Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.11.1966, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.11.1966, Blaðsíða 10
Bls. 9 - BRÆÐRABANDIÐ - ll^tbl^66 sinn þátt í æðakölkun, sem orsakar hjarta- og æðasjúkdóma. Þriðja^ hver manneskja í menningarlöndunum deyr af völdum hjarta- og æðasjuk- dóma. Svo tekin séu dæmi um fituinnihald í nokkrum kjöttegundum eru 4-5% fita í kálfa- og nautakjöti, 20% í lambakjöti, 40-70% í svína- kjöti, 95-100% 1 fleski. Af þessu getum við e.t.v. betur skilið lögin, sem gefin eru í 3.Mósebók um hrein og óhrein dýr. Þar er m.a. lagt bann viö neyzlu flesks og svínakjöts, en auk hins mikla fituinnihalds er alltaf hætta á að það sé smitað af trikinum. Einnig var lagt bann við að neyta fitunnar af fórnardýrunum. Það kemur æ betur í ljós hvílík vizka liggur aö baki öllum boðum Ritningarinnar. Menn ættu einnig að borða lítið af sggjarauöum og smjöri og nota fremur jurtafeiti við mat artilb úninginn. Þriöja næringarefnið, sem menn ættu að neyta meö varúö er sykur. Sífellt eykst dagleg sykurnotkun, og þótt hann sé hitaeiningarík fæðutegund er hún ekki heppileg til neyzlu í stórum stíl. Hann getur orsakað sjúkdóma í maga og þörmum, auk þess sem hann er ein aðalorsök tannskemmda. V. ÖRVANDI LYF Þannig nefnast nautnalyf, sem hafa örvandi áhrif. Stundum getur það haft mikla þýðingu að geta örvað líkamann til meiri starfa einkum, ef fólk er lasið og illa fyrirkallað. En menn verða að gera sér ljóst að það er eins og að berja þreyttan hest áfram með svipn. Þægilegu áhrifin verða fyrr en varir að víkja fyrir enn meiri þreytu og þarmeð ennþá meiri þörf á örvandi lyfjum og smám saman er þetta orðið að ávana. Auk þess hafa flest þessara lyfja skaðlegar aukaverkanir. a) ÁFENGI: Einn af verstu óvinum nútíma menningar - Litlir áfengisskammtar virðast hafa örvunaráhrif á flesta. Menn verða mál- gefnir, opinskáir, ófeimnir og örir í hreyfingum. Rannsóknir síðustu ératugi hafa leitt í ljós að áfengi veldur lömun á taugakerfinu. Fyrstar lamast stórheilastöðvar, sem hafa hemil á viðbrögðum. Meöan lö-^unin tekur ekki til annarra taugastöðva eru menn örir, en því meira, sem drukkið er, þvi fleiri stöðvar lamast og því auðsærra verður, aö um lömun er að ræða. Stöðug áfengisneyzla eyðileggur líffærin smám saman. T.D. er mikið í tízku að drekka vín meö mat, svo að magaslímhúðin deyfist og menn taka ekki eftir því þótt þeir borði yfir sig, en afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Og flestir hafa kynnzt af eigin raun meiru eða minnu af öllu því böli, er áfengið getur haft í för með sér. b) TÖBAK er eitur sem hefur álrrif á taugarnar auk þess sem það ertir^slímhuð maga og lungna og er talið að það geti valdið sári á slímhuð magans og haft áhrif á vö'xt lcrabbameinsfruma. Þau slæ^u áhrif sem heilinn verður fyrir eru hverjum manni augljós, en samt sem áöur skeytir fólk almennt því engu heldur neytir tóbaks í æ ríkara mæli og verður stöðugt haðara því. Kona, sem er með barn á brjósti, ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lætur undan tóbakslöngun sinni, þvi að eitrið fer úr í móöurmjólkina og hefur áhrif á andlegan pros a barnsins. Auk þess hefur tóbak áhrif á útbreiðslu æðalcölkunar. c) KAFFI 0G TE örva hjartslátt og öndun. Fólk verður mjög sólgið 1 þessa drykki. Margir neyta þess í stórum stíl og má rekja orsök margra sjúkdóma 1 hjar-ta, meltingarfærum og taugum til þessa.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.