Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 12
VANALEGA FORVITNILEGT OG SPENNANDIAÐ SJA HVAÐ ÁUTSGJAFINN GETUR OG HVERNIG HEIMILIFÖLKS ERU. AÐ ÞESSU SINNIFENGUM VIO AÐ SJÁINN TIL ELVU OG EGILS, EIGANDA SECOND HAND VERSLUNINNAR GLAMÚR Á SKÓLA- VÖRÐUSTÍG. ÁUTSGJAFINN VAR ENGINN ANNAR EN ÞULAN OKKAR GÓÐA HÚN ELLÝ ÁRMANNSDÓTTIR OG GAT HÚN SÉR ÁGÆTLEGA HL UM ÍBÚANA. ELDHÚSIÐ Eldhúsið þeirra er örugglega miðpunktur heimilisins. Þau elda pottþétt alla daga góðan mat og þá saman á milli þess sem þau elskast á eyjunni þarna í miðið. Þarna er nettengd tölva á borðinu þannig að þau kjósa alltaf að vera online. ,Ég er soldið svona 70'tís, það er svona „fifty/fifty" dýrt og ódýrt heima hjá mér," segir Elva, eigandi verslunarinnar Glamúr á Skólavörðustíg. „Þetta er svona í bland gamalt og nýtt, það er eitt úr Habitat og annað úr Góða hirðinum. Við fluttum inn í desember og erum bara ennþá að koma okkur fýrir, þetta kemur svona smátt og smátt hjá okkur. Ég og maðurinn minn vorum að kaupa saman, ég er gift kona," segir Elva og skellir upp úr. „Okkur vantaði stóra og fína íbúð og þessi var akkúrat það sem við sfA vorum að leita að. Við vorum áður á Lokastíg og fflum alveg rosalega vel að vera niðri í bæ en svo fluttum við okkur yfir á Grettisgötuna. Held að íbúðin hafi verið byggð 1998, við vorum í íbúð þar /iW sem ví5 þurftum að taka klóakið í gegn, þakið fór og við erum bara alveg búin að fá ógeð á svoleiðis. Við vildum ekki meira þannig. Innréttingarnar eru frekar nýjar en það er kannski meira minn stíll að , háfa gamalt en það er allt nýtt í þessari. Við blöndum þá bara meira gamalt og nýtt, baðið og eldhúsið er mjög nýtískulegt kannski ekki alveg minn stíll," segir Elva, annar eigandi second hand verslunarinnar Glamúr. fmmmm FATAHERBERGIÐ Konan sem býr þarna er tískudrottning og notar flott notuð föt. Hins vegar geymir hann jakkafótin sem hann notar í vinnunni í skápnum. Hvaða fólk er um að ræða hef ég ekki hugmynd um. Nema að hún eyðir töluvert af launun- um sínum í flotta lampa, föt, töskur, skemmtanir og gourmet mat. Þau eru ör- ugglega nýútskrifuð eða nýbúin að kaupa íbúðina. Konan á eftir að láta smíða fataskáp i kringum fötin og aukahlutina sem hún safnar nánast. BORÐSTOFAN/STOFAN Svakalega rómantískt og ástríðufullt. Mikill og já- kvæður ákafi er eflaust í samskiptum þeirra ef marka má litinn á sófanum. Rauður segir til um hugrekki og kjark að ég held. Brúni liturinn er líka áberandi í íbúðinni. Brúni lit- urinn segirtil um hagsýni og það á örugglega vel við manninn. Hann vill öryggi og jafnvægi á heim- ilinu en leyfir henni að eyða í það sem hún þarfn- ast. Brúnn litur segir til um þroska og viljann að skara fram úr. mmw* STOFAN Held að hér búi fólk sem er 26-30 ára. Engin börn á þessu heimili. Engin leikföng og allt í standi. Kósí og stíl- hrein íbúð. Hér býr örugglega fólk sem er háskólagengið og vinnur langan vinnudag ftá níu til fimm og vill þar af leiðandi hafa það æðislega gott þegar heim kemur. Hér er flottur arinn. Það finnst mér ferlega kósí. Þau kela örugglega og elskast á hverju kvöldi í rauða sófanum í stofunni eftir að maðurinn spilar fyrir hana á gítarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.