Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 4
HELGAINGIBJÖRG GUÐJÓNS- DÓTTIR, 19 ÁRA NEMI f FJÖL- BRAUTARSKÓLA VESTURLANDS, SIGRAÐI f SÖNGVAKEPPNI FRAMHALDSKÓLANNA Á DÖG- UNUM.HÚNSÖNGLAGIÐ AF MIKLUM GLÆSIBRAG EN ÞAÐ ER TSLENSK OTGAFA LAGSINS RUBYTUESDAY. SIRKUS RVK HAFÐISAMBAND VIÐ SKAGA- DROTTNINGUNA OG YFIRHEYRÐI HANAÁSINN HÁTT. HVAÐ FINNST ÞÉR UM FEG- URÐARSAMKEPPNIR? Mér finnst þær alveg allt ílagi. ER DÓPIÐ KOMIÐ TIL AÐ VERAÁ AKRANESI? Nei, síður en svo. LÍTRIAF SKYRIEÐA LÍTRIAF SÚKKULAÐI? Lítri af súkkulaði. LESTU FYRIR MIG SÍÐASTA SMS-IÐ SEM ÞÚ FÉKKST OG FRÁ HVERJUM ER ÞAÐ? Það er frá strák sem sagðist vera að fara í sturtu og ætlaði að hringja í mig á eftir. HEFURÐU LAMIÐ STRÁK? Nei, bara bræður mína. EF ÞÚ FENGIR AÐ VELJA EINA MANNESKJU í MANNKYNSÖGUNNITIL AÐ SOFA HJÁ, HVER YRÐI FYRIR VALINU? Tökum þetta klassískt, Brad Pitt. HVAÐ Á AÐ KJÓSA í BÆJARSTJÓRNAR KOSNINGUM í VOR, FRAMSÓKN? Má nokkuð gefa það upp? HVORT FARA HOMMAR EÐA LESSUR MEIRA í TAUGARNAR Á ÞÉR? Hvorugt. Af því ég hef ekki um- gengist það mikið af hommum og lesbíum. BANANAR í NÁTTFÖTUM EÐA BARA ENGAN BANANA? Banana í náttfötum. HVER ER FRÆGASTI MAÐUR SEM HEFUR REYNTVIÐ ÞIG? Það hefur enginn frægur reynt við mig. VILTU FÁ STYTTU AF GUÐJÓNI ÞÓRÐARSYNI í MIÐBÆ AKRANESS? Auðvitað. ASÍSKAN ENDURSKOÐANDA EÐA ÞELDÖKKAN GANGSTARAPPARA FRÁ DETROIT? Þeldökkan gangstarappara frá Detroit. ER OFFITA VANDAMÁL? Já. Það er mikið vandamál. HEFURÐU SÉÐ GARÐAR GUNNLAUGSSON ÚTIÍSJOPPU? Ég hef meira að segja af- greitt hann í sjoppu. SKIPTIR STÆRÐ MÁLI? Nei, bara frammi- staðan. ÆTLARÐU AÐ VERÐA FRÆG EINSOG BJÖRK EÐAFRÆGEINSOG LE- ONCIE? Fræg eins og Björk. BÚÐU TIL SPURNINGU FYRIR NÆSTA VIÐMÆLANDA Hundar eða ketttir? MÆLIR EKM MEÐ Sirkus mælir ekki með íslensku krónunni. Hvernig væri að sparka þessu drasli út úr landi og taka upp evruna. Óþolandi þessar stöðugu breytingar á genginu. Áður en langt um líður verður maður farinn að borga 600 krónur fyrir bjór á Spáni. Sirkus mælir ekki með vindgangi í kvikmyndahúsum. Það er fátt verra en að sessunautur manns prumpi í bíó. Það gjörsam- lega drepur niður stemninguna og áður en maður veit af er maður dottinn út úr myndinni því öll athyglin fór í að halda nefinu saman. Sirkus mælir ekki með bensínsprengjum. Það er einfaldlega orðið of dýrt. Þegar lítrinn af bensíni stefnir hraðbyri að tvö hundruð krónum eru það ekki nema háir herrar sem hafa efni á slíkum gjörningi. Sirkus mælir ekki með ferðum á hóruhús í útlöndum. Slíkar ferðir skilja ekkert eftir sig annað en nagandi samviskubit og heimsókn á húð og kyn þegar heim er komið. HEIÐARLEGUR HÚMORISTlB JAYDEEÁ GÓÐRI STUNDU. „Ég er ekki í vandræðum með að svara þessu,“ segir Ragnar, meðlimur í hljóm- sveitinni Original Melody. „Ég mundi segja Jay Dee en hann er nýlátinn en hann var algjör þjarkur, snillingur af guðs náð. Hann var búinn að vera með einhvern blóðsjúkdóm og dó bara í faðmi mömmu sinnar. Hann vann hjá Stone Throw Records og gerði þar endalausa snilld og vann bara allan sólarhringinn í tónlist- inni. Hann er hetjan mín í tónlistinni, heiðarlegur húmoristi. Allt frá því ég upp- götvaði hann hef ég fylgst með honum og dáðst af því hvað hann var duglegur og lagði sig allan í tónlistina," segir Raggi sem tekur ofan fyrir sinni einu sönnu hetju. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.