Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 6
„Stemningin var rosalega góð," segir Aldís Fjóla Asgeirsdóttir, systir Guðmundar Magna Ásgeirssonar sem fer nú á kostum í sjónvarps- þættinum Rock Star: Supernova. Magni kemur frá Borgarfirði eystri og er bullandi stemning í bænum. Fjölmenni var mætt í Veitingasöluna Fjarðarborg á þriðjudagskvöld þegar Magni söng lagið Plush með Stone Temple Pilots. „Það voru mættir hingað ferðamenn og nán- asta fjölskyldan hans," segir Aldís en fjölskylda Magna rekur veitingasöluna. BRÓÐIR MAGNA VINSÆLL MEÐAL FERÐALANGA Aldís segir hópinn hafa verið afar spenntan yfir því að horfa á sinn mann. „Það var mikið klappað þegar það var komið að honum að syngja," segir hún. „Hingað hafa komið göngu- og útreiðahópar sem hafa mjög gaman af því að fylgjast með þessu. Bróðir minn og Magna er að vinna sem leiðsögumaður uppi á fjaili hérna og það voru tvær bandarískar kon- ur sem voru æstar í að hitta hann. Þeim fannst það mikill heiður og fengu að taka af sér mynd með honum," segir Aldís og hlær. „Það koma hingað ferðamenn og spyrja okkur hvort Magni sé ekki örugglega héðan." SÖNG EITTAF UPPÁHALDSLÖGUNUM Aldís hefur að vonum mjög gaman af því að sjá stóra bróður sinn syngja á sviðinu. Hún segist ánægð með frammistöðu hans á þriðju- dagskvöldið. „Já, ef ég tala fyrir mig, þá var ég mjög sátt. Þetta er eitt af hans uppáldslögum og hann kann það mjög vel," segir hún. Hún segist þó full af blendnum tilfinningum yfir þessu havaríi. „Maður vill endilega fá hann heim en svo kýs maður hann eins og brjálaður maður svo hann komi einmitt ekki heim," seg- ir Aldís. „En annars er þetta alveg frábært fyrir hann því hann hefur verið mikill aðdáandi Jasons Newstead frá því hann var krakki. Það er fyndið að sjá þá núna á sama stað. Þetta var alveg ædolið hans í æsku," segir Aldís og bætir við að Magni hafi veitt henni tónlistarlegt upp- eldi sem stóri bróðir og kennt henni að hlusta á almennilegt rokk. FRÍ í UNGLINGAVINNUNNI Það er án efa skrítin tilfinning að horfa á einhvern svo nákominn manni syngja fyrir milljónir áhorfenda. Aldís tekur undir það. „Þetta er súrrealískt," segir hún. Hún segir bróður sinn verða betri með hverjum þætti. „Þetta er rosalega flott að mínu mati. Mér finnst hann alltaf vera að sýna meira hvað hann getur í raun og í gær [þriðjudag] stóð hann sig mjög vel." Borgarfjörður eystri er allur undirlagður og fylgjast bæjarbúar spenntir með gengi Magna. „Það eru allir virk- ir og mæta hérna á kvöldin og horfa með öll- um. Það er gefið frí í unglingavinnunni fram að hádegi daginn eftir þáttinn ef hann er langt fram eftir. Það styðja hann allir," segir Aldfs. soli@mirmsirkus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.