Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 28
SÓDÓMA REYKIAVfK ER PRÓGRAMM SIRKUSS RVK. FYRIR NÆSTU DAGA. FYLGDU ÞVÍA LEKINNIYIL BÆTTRAR HEILSU.
SENDU OKKUR PÓST MEB ABENDINGUM UM BRADNAUBSYNLEGA ATBURDINÆSTU HELGAR k SODOMA@365.IS.
listasYningar
101GALLERÍ
Steingrímur Eyfjörð er með sýninguna Bein í skriðu og
stendur hún yfir til 3. júní. Síðustu forvöð góðir hálsar.
CIASSIC ROCK
Myndlistarsýningin „Slettur" á veggjum staðarins.
ENERGlA
Sandra María Sigurðardóttir heldur málverkasýning-
una Moments og mun hún standa yfir til 30. júní. Við-
fangsefnið er manneskjan.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR, KJARVALSSTAÐIR
Sýning sem sett er upp fyrir unga listunnendur í tengsl-
um við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu. Einnig eru sýnd-
ar á safninu innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Em-
iliu Kabakov sem eru fremstu konseptlistamenn heimsins
í dag.
REYKJAVfKURBORG
Stella Sigurgeirsdóttir sýnir 20 minningarstólpa til 28.
ágúst.
GALLERÍ HUMAR EBA FRÆGDI
Sýning með hljóðtengdum myndverkum í tilefni
Fjölljóðahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson,
Steingrímur Eyfjörð, Kira BCira, Ólafur J. Engilbertsson og
listanemar við LHÍ sýna bókverk.
CAFÉ KARÓLÍNA
Gunnar Kristjánsson sýnir málverk, teikningar og
prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu 2006 er kynnt.
GALLERÍ F0LD
Málverkasýning Braga Ásgeirssonar í Baksalnum og
báðum hliðarsölum Gallerí Foldar við Rauðarárstíg. Sýn-
ingin er sett upp í tilefni af 75 ára afmæli listamannsins og
mun standa yfir til 11. júní.
GALLERÍ SÆVARS KARLS
Graeme Finn sýnir 300 teikningar, sem mynda innsetn-
ingu í galleríinu.
KARÓLÍNA RESTAURANT
Joris Rademaker sýnir ný verk. Sýningin kallast Mjúkar
línur.
KETILSHÚSIÐ LISTAGILI
Soffía Sæmundsdóttir sýnir málverk á tré, striga og
pappír. Sýningunni lýkur á sunnudag.
NÆSTIBAR
Undanfarin ár hefur Snorri Ásmundsson þróað með sér
andlega tækni í málaralist, verk hans eru talin hafa lækn-
ingarmátt svo ekki missa af sýningunni og kannski hættir
hausverkurinn.
AFMÆLISSÝNING UðSMYNDASAFNS REYKJAVÍKUR
í tilefni af 25 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur
færir safnið ljósmyndaeign sína nær íbúum og gestum
borgarinnar. Á útisýningu á Austurvelli, Lækjartorgi og í
Fógetagarði gefst áhorfendum kostur á að kanna þetta
svæði í gegnum ljósmyndir frá liðinni öld og bera mannlíf
og borgarmynd fortíðarinnar saman við Reykjavík dagsins
í dag.
HRAFNISTA í HAFNARIRÐI
Eiríkur Smith sýnir í Menningarsal á Hrafnistu í Hafn-
arfirði til 12. júní, en eins og allir vita er Eríkur einn ástsæl-
asti listmálari landsins.
LISTAHÁSKÓLIÍSLANDS LAUGARNESI
1. og 2. árs nemendur LHÍ sýna afrakstur námskeiðsins
Textíll og samtíminn undir leiðsögn Guðrúnar Gunnars-
dóttur.'
LISTASAFN EINARS JÓNSS0NAR
Fastasýning, í safninu eru seldar gifsafsteypur af frum-
verkum listamannsins. Einnig eru til sölu bækur um listá-
manninn, kort af verkum hans ásamt veggspjöldum af
tveim ur málverka hans.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
Spencer Tunick - Bersvæði og Halla Gunnarsdóttir -
Svefnfarar.
LISTASAFN ÍSLANDS
Gunnlaugur Blöndal - Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og
Snorri Arinbjarnar - Máttur litarins og spegill tímans.
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
Sýningin í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR,
Asmundarsafn
Ásmundur Sveinsson - Maður
og efni. Sýning á úrvali verka úr saf-
neign Ásmundarsafns.
THORVALDSEN BAR
Marinó Thorlacius með Ijósmyndasýninguna
„Dreams". Ljósmyndir hans eru alveg sér á báti og hafa
þær vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Sýn-
ingin stendur yfir þessa helgi og næstu svo það er um að
gera að drífa sig.
NÝLISTASAFNIÐ
Sýningin „Gæðingarnir" með undirtitlinum „In order
of appearance" verður haldin í Nýlistasafninu 14. maí til
10. júní. Meðal verkanna á sýningunni eru kvikmyndir,
verk gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu, verk sem voru
gerð í kjölfar heimsóknar listamannanna til íslands 2005
og önnur verk sem voru sérstaklega valin með ísland í
huga.
SAFN
Verk eftir listakonurnar Karin Sander & Ceal Floyer
verða í Safni. Sýningarnar eru opnar til 2. júlí. Auk verka
eftir listakonurnar tvær verða sýnd verk úr safneigninni.
ÞJÓÐMINJASAFN fSLANDS
Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans
um ísland og veita sýn á fslandi nútímans og vitna um
samfélagsbreytingar síðustu ára. Rjúpnaskyttur hjálpuðu
Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson að skapa lista-
verk. Sýningin stendur til 11. júní.
HELGIN HJÁMERKJUNUM
©
Steingeit (22. des.—19. jan.)
Sumarið er svo sannarlega búið að lauma sér inn í þig, stein-
geitin er komin í sumarskap. Hlustaðu vel á ráðleggingar um
fjármál, þau ráð munu koma sér vel fyrir þig í framtíðinni. Taktu
þér tíma til að hugsa, farðu í bíltúr eða göngutúr og farðu vel yfir þín mál. Þú
verður að sjá heildarmyndina, annars mun eitthvert visst mál koma sér illa
fyrir þig.
@Vatn$berinn (20. jan.—18. feb.)
Þú hefur allt í hendi þér, ekki eyðileggja það með því að vera of
gagnrýninn á sjálfan þig. Njóttu lífsins og ekki einblína á smá-
atriðin, þau skipta jú máli en stundum má alveg gleyma sér.
Gaumgæfðu peningamálin betur og mettu verðmæti á öllum stigum
©Fiskamir (19. feb.-20. mars)
Þér gengurvel í vinnunni og færð verðskuldað hrós. Rómantíkin
blómstrar þessa dagana, annað hvort með núverandi elskhuga
eða í nýju sambandi. Mundu að draumlyndi fisksins veldur oft
vonbrigðum í lífinu og oft gott að tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum svið-
Hrútur (21. mars—19. april)
Þú átt erfitt með að fara leynt með tilfinningar þínar, enda ekki
þinn stíll. Hugsaðu betur um heilsuna, hvfldu þig vel og ekkl
gleyma að borða. Daður og rómantík er í hápunkti um helgina.
©Nautið (20. april-20. maQ
Vertu hreinskilinn við elskuna þína eða ástvin og ekki vera
hrædd við að tala um tilfinningar þína. Ef þú gerir það ekki
muntu sjá eftir því. Þú ert uppfullur af góðum ráðum og enda-
lausri ást, nýttu þessa jákvæðu orku yfir helgina.
©Tvíburamir (21. maf-21. júnQ
Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki vera fljótfær. Það er oft
gott að vera með skjót viðbrögð en þú skalt vera var um þig um
helgina. Eitt er víst að rómantíkin svífur yfir um helgina og ef
þú ert í sambandi mun það styrkjast.
@Krabbi(21.júní-22.pO
Haltu vel um veskið þessa dagana og ekki eyða peningunum í
vitleysu um helgina því það mun koma í bakið á þér. Þú getur
grætt á tá og fingri ef þú ferð að öllu með gát. Tækifærin eru
allt um kring. Það eina sem þú þarft að gera er að rannsaka svolítið. Mundu
að eyða tímanum með ástvinum, sá tími er ómótstæðilegur.
®Ljónið (23. júlf-22. ágúst)
Taktu ráðleggingar sem þér berast til greina og mundu að hvíla
þig. Það er nauðsynlegt að taka sér smá tíma fyrir sjálfan sig og
hlusta á líkamann. Þú ert hamingjusamur, þú hefur ákveðið
það og þannig verðurþað.
Meyjan (23. ágúst-22. sept)
t Settu þér takmark og fylgdu því eftir. Ekki gleyma þér á miðri
|JS leið heldur komdu einhverju í verk. Hlustaðu á þína innri rödd
um helgina því þú veist hvað þú ert að segja, það er bara þann-
ig og það er bara svo einfalt.
©Vogin (23. sept-23. okt)
Þegar þú ætlar að klára eitthvað þá gerir þú það með pompi og
prakt. Hafðu það hugfast um helgina og mundu að þú gerir allt
með stæl ef þú bara vilt það. Þú mátt samt ekki gleyma því að
hafa gaman af hlutunum því þú veist að stundum er hægt að gera tvennt í
einu. Ekki gleyma að stunda líkamsrækt, útivist eða gera eitthvað annað fyrir
líkama og sál, þú átt það til að gleyma því.
Sporðdreki (24. okt-21. nóv)
Ósk þín mun bráðlega verða að raunveruleika og þú munt
kynnast nýju fólki í leiðinni. Hafðu það hugfast að gefa ekki allt
upp strax, oft er gott að vera svolítið dularfullur. íhugaðu málin
vandlega og taktu síðan ákvörðun.
©
Bogmaður (21 nóv-21. des)
Það gengur á ýmsu þessa dagana. Láttu nú hjartað ráða förinni
og kannaðu málin til hlítar, þú munt ekki sjá eftir neinu. Vertu
við stjórnvölinn um helgina og stattu með skoðunum þínum.
I