Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.11.1966, Side 3

Bræðrabandið - 01.11.1966, Side 3
 T^JARNI r1 17>Nristindómsins "I Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir." Post.11:26 Samkvamt alfræðibók Websters er "kristindómur opinberun á Guði fyrir Jesúm Krist, en fyrir hann hefur mannkyninu veriö veitt sáttargjörö og nýtt andlegt líf í samfélagi við Krist." Nú á tímum hafa orðin "kristiun" og "kristindómur" glatað miklu af upprunalegu gildi sínu. Misnotkun á þessum hugtökum i því skyni að hylja fjöldann allan af ókristilegum verkum og trúarskoðunum hefur orðið þess valdandi aö kristin trú hefur falliö svo i áliti margra manna að þeir hafa hafnað henni og höfundi hennar. UPPRUNI ORÐSINS KRISTINN Margar getgátur eru til um uppruna orösins "kristinn". Beztu skýringu þess hef ég fundiö í Biblíuskýringum Adam Clarks. Hann segir svo um Postulasöguna 11:26: "Hafi nafnið verið gefið samkvæmt fyrirmælum Guös, er líklegast að Páli og Barnabasi hafi verið falið að gefa það. Orðið "kristinn" er þá frá Guði komið eins og hyllin og helgunin, sem nafnið felur í sér, verður að vera frá Guði komin. Áform Guðs var að allir trúaðir hefðu eitt hjaz’ta og eina sál og litu á hann sem föður sinn. "Kristinn" er því æðsta heitið sem maðurinn getur borið og - hafi menn nú hlotið það frá Guði eins og útlit er fyrir - hversu dýrlogt er þá ekki heitið]" Orðið "kristinn" kemur einungis tvisvar sinnum fyrir á öðrum stööum í Biblíunni. Það er í Postulasögunni 26:28 þar sem sagt er frá samfundum Páls og Agrippa, Samvizka konungsins hafði verið stungin af látlausri vörn postulans og hann er knúinn til að segja:"Lítið vantar á að þú gerir mig kristinn." Páll bar ávallt dauða Krists £ líkama s£num. Samband við Pál þýddi þvi samband við Krist. Svo virðist sem Agrippa hafi fundið þetta - sannan og lifandi kristindóm. ÁHRIP KRISTINBÖMS Eftir ósigurinn £ sambandi við handtöku Krists lærði Pétur að skilja áhrif sannkristins lifernis. Um þjáninguna, sem fyrir hjálp Guðs getur leitt menn til sigurs, segir Pétur eftirfarandi:"Bn ef hann l££>ur svo sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guö vegsamlegan með þessu nafni." l.Pét.4:l6 Með þessa hluti £ huga skulum við athuga kristna S.D.Aðventista og sjá hverskonar persónur þeir eiga aö vera. Hvernig greinir hann milli þess að vera sannkristinn og hins að vera nafnkristinn? Á dögum Krists var sfðari hópurinn nefndur Parfsear. Þeir voru strangir og löghlýðnir en þá skorti kærleika, langlyndi, góövild, hógværð, miskunn- semi og meðaumkvun. Páll segir i bréfi s£nu til Korintumanna:"Þvi að vér framgöngum i trú, en ekki f skoðun." 2.Kor.5:17

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.