Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 2
36 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Sport DV oskar@dv.is búnmgsklefanum Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho er besti samherji sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur átt. Ronaldinho, sem hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár, ber höfuð og herðar yfir marga aðra frábæra knattspyrnu- menn sem íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur spilað með í gegnum tíðina. í •Menn velta því fyrir sér hvort bandaríski körfu- boltakappinn Darrell Flake sé á leiðinni burtu frá Skallagrími í Borgar- I nesi en hann gekk til liðs við félagið í sumar. Flake þarf að fara í buxur hins gríðarstóra og sterka George Byrd, sem átti frábært tfmabii í fyrra með Skallagrími, og efast menn um að Flakegetiþað. Hannhefurver- ið meiddur og ku lítið æfingaálag hjá Skallagrími ekki hafa hjálpað honum við að komast í form... •Kvennalið Fram hefur heldur betur slegið í gegn í handboltanum það sem af er tímabili. Liðið vann meðal ann- ars Hauka á þriðjudagskvöldið en það hefur verið í miklum öldudal á und- anfömum ámm. Ekkert hefur gengið síðan Guðríður Guðjónsdóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir vom upp á sitt besta. Gott gengi Fram nú helgast kannski að því að hin ungverska Anett Koble, sem farið hefur á kostum í liði Fram, er nánast eins og tvífari Guð- ríðar, bæði sem leikmaður ogíútliti... •Kristján Finnbogason, hinn gam- alreyndi markvörður KR-inga, tilkynnti á dög- unum að hann hygð- W - ^ ist spila eitt ár í viðbót með Vesturbæjarliðinu. Kristján hafði áður íhug- að að leggja hanskana á hilluna en ljóst er að þessi ákvörðun hans kemur til með að gleðja Teit Þórðar- son, þjálfara KR-inga, og stuðningsmenn liðsins. Það gleðjast þó kannski ekki allir því Atli Jónas- son, hinn ungi og efni- legi varamarkvörður KR- inga, var farinn að hugsa sér gott til glóðarinnar ef Kristján myndi hætta. Hann þarf nú að bíða í eitt ár til viðbótar... •Allt bendir til þess að tannlæknirinn geðþekki Heimir HaUgrímsson stýrí Eyjamönnum áfram | í 1. deildinni á kom- andi tímabili. Heim- iirtókvið Eyjaliðinu I í erfiðri stöðu þegar I þriðjungur mótsins I var eftír. Mikil ánægja var með störf Heimis þrátt fyrir að liðið félli og má búast við því að allir leikmennimir, að undan- skildum Atla Jóhannssyni, verði áfram með liðinu... Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu og leikmaður með spænska stórliðinu Barcelona, hefur spilað með mörgum frábærum leikmönnum á glæstum ferli sín- um sem spannar 13 ár í atvinnumennsku með PSV Eindhoven í Hollandi, Bolton og Chelsea á Englandi og Barcelona á Spáni. Hann er þó ekki í vafa um að Brasilíumaðurinn Ronaldinho, sem hann spilar með hjá Barcelona, sé besti leikmaðurinn sem hann hefur spilað með. „Sá besti sem ég hef spilað með er Ronaldinho. Það sem alla knatt- spymumenn dreymir um að gera á knattspymuvellinum framkvæmir hann einu sinni til tvisvar í viku. Ilið ómögulega er hans hversdagsleiki," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í sam- tali við DV þegar hann var spurður um besta samheijann. Með Ronaldo hjá PSV Það er ekkert sjálfgefið að Ron- aldinho sé bestí samherji Eiðs Smára frá því að hann hóf að spila í atvinnu- mennskunni. Eiður Smári fór ungur út og var aðeins 16 ára gamall þegar hann skrifaði undir samning við hol- lenska stórliðið PSV Eindhoven. Þar lék hann með stjömum eins og hol- lenska varnarjaxlinum Jaap Staam og brasilíska markahróknum Ron- aldo. Eftír að hann náði sér af erfiðum ökklameiðslum gekk hann til liðs við Bolton sumarið 1998 og spilaði með því liði í ensku 1. deildinni. Þar vom helstu stjömur liðsins Danimir Claus „Það sem alla knatt- spyrnumenn dreym- ir um að gera á knatt- spyrnuvellinum framkvæmir hann einu sinni til tvisvar í viku Jensen og Per Frandzen auk Arnars Gunnlaugssonar. Stjörnuflóð hjá Chelsea Eiður gelck til liðs við Chelsea sum- arið 2000 og þar spilaði hann með mörgum frábæmm leikmönnum á borð við ítalann Gianfranco Zola og franska varnarmanninn Marcel Des- ailly fyrstu ár sín hjá félaginu. Með til- komu Rússans Romans Abramovich fjölgaði hins vegar stjömunum vem- lega á Stamford Bridge og áður en yfir lauk hafði hann leikið með ensku landsliðsmönnunum John Terry og Frank Lampard, Frakkanum Claude Makelele og kantmönnunum Dami- en Duff og Arjen Robben. Það besta af því besta Nú spilar Eiður Smári með Barce- lona, sem af flestum er talið vera besta félagshð í heimi. Þar spila leikmenn á borð við áðumefndan Ronaldinho, kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o og Portúgalann Deco. Auk þess em spænsku landsliðsmennimir Xavi og Carles Puyol innan raða félagsins en þeir þykja báðir í hópi bestu leik- manna heims. Sjálfur hefur Eiður Smári sagt að sá leikmaður Barcelona sem hefur komið honum mest á óvart sé Spánverjinn Andrés Iniesta. Eng- um blöðum er þó um það að fletta að Ronaldinho er sá leikmaður sem Eið- ur Smári hefur hvað mestar mætur á. oskar@dv.is Ellert B. Schram er einn af bestu knattspyrnu- mönnum sem ísland hef- ur alið af sér. Hann lék á sínum tíma 23 landsleiki og varð fimm sinnum Is- landsmeistari og sjö sinn- um bikarmeistari með KR á ferli sínum. Hann var formaður Knattspyrnu- sambands fslands í sex- tán ár, frá 1973 til 1989, og síðan formaður fþrótta- og ólympíusambands ís- lands frá 1990 til 2006. DV fékk Ellert til að velja besta lið fslands frá upphafi og átti hann ekki í erfiðleik- urn með það. „Þetta lið gæti staðið sig vel í úrslit- um heimsmeistarakeppn- innar," sagði Ellert. Markvörðun Siguröur Dagsson „Hann var kattliöugur á milli stanganna og lokaði vel. Hann varöi óverjandi skot!" Hægri bakvörður: Eyjólfur Sverrisson „Hann varótrúlega góöuryfírfrakki og át bókstaflega andstæöing- ana.“ Vinstri bakvöröun Ellert B. Schram „Ég sé engan betri í þessa stöðu. Það er verstaö það man þaö enginn nema ég sjálfur." Miövörðun Guöni Bergsson „Hann las leikinn listilega vel, lokaði auðum svæðum og var skallamaður góður." Miövöröur. Atli Eðvaldsson „Hann varfljóturog flinkur og mikill leiðtogi á velli." Hægri miöjumaöur. Eiöur Smári Guðjohn- sen „Ég þarfekki aö lýsa hæfíleikum hans.“ Miðjumaðun Albert Guömundsson „Hann var snillingur með miklayfírsýn. Hann hafði augu í hnakkanum.“ Vinstri tniöjumaöun Ásgeir Sigurvinsson „Hann var ieikinn og með miklarhraðabreytingar. Hannvarmeð óborganiegan vinstri fót.“ iqurvlnsson lúðmundsson 'WSSWiiJlBí"- 'ÍB'PÍSSB' Hægri framherjh Ríkharður Jónsson „Það er bara tii einn Rikki. Hann gatallt." Framherji: Pétur Pétursson „Hann var markaskorari afguös náð, bæði með skalla og báðum fótum." Vinstri frcmherji: Arnór Guðjohnsen „Hann var eldfljótur og grimmur. Það varenginn betrien hann á góðum degi." Þjálfari: Teitur Þórðarson „Hann hefurmikla reynslu og þekkingu á íþróttinni. Hann nýtur mikillar virðingarsem segir sina sögu." arour uðiohnsen ónssoh tursson jólfúr uðn ðva sson verrisson ram erqsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.