Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Síða 31
DV Síðasten ekki síst
MÁNUDAGUR 10.APRÍL2006 31
Spurning dagsins
Ætlarðu í kirkju á föstudaginn langa?
Ferá The Last Temptation ofChrist
„Ég ætla á Scorcese-myndina The Last Tempation of
Christ í Snarrót á Laugavegi 21, svo ég kemst ekki."
Ólafur B. Þórsson kvikmyndagerðarmaður.
Margir eru tvigiftir, en dr. Gunni er einn af fáum sem er tvífermdur
Ég verð
fyrir austan
um páskahelg-
ina svo ég er
ekki viss um að
ég komist, en
ég reyni mitt
besta."
Unnur Birna
Vilhjálmsdótt-
ir, ungfrú
heimur. /
„Ég býst
fastlega við
því. Ég ferí
Kristskirkju."
Jón Gnarr
listamaður.
„Nei, ég
fer ekki í kirkju.
Ég ætla að
horfa á The
Postman með
Kevin Costner."
Hugleikur
Dagsson
listamaður.
„Ég ætla
ekki í kirkju. Ég
ætla hins vegar
að fremja
guðlast. Við i
Vantrú ætlum
að sýna
kvikmynd í
Snartót idukkan
tólfá hádegi."
Vésteinn
Valgarðsson
sagnfræð-
ingur. .
Það er fastur liður í lífi margra að sækja kirkju um páskana.
Einræðistilburðir ráðherra
Þingraeðið er al-
varlega haldið af
áður óþekktum
sjúkdómi. Greinst
hefur ný veira af
stofni B5D7 sem sækir helst í
ráðherra landsins og veldur
því að þeir gleyma því að
þingið er einn þátturinn í
þrískiptingu ríkisvaldsins.
Málsgreinin gæti verið
ágætt upphaf í næstu
Spaugstofu og er að
sjálfsögðu sett fram í
hálfkæringi. En það
þýðir einmitt að ekki
er eingöngu um spaug
að ræða heldur er alvara
á bak við spaugið. Mér finnst
að ráðherrar landsins hafi að
undanförnu of oft sýnt að þeir
vanrækja samráð og sam-
starf við þá þingmenn sem
þeir sækja umboð sitt til.
[...]
í síðasta mánuði var send út
fréttatilkynning frá fjármála-
ráðuneytinu sem hófst á orðun-
um: „hefur fjármálaráðherra
ákveðið að gera skattalegar um-
bætur sem m.a. er ætlað að nýt-
ast sérstaklega fyrirtækjum á
sviði rannsókna, þróunar og ný-
sköpunar11. Hið rétta er að flest-
ar aðgerðirnar sem kynntar voru
verða ekki að veruleika nema Al-
þingi samþykki lagabreytingar,
engu að síður er tekið svo til
orða að fjármálaráðherra hef-
ur ákveðið að gera. Það þarf
ekki að stafa það ofan í les-
andann að inntakið í fréttatil-
kynningunni er að ráðherrann
ræður.
Annað dæmi um ráð-
herraflensuna er
framkoma iðnaðarráð-
herra á dögun-
um sem var
að kynna
frumvörp
BÍÍfi
sín á blaðamanna-
fundi á sama tíma og
sömu frumvörp voru
lögð fyrir stjórnar-
þingmenn. Það þýðir
einfaldlega að ráðherrann ætl-
ar að flytja málin eins og þau
eru kynnt fyrir fjölmiðlum.
Þingmönnum er stillt upp
við vegg, þeir eiga að sam-
þykkja málin og styðja þau
en fá ekki að hafa áhrif á
innihaldið.
Þriðja dæmið er nýlegast. Á
miðvikudaginn var munnleg
kynning fyrir þingflokki fram-
sóknarmanna á væntanlegum
drögum að fjölmiðla-
frumvarpi, auðvit-
að sem trúnaðarmál.
Sérfræðinganefndin
boðaði að hún myndi
skila af sér daginn eft-
ir. Elckert frumvarp var
sýnt, hvorki í drögum né
fullbúið. Ekki var um það
að ræða að þingmenn
tækju afstöðu til til-
lagnanna á þessu
stigi. Það bíður þess
tima þegar ríkisstjórn-
in er búin að afgreiða
fyrir sitt leyti frumvarp og
senda það til þingflokka.
En viti menn, strax morguninn
eftir er nákvæm lýsing á mál-
inu í Blaðinu og þar kemur fram
að blaðið hefur höndum drög að
nýju frumvarpi. Það sama
var upp á teningnum í
sjónrvarpsfréttum RÚV um
kvöldið. Það er augljóst að
þegar búið er að kynna til-
lögurnar opinberlega verð-
ur af hálfu ráðherrans, sem flytur
málið, menntamálaráðherrans,
ætlast til að þingmenn samþykki
málið í öllum meginatriðum eins
og kynnt hefur verið. Fleiri dæmi
eru til en ég læt hér staðar numið.
ÞingræðisQensan er komin á al-
varlegt stig.
Nú standa fermingar yfir með sínu árlega auglýs-
ingaharki og sérblöðum þar sem þekkt fólk er beðið um
að rifja upp ferminguna sína og annað sem verkpínd
um blaðamönnum dettur í hug að setja í þessa kálfa.
Hvaða 13 ára krakki á að standast þau gylliboð sem
í gangi eru? Ég segi það satt að sjálfur myndi ég
ekki hika við að fermast í dag með tilheyrandi
hlunnindum ef það væri í boði.
Veturinn 1978-79 var ég heldur ekki í neinum
vafa þótt trúin á yfirnáttúrulegar himnaverur væri
jafnfráleit þá og nú. Ég lét mig hafaða að mæta til
ellihrums prestsins einu sinni í viku. Það eina sem
ég man frá þessu var hversu mikið við krakkarn-
ir hneyksluðumst á Huldu feitu, sem var sú eina
í árganginum sem lét ekki ferma sig. Hvað er að
henni? hneyksluðumst við, næstum sármóðguð.
Við vorum ekkert að spá í heimspekilegar hliðar
þessa máls heldur einblíndum auðvitað bara á það góss
sem uppreisnarseggurinn var að afsala sér. Þetta var fyr-
ir tíma borgaralegra ferminga. Kannski hefði Hulda tek-
ið þann pakka.
Égvarvitanlegadrullustressaðurfyrirathöfninaíkirkj-
unni. Maður þarf að segja eitthvað þegar presturinn tek-
ur mann fyrir og ég kveið því að þurfa að opna munn-
inn fyrir framan fullt af fólki. Það hafði verið siður
að ættingjar fermingarbarnsins stóðu upp þeg-
ar það var fermt, en sem betur fer hafði sá siður
verið lagður af á þessum tímapunkti. Ekkert
skammast 13 ára óhnoðaður krakki sín meira
fyrir en ættingja sína. Ég drullukveið líka fyrir
veislunni sjálfri. Að þurfa að vera miðpunktur
athyglinnar og þurfa að þakka fólki fyrir gjaf-
irnar. En þrátt fyrir allt, kvíðann og ómót-
að trúleysið, var græðgin öðrum kennd- \ 2
um yfirsterkari.
Stóra stundin var um það bil að renna
upp og ég var að farast úr stressi þegar
heppnin bjargaði mér. Á fermingar- m
daginn vaknaði ég með 40 stiga hita .
.vai’hfeg
ófihj?e“^S>SnSu
an og écrcrífu15 farsJuk-
“koWl^Þegarg'est-
Aldrei ^JAfirnnx.
basttu vi/íí* nenia þeir / °s rauðu
ÞegSr'b?Þ'*sundka,la / hu„dm,
fvi'f ttlig / Eg slapp.
SVOna.tr * / Það þótti ekki
vænlegt að
drösla mér í kirkj-
una sveittum og dílótt-
um. Samt var of seint að af-
lýsa veislunni. Hnausþykkar tertur og majónes-
sligaðar brauðtertur stóðu í hrönnum í stofunni.
Búið að redda stólum hjá nágranna og allir á leið-
inni. Veislan var því haldin og ég lá undir sæng í her-
berginu mínu, ófermdur og með óráði. Ég lék mig
eins fársjúkan og ég gat þegar gestir komu, einn í
einu, til að færa mér gjafirnar. Aldrei að vita nema
þeir bættu við þúsundkalli þegar þeir sæju mig
svona. Uppskeran var fín. Fullt af peningum og vín-
rauður Yamaha-gítar sem ég hafði valið sjálfur stuttu
áður. Fyrsta plata HLH-flokksins (skipt), Queen-platan
Jazz (á hana ennþá) og fleira smálegt.
Það besta var svo að ég fékk aðra veislu og fleiri gjaf-
ir þegar ég fermdist í alvörunni um sumarið. Náttúrlega
minni veislu og færri gjafir, en samt. Þá var vinur minn
kominn heim frá útlöndum og við fermdumst tveir
saman í fámennri Kópavogskirkju. Annar prestur
en sá sem ég hafði gengið til fermdi okkur og ég
man að backstage spurði hann okkur: Þið vitið
út á hvað þetta gengur, er það ekki strákar? Jú,
jú, sögðum við og voila: Ég var kominn í krist-
inna manna tölu.
Það var svo enn auðveld-
ara að sleppa þaðan nokkrum
árum síðar. Bara ein undir-
skrift í Hagstofunni.
11 cSl mBC a.
Dr. Gunni
mm
£RT(J Eh M
OCr APToft
HoRPA k
K/Ml.rpíUPPTöKU
^INNAT
HVAP CrET £Cr
5A<^T? Bk
HdKTÍ
hugleikur
*