Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Blaðsíða 28
SÓDÓMA REYKJAVÍK ER PRÓCRAM SIRKUSS RVK. FYRIR NÆSTU DAGA. FVLGDII ÞVl A LEIÐINNITIL DÆTTRAR HEILSU. SENDU OKKUR PÓSTMED ADENDINGUM UM BRAÐNAUÐSYNLEGA ATBURÐINÆSTU HELGAR A SODOMA@365.IS LISTASÝNINGAR ANIMAGALLERÍ Helga Egilsdóttir, huginn. Það er í síðustu forvöð að sjá þessa sýningu því þetta er lokahelgin. ARTÓTEK GRÓFARHÚSI Steinunn Helgadóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir og DVD. CAFÉ KARÓLÍNA Þorvaldur Þorsteinsson - íslandsmyndir. GALLERÍ HUMAR EÐA FRÆGÐ Við krefjumst fortíðar! Sýning á vegum Leikminjasafns íslands um götuleikhópinn Svart og sykurlaust. GERÐUBERG Tískuhönnun Steinunnar Sigurðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir og fleira til 30. apríl. 18 Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Fastasýning. í safninu eru seldar gifsafsteypur af frumverk- um listamannsins. Einnig eru til sölu bækur um listamann- inn, kort af verkum hans ásamt veggspjöldum af tveimur málverka hans. ustasafnwAakurevri Spencer Tunick - Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir - Svefnfar- ar. TVÖFAIDURBACARDI lEMONÍSPRIIE „Minn drykkur er einfaldlega tvöfaldur Bacardi lemon í Sprite. Að sjálfsögðu borið fram í stóru glasi með sítrónu- sneið og fullt af klökum. Þessi blanda hefur verið mér sam- ferða allt frá því ég byrjaði að drekka. Svo þegar ég er aðeins kom- inn í glas dett ég ósjaldan í Mojito," seg- ir Vilhjálmur Árni Sveins- son, eða Vill WRX eins og þjóðin fór að kalla kappann eftir frægt make-over hjá DV undir handleiðslu sjálfs Gillzeneggers. HALLGRÍMSKIRKJA Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn og mun hún standa yfir til 30. apríl. LISTASAFN ÍSLANDS Gunnlaugur Blöndal - Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Arinbjarnar - Máttur litarins og spegill tímans. LISTASAFN REYKIANESBÆJAR Sýningin Náttúruafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra íslands. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, ASMUNDARSAFN Ásmundur Sveinsson - Maður og efni. Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmundarsafhs. LISTASAFN REYKIAVfKUR, HAFNARHÚS Síðasta helgi Erró-sýningar. Á sýningunni eru til sýnis Erró- verk frá því listamaðurinn var barnungur allt þar til hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1957. í Hafnarhúsinu er einnig sýn- ing Guðjóns Bjarnasonar, AFsprengi HUgsunar. Þetta er lokahelgi beggja sýninga. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, KIARVALSSTAÐIR Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp fyrir unga listunnendur í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu út- gáfu. Einnig eru sýndar á safninu innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept- listamenn heimsins í dag. LISTHÚS ÓFEIGS Dominique Ambroise - Sjónhorn. rAðhúsreykiavíkur Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara sýna á ljós- myndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarnarsalnum, stendur til 9. apríl. REYKIAVÍKURBORG Stella Sigurgeirsdóttir sýnir 20 minningarstólpa til 28. ágúst. SAFN Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunn- hæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn held- ur áfram. SKAFTFELL Sýning á vegum Listaháskóla íslands og Dieter Roth Akadem- íunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni til 29. apríl. ÞJÚBMINIASAFN ÍSLANDS Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist. HVABÆTLARÞÚ AD CERA UM HELGIN/P spilaogfaraA FÆREYSKU TÓNLEIKANA „Ég veit að ég þarf að læra," segir Halli trommuleikari í Úlpu. „Ég er að fara að læra undir próf, er í tölvunarfræð- um í háskólanum og svo þarf ég líka að skila ritgerð," segir Halli sem hefur nóg að gera í skólanum. „En ég var að spá í að kíkja á færeysku tónleikana sem eru á laugardaginn á Nasa, það kemur fullt af kunn- ingjafólki frá Færeyjum, það verður eitthvað fjör. Maður verður að kíkja á þetta. Við erum búnir að spila úti og því höfum við myndað tengsl við fólkið sem er núna að koma. Það er því tilvalið tækifæri að hitta þetta fólk og hafa það skemmtilegt. Svo getur verið að við séum að fara að spila í Hafnarfirði á laugar- daginn, það eru tónleikar sem Ungir jafnaðarmenn eru að fara að halda. Úlpa sem slík er ekki í heild sinni ungir jafnaðarmenn en það eru einstaka menn inni á milli sem eiga eitthvað sameigin- legt með þeim selskap," segir Halli hress í bragði. Haraldur Örn Sturluson, trommuleikari i Úlpu HEIMSÓKN TIL PABBA ogAgígjarhól „Það er nú ekkert ákveðið" segir Rósa Guðmundsdóttir sem vill hafa dagskrána frekar opna um helgina. „Ég er búin að vera á svo miklu flandri að ég er ekki komin lengra en bara daginn ( dag. Ég var að hugsa um að kíkja á Biskups- tungur.Ef það gengur eftir hjá mér ætla ég á Gígjarhól sem er sveitabær. Þá fer ég á hest- bak og eitthvað að temja, en eins og ég segi þá er helgin ekki alveg komin á hreint," segir Rósa um plön helgarinn- ar. BÍÓOGTEKÞAÐRÓLEGA „Ég hef verið svo svakalega upptekin undanfarið, ég er búin að vera í útlöndum síðustu tvær vikurnar svo ég held að ég taki það bara rólega," segir Ragnhild- ur handboltakona í Haukum. „Ég er búin að vera úti með hand- boltanum,ég var ÍTékklandi með landsliðinu og Köben síðustu helgi. Ég held að ég taki það ró- lega,fái mér gott að borða á laug- ardaginn, kannski einhvern góð- an grillmat og horfi kannski á vídeó. En á laugardaginn er leikur sem ég mæli með, það er fullt af leikjum núna bæði í kven- og karlaboltanum, það er heil umferð hjá körlum á laugardaginn," segir Ragnhildur. „En það er einn mjög spennandi leikur sem ég ætla að sjá, það er stórleikur hjá Haukum og Aftureldingu. Þetta er næstsiðasta umferð en við spilum ekki fyrr en á þriðjudaginn, þá hefst deildarbikarinn. Á sunnudaginn er planað að fara á lce Age, það er nokkuð sem maður verður að sjá, hlakka mjög mikið til að sjá hana,"segir Ragnhildur sem ætlar að hafa það gott um helgina. Ragnhildur Rósa Guömundsdóttir, handbottakona i Haukum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.