Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Side 11
PV Sport FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 45 H; l ’ afdís Helgadóttir átti stórleik í fyrsta leik tímabilsins þeg- ar ÍS vann Breiðablik62-37 í átta liða úrslitum Powerade- bikarkeppninnar og tryggði sér leik gegn íslandsmeist- .urum Hauka í undanúrslitunum í kvöld. Hafdís, eða „Haddý" eins og allir þekkja hana, var með 20 stig, 14 fráköst og 6 varin skot í leiknum gegn Blikum og það var ljóst að hún gat kennt ungu stelpunum úr Kópavogi, sem margar eru 24 árum yngri en hún, sitthvað í körfubolta og að halda sér í formi fram á fimmtugs- aldur. Kraftur og úthald er eitthvað sem ekki skotir hjá Hafdísi sem verður 42 ára gömul í janúar. „Það hefur oft verið sagt við mig hvort ekki sé kominn tími til þess að hætta. Það hafa bara allir gott af því að hreyfa sig og körfuboltinn hefur bara verið sú hreyfing sem ég hef vafið mér," segir Hafdís sem á greinilega mikið eftír í boltanum ef marka má fyrsta leik tímabilsins. Hafdís verður 42 ára í janúar og af hveiju að hætta þegar hún er að spila jafnvel og í leiknum á móti Blikum á mánudagskvöldið. „Ég fíla mig ekki þannig eins og ég sé mikið eldri en aðr- ir á vellinum. Ég er ekkert að hugsa um þetta fyrr en fólk fer að tala um þetta því það finnst öllum þeir vera ungir og það geri ég líka/‘ segir Hafdis sem fer fyrir öðrum leikmönnum deildarinn- ar í krafti og þoli sem virðist vera nóg af þrátt fyrir að árin séu orðin þetta mörg. „Þetta þol kom í æsku, að þvf hef ég búið alla tíð," segir Hafdís. „Það er gaman að vera í kringum stelpum- ar, það er góður mórall og það er svo mikið félagslegt í kringum þetta. Þær gefa mér rosalega mikið og þess vegna er maður nú ennþá í þessu," segir Haf- dís sem þakkar líka góðum stuðningi heimavið. Stuðningurfrá fjölskyldunni Hafdís seg- ir manninn sinn Guðna eiga mik- ið hrós skilið því hann hafi hvatt hana fá „Ég vona að þetta sé bara hvatning fyrír aðrar stelpur að spila lengur því þær eru margar að hætta alltof snemma áfram og drifið hana á æfingar í öll þessi ár. „Ég veit og hef séð það sjálf að það eru ekki allar jafnheppnar og ég að eiga svo góðan og skilningsríkan mann. Það var líka oft hann sem dreif mig á æfingu þegar ég var eitthvað hik- andi," segir Hafdís og bætir við. „Lykill- inn er að hafa gaman af þessu og vera heill heilsu. Það skiptir líka miklu máli að hafa stuðninginn frá fjölskyldunni. Maðurinn minn og krakkarnir geta ekld hugsað sér að ég fari að hætta. Þau segja bara: „Nei, ekki hætta mamma," segir Hafdís en hún á þrjú böm og þrjú bamaböm. „Það er ekki eins og mað- ur sé eitthvað veikur þótt maður eign- ist eitt bam. Ef allt er í lagi heilsufarslega þá geta allir komið fljótlega inn aftur ef þeir em í ágætu líkamlegu formi. Mað- ur þarf bara að leggja meira á sig og vera skipulagðari," segir Hafdís en hún hefur spifað öll tímabil í 1. deild kvenna frá 1985, þrátt fyrir að hafa eignast þrjú böm á þessu tímabili. Leikurinn hentar henni betur í dag „Leikurinn í dag hentar mér miklu betur en eins og hann var fyrir nokkr- um árum þegar enginn hreyfðist. Það var ömurlegt. Mér finnst miklu skemmtilegra í dag því ég vil hafa hraða og helst enn hraðari leik. Ég man eftir stund þegar þjálfarinn okk- ar bað mig að hægja á mér því ég væri að spila hraðar en mitt eigið lið," seg- ir Hafdís í léttum tón en henni finnst ekkert skrítið að vera eina amman í deildinni. „Ég er ekkert að hugsa um það. Ég vona að þetta sé bara hvatn- ing fyrir aðrar stelpur að spila leng- ur því þær em margar að hætta alltof snemma," segir Hafdís hálf hneyksluð og hver getur álasað henni það, hún enn að spila 41 árs en horfir upp á tví- tugar góðar körfuboltastelpur setja skóna á hilluna. Hefur yfirstigið erfið veikindi „Ég vona að ég fái að spila meira Bikarmeistari í fyrra Hafdls sést hér fagna sigri I bikarkeppninni með ÍS í fyrra. DV-myndAnton Brink í vetur en undanfarin tímabil. Ég er laus við bakmeiðslin og nú er ég kom- in til að vera," segir Hafdís kokhraust og bætir við um leikinn góða sem hún spilaði á móti Blikum: „Ætli ég sé ekki bara í ágætu formi en hinar ekki í neinu formi," en hún er ekki mikið fyrir að monta sig af afrekum sínum . á vellinum frekar en utan hans. Það er þó meira en að segja það að halda þriggja bama heimili með vinnu og æfingum. Hafdís hefur einnig þurft að yfirstíga ýmis veikindi sem hafa herj- að á hana. „Skrokkurinn er í fínu lagi. Ég lentí í bakmeiðslum í fjögur ár en núna finnst mér þau vera úr sögunni. Ég er samt kannski ekki alveg heil," segir Hafdís sem vill ekki gera mikið úr veikindum sínum en hún fékk blóð- tappa í höfuðið fyrir nokkrum árum og hefúr einnig verið að gh'ma við hjarta- vandamál. Hún er keppnismanneskja og það hefur komið sér vel í barátt- unni við veikindin. „Keppnisharkan hjálpaði mér í gegnum þetta og það er líka ailtaf gott að vera í góðu formi. Ég þekki líka líkamann minn alveg í gegn og veit nákvæmlega hvað ég get og get ekki. Ég get líka alveg séð um að koma mér sjálf í form og þarf engan tíl að standa og öskra yfir mér," segir Hafdís sem hefur aldrei spilað fyrir annað fé- lag en Stúdínur. Leikjametið innan seilingar „Ég hef aldrei hugsað út í það að spila fyrir annað lið en ÍS en ég get þó alveg viðurkennt að ég var næst- um því farin í KR þegar ég kom upp- haflega í bæinn," segir Hafdís sem er uppalin í Borgarfirðinum þar sem hún lagði stund á frjálsar íþróttir á sínum yngri árum. Hafdís varð meðal ann- ars íslandsmeistari í hástökki 16 ára og á Borgarfjaröarmetið í hástökki enn þann dag í dag. „Það var í fyrsta skipt- ið sem ég æfði körfubolta að einhverju ráði þegar ég kom í fS,“ segir Hafdís sem lék sitt fyrsta tímabil 1985 til 1986 en síðan þá hefur hún leikið 316 leiki í 1. deild kvenna og skorað í þeim 2879 stig. Leikjamet Önnu Maríu Sveins- dóttir er innan seiiingar enþað skipt- ir Hafdísi ekki neinu máli. „Eg hef ekk- ert spáð í það. Þegar ég var að velta þessu fyrir mér í haust, hvort ég ætlaði að vera með, þá fannst mér svoleiðis hlutir ekki skipta neinu máli. Ég spila bara á meðan ég hef gaman af þessu en ég veit ekki hve maður hefur gam- an af því lengi. Eina sem ég veit er að þegar ég hef ekki gaman af þessu leng- urþáeréghætt." ooj@dv.is íslenska karlalandsliðiö mætir Lettlandi í Riga á morgun i þriðja leik sínum í und- ankeppni EM 2008. Fyrsti útileikurinn vannst 3-0 í Norður-írlandi en síðasti leik- ur liðsins tapaðist 0-2 fyrir Dönum á heimavelli. Ná strákarnir tíunda sigrinum utan íslands? Útisigrar eru ekki á hverju strái í sögu íslands í undankeppni HM og EM en íslenska landsliðið er þó þegar komið með fleiri stig á útivelli heldur en í síðustu undankeppni eftir 3-0 sigur á Norður írum í Belfast á dögunum. Það var níundi útisigurinn í undankeppni stórmóts frá upphafi og á morgun er annað tæki- færi til þess að bæta við fleiri stigum. Hér á síðunni má finna yf- irlit yfir sigurleiki íslenska karlalandsliðsins í mótsleikjum á er- lendri grundu. Landsleikur íslands og Lett- lands í Riga á morgun kemur ör- ugglega til með að ráða miklu um útkomu okkar manna í undanriðli Evrópukeppninnar. Lettar töpuðu 0-1 á heimavelli fyrir Svíum í eina leik sínum til þessa en íslenska lið- ið er með þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum. Island hefur 9 sinnum áður mætt Eystrasaltsþjóð á knatt- spyrnuvellinum þar af Lettum tvisvar sinnum. Islandi hefúr geng- ið vel í þessum leikjum, unnið 5, aðeins tapað tveimur og marka- talan ef 17-5 Islandi í vil. I leikj- unum tveimur gegn Lettum vann íslenska liðið 4-1 sigur á Laugar- dalsvelli og gerði markalaust jafn- tefli í Riga en báðir þeir leikir voru vináttulandsleikir. ísland getur á morgun unnið sinn annan útileik í röð en það hef- ur aðeins gerst einu sinni áður. Is- land vann þá sigur í Litháen (3-0) og Færeyjum (2-1) undir stjórn Ás- geirs Sigurvinssonar og Loga Ól- afssonar sumarið 2003. Eiður Smári Guðjohnsen hef- ur skorað í síðustu fjórum útisigr- um íslenska landsliðsins og það er ljóst að mikilvægi hans í sóknarleik íslenska liðsins er gríðarlega mikið. Fjarvera Gunnars Heiðars Þorvalds- sonar og Heiðars Helgusonar gerir ekkert annað en að skella sóknar- leiknum á herðar okkar langbesta knattspyrnumanns. Leikurinn gegn Lettum hefst klukkan 18.00 á morgun og verður í beinni útsend- ingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. ooj@dv.is UTISIGRARISLENSKA LANDSLIÐSINSI UNDANKEPPNISTORMOTA í li i i i ti 24.septemberl980 HM1982 Ataturk-völlurinn ílzmir Tyrkland-island 1-3 Mörk islands: Janus Guðlaugsson (12. mínúta), Albert Guðmundsson (60.),Teitur Þórðarson (81.) Fyrirliði: Marteinn Geirsson Þjálfari: Guðni Kjartansson Hetjan: Marteinn Geirsson átti stórleik í (slensku vörninni frammi fyrir 20 þúsund áhorfendur og í 32 stiga hita. 23. september 1987 EM1988 Ullevál Stadion ÍÓsló Noregur-ísland 0-1 Mark Islands: Atli Eðvaldsson (30. mínúta) Fyrirliði: Atli Eðvaldsson Þjálfari: Sigfried Held Hetjan: Atli Eðvaldsson sem skoraði sigurmarkið með skoti utan vítateigs og var lykilmaður (sterkri (slenskri vörn. 3.júni 1992 HM1994 Búdapest Ungverjaland-lsland 1-2 Mörk fslands: Þorvaldur örlygsson (51. mínúta), Hörður Magnússon (73.) Fyrirliði: Sigurður Grétarsson Þjálfari: Ásgeir Elíasson Hetjan: Hörður Magnússon kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og skoraði sigurmarkið 9 mínútum síðar. 20. ágúst 1997 HM 1998 Sportpark í Eschen Liechtenstein-fsland 0-4 Mörk (slands: Einar Þór Daníelsson (28. mlnúta), Brynjar Björn Gunnarsson (40.), Sigurður Jónsson (60.), Tryggvi Guðmundsson (61.). Fyrirliði: Guðni Bergsson Þjálfari: Guðjón Þórðarson Hetjan: Rúnar Kristinsson sem lagði upp öll mörk (slenska liðsins (leiknum. 27. mars 1999 ÉM 2000 Estadi Comunal í Andorra la Vella Andorra-lsland 0-2 Mörk fslands: Eyjólfur Sverrisson (57. m(núta), Steinar Adolfsson (66.). Fyrirliði: Sigurður Jónsson Þjálfari: Guðjón Þórðarson Hetjan: Eyjólfur Sverrisson kom íslenska liðinu á bragðið með hörkuskalla eftir hornspyrnu. 25. april2001 Hm 2002 Ta'QaliáValettu Malta-ísland 1-4 Mörk lslands:Tryggvi Guðmundsson (42. mínúta), Helgi Sigurðsson (44.), EiðurSmári Guðjonsen (81.) og Þórður Guðjónsson (90.) Fyrirliði: Eyjólfur Sverrisson Þjálfari: Atli Eðvaldsson Hetjan: Tryggvi Gúðmundsson jafnaði leiklnn og var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af dómnefnd hjá heimamönnum. 11.júní2003 EM 2004 S.Darius ir S.Girenas (Kaunas Litháen-lsland 0-3 Mörk fslands: Þórður Guðjónsson (59. mínúta), Eiöur Smári Guðjohnsen (72.) og Hermann Hreiðarsson (90.). Fyrirliði: Eiður Smári Guðjohnsen Þjálfari: Ásgeir Sigurvinsson - Logi Ólafsson Hetjan: Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö. 20. ágúst2003 EM 2004 Thorsvöllur í Þórshöfn Færeyjar-fsland 1-2, Mörk fslands: Eiður Smári Guðjohnsen (6. m(núta) og Pétur Hafliði Marteinsson (70.). Fyrirliði: Eiöur Smári Guðjohnsen Þjálfari: ÁsgeirSigurvinsson - Logi Ólafsson Hetjan: Pétur Marteinsson sem skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. 2. september2006 EM2008 Windsor Park (Belfast ■Noður frland-fsland 0-3 Mörk íslands: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (13. mínútu), Hermann Hreiðarsson (20.) og Eiður Smári Guðjohnsen (37.). Fyrirliði: Eiður Smári Guðjohnsen Þjálfari: Eyjólfur Sverrisson Hetjan: Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæran leik og innsiglaði sigurinn með því að skora þriðja markið. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.