Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Síða 7
DV Sport FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 41 Kiristján segir bikarmeistara- titilinn skipta félagið gríð- arlega miklu máli en það er ljóst á öllu að í Keflavík er allt til alls til þess að ná enn betri ár- angri. Félagið er með unga og góða leikmenn, ffábæra stuðningsmenn og trausta stjórn. „Fyrir liðið sjálft skiptir þessi bik- armeistaratitill miklu máli. Keflavík vann þennan bikar í hittifyrTa og ger- ir það síðan aftur núna. Þeir voru að sanna það, og þá aðallega fyrir sjálf- um sér, að þeir séu lið sem eigi mögu- leika á því að vera reglulega í baráttu um titlana. Það er pínu áskorun á alla og þá líka þá sem starfa í kringum fé- lagið að gera svolítinn skurk í því að halda bestu mönnunum aðeins leng- ur þannig að það sé hægt að mynda góðan kjarna eins og FH hefur tekist. Með því er hægt að fara að slást um fslandsmeistaratitilinn," segir Kristján ogbætirvið: „Ég lít á þetta þannig að fyrst að við erum komnir með bikarinn svo fljótt aftur þá kveiki það virkilega í leik- mönnunum og umgjörðinni að allir vilji fleiri svona stóra titla. Tilfinningin er alveg ólýsanleg að vinna svona bik- ar og það er alveg ótrúlegt að sjá hvað menn voru glaðir þegar flautað var til leiksloka í þessum leik. Ég bjóst ekki við að sjá hálffullorðinn karlmann gjörsamlega sleppa sér í svona mik- iÚi gleði." Ofboðsleg stemning og einbeiting Keflavik vann alla fjóra bikar- leiki sína með markatölunni 13-3 og Kristján sá mikinn mun á liðinu eftir því hvort það var að spila í bikamum eða í deildinni. „Það var aldrei rætt neitt annað hjá okkur í búningsklefanum eða í kring- að sæti í úrslitaleiknum var tryggt og Kristján játar því að þetta aukna æf- ingaálag hafi tekið sinn toll. „Það var erfitt að missa Hólmar Öm Rúnars- son. Hann er búinn að vera að mínu mati besti miðjumaðurinn í deild- inni," segir Kristján um Hólmar Öm Rúnarsson sem gerðist atvinnumað- ur hjá Silkeborg í Danmörku. Keflavík lék án hans í síðustu þremur leikjum sínum á mótinu. Töluverður munur á knattspyrnunni Kristján þarf eins og aðrir íslenskir þjálfarar að búa við það að missa sína bestu leikmenn í atvinnumennsku. Það getur verið erfitt að búa til meist- aralið þegar burðarásar þess em reglulega teknir í burtu. „Maður veit alveg að draumurinn hjá þessum strákum er að komast út og helga sig fótboltanum. Það er líka pressa frá fjölskyldum þessara stráka á félagið að leyfa þessum strákum að fara út þó svo að þeir séu með samn- ing við félagið," segir Kristján sem vill horfa á þetta jákvæðum augum. „Leikmenn sem em að velja sér lið sjá að leikmönnum úr Keflavflc er leyft að fara út en þeir ná líka þeim árangri og þeim þroska með Keflavíkurliðinu að þeir verða eftirsóknarverðir leikmenn í útlöndum," segir Kristján en hann veit vel að það þarf oft að stökkva þeg- ar tækifærin bjóðast. „Það er aldrei á vísan að róa að þessir strákar fái tilboð á næsta ári þó svo að þeir fái tilboð í ár. Maður þarf oft bara að grípa gæsina en maður þarf einnig að velja rétt lið og menn hafa oft ekki valið lið sem hentar viðkomandi leikmanni. Það er tölu- verður munur á knattspymunni sem er spiluð á Norðurlöndunum, það er í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð. „Að sjálfsögðu hugsaði ég það líka með sjálfan mig, þar sem ég er hluti afþessu liði, að koma mér út úrþessum skugga Guðjóns og stimpla mig inn í eitt skipti fyrir öll" um liðið en að vera í toppbaráttu og að sigra eitthvað. Ég tók samt aðallega eftir því að það var ofboðslega stemn- ing og einbeiting í liðinu fyrir bikar- leikina. Það var allt önnur stemning í liðinu heldur en í fyrra þegar við dutt- um út fyrir HK í 16 liða úrslitunum. Ég fann alveg muninn á því hvort við vomm að fara að spila deildarleik eða bikarleik því það var stór munur þar á. Effir sigurinn á Skaganum þá hugsaði maður; við emm að fara vinna þetta mót. Skagaleikurinn átti mflánn þátt í að við unnum hina leikina og við vor- um með rétta spennustigið í öllum bikaiieikjunum okkar í sumar." Róttækur undirbúningur fyrir bikarúrslitin Keflavík vann öruggan 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum og Kristj- án vakti mikla athygli með því að láta liðið sækja grimmt frá fyrstu mínútu. Keflavík skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik og hafði allan tímann góð tök á leiknum. „Ef þú kemur svona agressívur inn í leikina þá slærðu andstæðinginn út af laginu. Um leið og þú ert kominn í gegnum vamarlínu mótherjans og nærð skoti á mark, hvemig sem það fer, þá ertu búinn að koma inn efa hjá varnarmönnunum og þeir verða ósjálfrátt svolítið óöruggari," seg- ir Kristján og bætir við: „Ég er loks- ins búinn að horfa á leikinn aftur á myndbandi og ég sá það á upptök- unni að þetta var ömggur sigur og við erum alveg með þá frá því að leikur- inn er flautaður á. Það er alveg sama hvort það er fyrri eða seinni hálfleik- ur.“ Kristján segir að undirbúningur liðsins hafi verið róttækur en heppn- ast vel. „Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir bikarúrslitaleikinn. Eft- ir að við höfðum tryggt okkur sætí í bikarúrslitaleiknum þá settumst við þjálfarateymið niður og ákváðum að breyta æfingaáætlunum. Við þyngd- um æfingamar og jukum umfang. Við höfðum verið að lyfta einu sinni í viku en nú fórum við í að lyfta tvisv- ar í viku. Þetta gerðum við tfl að hafa okkar stráka klára í Bensana úr Vest- urbænum." Keflavík vann ekki defldarleik eftir Menn verða að athuga út í hvað þeir em að fara," segir Kristján. Vill helst af öllu fá íslenska leikmenn Liðin hafa oft leitað erlendis eftir leikmönnum þegar strákar hafa ver- ið að stökkva út í atvfrinumennskuna. Reynsla Kristjáns er þó sú að hann vill ekki leita út fyrir landsteinana eftír mönnum. „Ég vil helst af öllu fá íslenska leik- menn og ég vil ekki vera að taka inn erlenda leikmenn. Það skiptír rniklu máfi að leikmenn passi inn í þann fótbolta og þá hugsun sem við emm með. Það er alltof mfldð um að maður sé að fá einhverja tölvupósta frá um- boðsmönnum hér og þar, íslenskum og erlendum. Þar bjóða þeir manni leikmenn, senda með flotta ferilsskrá og svo kemur kappinn til landsins og á tvær til þrjár mjög góðar æfingar og það er gerður við hann samning- ur. Svo reynist viðkomandi aðifi bara vera pappakassi. Það er mín skoðun að það hafi ekki komið virkilega góð- ir útlendingar til Islands í nokkur ár," segir Kristján en hann veit að hann gæti þurft að búa aftur tfl nýtt lið fari margir strákar út. „Við megum ekki missa meira en einn mann og að hámarki tvo. Ef við missum engan þá þurfum við að bæta við tveimur tíl þremur góðum leik- mönnum. Við verðum síðan að hafa áfram ungu strákana í kringum okkur. Ef við missum einn til tvo leikmenn þá þurfum við að taka inn fyrir þá og þá er þetta komið upp í þrjá til fjóra leikmenn," segir Kristján. (slandsmeistarar innanhúss Kristján segir títfl í lok síðasta árs hafi gefið liðinu sjálfstraust og trú á sjálft sig. „Við byrjum á þvr að vinna Islandsmótið innanhúss. Þó svo að það sé lítíð mót og hálfgert olnboga- bam þá vorum við búnir að vinna þama títíl og gefa okkur sjálfum sýn- ishom af því hvemig við vfljum vinna hlutina. Við æfðum vel og gekk miklu betur í deildarbikarnum en ég átti von á. Við spilum úrslitaleikinn þar," segir Kristján um undirbúningstíma- bifið í ár. „Við endum hraðmótið með sjö stíg og förum síðan inn í Evrópu- keppnina og það er eiginlega hún sem kemur okkur í gang. Á meðan við erum í Evrópukeppninni þá töp- um við þremur leikjum en ég held að málið hafi verið það að við ætluðum okkur svo mikið á mótí FH að svekk- elsið í þeim leik sló okkur tfl baka," segir Kristján um 1-2 tap Keflavflcur á mótí FH í Kaplakrika en Keflavflc- urliðið misnotaði meðal annars tvær vítaspymur í leiknum. „Það var gríð- arlegt svekkelsi og það var síðan alltof stutt í næsta leik gegn Skaganum sem var þá að berjast fyrir lífi sínu." Glíman við Lilleström gerði okkur að betra liði Kristján var mjög sáttur með Evr- ópukeppnina þar sem Keflavflc sló út Dungannon Swifts frá Norður-írlandi en datt síðan út fyrir norska liðinu Lillestrom SK í 2. umferð. „Evrópukeppnin er erfið og það er stutt á milli leikja, hvort sem þú ætlar að æfa eða hvfla. En það hjálpaði okk- ur mfldð að spila þessa leiki því þetta voru erfiðir leildr og að glíma við lið eins og Lilleström gerði okkur bara að betra liði. Þegar við vorum komnir út úr Evrópukeppninni þá fórum við á þetta flug. Við spilum alveg fanta- fótbolta," segir Kristján en nefnir lflca önnur atriði sem skiptí máli. „Við ýttum út útlendingunum. Við vorum með fimm erlenda leikmenn og þeir voru skemmd epli í hópn- um og skemmdari en okkur nokkum tímann grunaði. Þriðja og kannski mikilvægasta atriðið var að Ken- neth Gustafsson kom aftur inn eftir meiðsli. Hann hefur staðið sig frábær- lega og hefur fengið alveg ótrúlega litla umfjöllun miðað við hversu vel hann hefur spflað," segir Kristján sem er feyldánægður með miðvarðapar- ið sitt Guðmund Viðar Mete og Ken- neth Gustafsson. „Það er okkar skoð- un að þú finnir ekki betra hafsentapar í neinu liði í deildinni," segir Kristján. Árangursríkara að sækja stigin og sigrana Kristján hefur látíð sitt lið spila sóknarbolta í sumar en það eru ekki margir af þjálfurum Landsbanka- deildarinnar sem em með honum í þeim hópi. „Ef allir myndu taka sig saman og reyna að losa um þetta og spfla meiri fótbolta í deildinni þá myndi þetta koma. Það sem er að herja á þjálfara er þetta starfsóöryggi og sú pressa sem fylgir starfinu. Menn vilja bara safna stigum tfl þess að halda sér í deildinni og eftir það fara menn að skoða hvort sé hægt að gera eitthvað meira. Við verðum alfir að átta okkur á því að það er oft miklu skemmtilegra og árangursrflcara að sækja stígin og sigrana heldur en að verjast og taka sénsinn á því að vinna," segir Kristján um hvað þurfi að gerast tfl þess að fót- boltaáhugamenn fari að sjá skemmti- legri bolta í deildinni á næstu árum. Stærsti munurinn á mörkunum sem við fáum á okkur Fram undan er annað langt und- irbúningstímabfl og Kristján segir sig og strákana vera komna með fullan tank eftír sigurinn í bikarúrslitaleikn- Sigurgleði Þjálfarinn fékk að sjálfsögðu flugferð ileikslok. DV-mynd Daniel um og tilbúna að fara að æfa á fullu fyrir næsta sumar. „Stærstí munurinn á þessum tveimur sumrum er á mörkunum sem við fáum á okkur. Við fáum að- eins færri stig en í fyrra en höldum sama sæti en marlcatalan er gjör- breytt. Aðalmarkmiðið var að fækka mörkunum sem við fáum á okkur og það tókst," segir Kristján sem veit samt fitið hvemig málin koma tfl með að þróast í vetur. „Ég þori ekki að segja neitt um framhaldið. Keflavflc vann bikarinn 2004 og misstí í kjölfarið sjö menn. Ég vonast tfl þess að það gerist ekki núna en ég veit af áhuga erlendra liða á leik- mönnum í liðinu. Hvað verður veit maður ekki. Við verðum að styrkja hópinn tíl þess að geta orðið stöðugra lið á næsta ári og veita þar með FH og öðrum liðum, sem verða í toppbarátt- unni, verðuga keppni." Ætlaði að stimpla sig inn Kristján hefur þurft að hlusta á stanslaust tal um Guðjón Þórðarson og efasemdir voru uppi hjá sumum hvort velgengni síðasta tímabfls væri í raun Kristjáni að þakka. Sumarið í sumar hefur hins vegar eytt öllum slflcum vafa. „Það var stanslaust talað um Guð- jón Þórðarson allt tímabflið í fyrra og svo inn í veturinn og á undirbúnings- tímabilinu fyrir þetta sumar lflca. Ég einsettí mér bara það að liðið fengi „Ég er loksins búinn að horfa á leikinn aftur á myndbandi og ég sá það á upptökunni að þetta er öruggur sigur og við erum alveg með þá frá því að leikurinn erflautaðurá meiri, betri og jákvæðari umfjöllun heldur en áður og að fjölmiðlamenn myndu gefa okkur meiri athygli. Að sjálfsögðu hugsaði ég það lflca með sjálfan mig, þar sem ég er hluti af þessu liði, að koma mér út úr þessum skugga Guðjóns og stimpla mig inn í eitt skiptí fyrir öll. Fjölmiðlamenn og aðrir sem þekkja mig ekki nægflega vel myndu þá setja mig á þann stall að vera búinn að vinna titíl og vera alvöru karl í þessu," segir Kristján og bætírvið: „Ég hef stýrt liði tfl sigurs í næst- efstu deild og þriðju efstu deild og er búinn að vinna bikarinn núna. Ég er búinn að vinna öll mót á íslandi nema úrvalsdeild," segir Kristján og það efast enginn um að stefna hans og Keflavflcurliðsins næsta sumar er á sjálfan íslandsmeistaratítílinn. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.