Enginn smáræðis lífs-
reynsla það! Sálumessa hans er
dæmigerð vínarklassík en samt með
smávegis framtíðardráttum. Hún er
áheyrileg mjög en þegar hún heyrist
næst á undan Sálumessu Mozarts,
jafnvel þó verk Mozarts sé fullgert af
öðru tónskáldi, heyrist sláandi hver
er munurinn á góðum fagmanni og
snillingi í fremstu röð. Þetta var lífs-
reynsla út af fyrir sig að heyra.
Slétt og fellt
Hamrahlíðakórarnir voru afar
fjölmennir en samt var hljómur
þeirra fremur lágstilltur en smekk-
vís, blæbrigðamjúkur, nettlegur og
jafnvel eins og dálítið til baka. í heild
var flutningur þessara verka mjög
vínarklassískur eins og vera ber. Þó
var Sálumessa Mozarts, sem undir
niðri logar af ákefð og stríði, kannski
full tamin og öguð. Inngangurinn
var ekkert dularfullur, dómsdagur-
inn ekkert svakalegur, lakrýmósan
ekkert hjartnæm og þar fram eftir
götunum. Allt var fullkomlega slétt
og fellt. Það er ef til vill smekksat-
riði hvernig þetta á að vera. Ekki er
mælt með tilfinningagosi í þessu
verki en tilfinningarnar mega samt
koma skýrt fram því þær eru þarna
og líka dramað sem reyndar er ekk-
ert smáræði. Aftur á móti voru fúg-
umar óvenjulega samanreknar,
skýrar og röggsamlegar, allt heyrð-
ist greinilega sem í þeim er í öllum
söng- og hljóðfæraröddum, fram-
reitt af frábæru músikskyni. Varla
hefur heyrst flottari fúgulist í Há-
skólabíói. Þar hjálpaði til hvað kór-
raddirnar voru skýrar og kliðmjúkar.
Einsöngvararnir voru allir framúr-
skarandi, þróttmiklir og skýrir, svo
ekki mátti á milli sjá eða heyra rétt-
ara sagt. Flutningurinn hafði mikil
áhrif á hlustendur sem þökkuðu
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Kórraddirnar voru
skýrarog kliðmjúkarog áheyrendur þökkuðu fyrir af
óvenju mikilli hrifningu. DV-Mynd: Hilli
fyrir af óvenjulega mikilli hrifn-
ingu. Það má alveg koma hér fram
að áheyrendur á sinfóm'utónleikum
eru þroskuðustu og öguðustu tón-
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá: Kaflar úr sálumessu
eftir Eybler; Totenfeier eftir
Mahler; Sálumessa eftir Mozart
og Sussmayr. Emsongvarar
Hanna Dóra Sturludóttir, Alina
i Dubik, Jónas Guðmundsson,
Kouta Rasanen. Hamrahlidar-
kórarnir. Kórstjóri: Þorgerður
Ingólfsdóttir. Stjórnandi: Petri
Sakari. Háskólabió 6. april.
★ ★ ★ M M
Tónlist
leikagestirnir í íslenskum tónleika-
sölum.
Sigurður Þór Guðjónsson.
Heilar sextíu sýningar eru að baki á Eldhúsi eftir máli, leikgerð Völu Þórsdóttur á
smásögum Svövu Jakobsdóttur sem Ágústa Skúladóttir leikstýrir
Menningarverðlaun og miklar vinsældir
Halldór Laxness Sagðist
hafa étíð Nóbelsverðlaunin
upp á einum mánuði.
Á fímmtudagskvöldið, daginn
sem Eldhús eftir máli hlaut menn-
ingarverðlaun DV fyrir leiklist, var
sextugasta sýning á verkinu í Þjóð-
leikhúsinu. Sýnt hefur verið fyrir
fullu húsi frá frumsýningu, en
aðstandendur sýningarinnar höfðu
fjölmargar ástæður til þess að gleðj-
ast þetta kvöld. Menningarverðlaun-
unum var auðvitað hampað, Sólveig
Amarsdóttir .tók við hlutverkum
Aino Freyju Járvela og ofan í kaupið
fagnaði Unnur ösp Stefánsdóttir, ein
leikkvennanna, 30 ára afrnæli sínu
þennan dag.
Kátína og gagnrýni
I umsögn dómnefhdar sagði m.a.:
„Vinna með erfitt efni fyrir svið skilaði
bráðskemmtilegri sýningu sem lýsti
af hugviti og hugmyndaflugi. Hér fer
saman pólitískt innsæi í flókið mál
misréttis og gáskafull afstaða til lífs-
Lins sem smitar áhorfandann af kát-
ínu og gagmýni í senn, enda hefur
sýningin átt miklum vinsældum að
fagna og er enn á fjölunum."
Svava Jakobsdóttir hafði með
skáldsögum sínum, smásögum og
leikritum mikil áhrif á íslenskt menn-
ingarlíf og samfélag á ofanverðri tut-
tugustu öld, en með verkum sínum
miðlaði hún meðal annars skarpri
sýn á stöðu konunnar í samfélaginu.
Með sýningunni Eldlrús eftir máli
heiðrar Þjóðleikhúsið minningu
Svövu.
Leikendur eru auk Sólveigar
Amarsdóttur; Kjartan Guðjónsson,
María Pálsdóttir, Unnur ösp Stefáns-
dóttir, Vala Þórsdóttir og Þórunn Lár-
usdóttir.
Bjöm Thorarensen er höfundur
tónlistar, lýsingu hannar Hörður Ág-
ústsson, búninga gerir Katrín Þor-
valdsdóttir, höfundur leikmyndar er
Stígur Steinþórsson og leikstjóri er
sem fyrr segir Ágústa Skúladóttir.
HHHHHHHH