Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Qupperneq 6
40 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Sport DV Það var ekki auðvelt starf sem beið Kristjáns Guðmundssonar þegar hann fékk Keflavíkurliðið óvænt upp í fangið í fyrra. Hann skoraðist þó ekki undan áskoruninni og hefur á þessum tveimur tímabilum búið til eitt allra skemmtilegasta fótboltaliðið í Landsbankadeildinni. Lið sem i er ekki upptekið af því að loka svæðum og spila varnarbolta heldur lið J sem sækir af krafti og skorar mikið af mörkum. Kristján hefur líka / ; þurft að sanna sig fyrir knattspyrnuheiminum hér á landi og það . / hefur hann gert og gott betur með frábæru starfi sínu suður með sjó. j v| „Við náum nánast öllum markmiðunum okkar, sýnum hvað breidd- / in er mikil hjá okkur og hversu margir eru að skora mörk. Við snú- j j um við því sem við vildum snúa, að fækka mörkum sem við feng- k J um á okkur. Við vildum jafnframt halda áfram að skora sem tekst ij£~ 1 og halda áfram uppi einkennum Keflavíkur; það er að spila fót- m- bolta með jörðinni og hafa hann eins hraðan og mögulegt er. Það var góð stemning og góður mórall og við börðumst saman í áföllum og glöddumst saman yfir sigrunum," segir Kristján þeg- m ar hann gerir upp sumarið 2006 hjá knattspyrnuliði Keflavík- Jp „Við verðum allir að átta okkur á því að það er oft miklu skemmtilegra og árangursríkara að sækja stigin og sigrana held- ur en að verjast og taka sénsinn á því að vinna" Kominn út úr skugganum Kristján Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara Keflavikur. DV-mynd Anton Brink Kristján Guðmundsson stýrði Keflavík til sann- færandi sigurs á KR í bikarúrslitaleiknum uin síð- ustu helgi. Hann hefur nú þjálfað liðið i tvö ár síð- an hann tók skyndilega við því af Guðjóni Þórðarsyni þremur dögum fyrir mót í fyrra. Kristj- án hefur komið Ketlavík í Evrópukeppni bæði árin og fyrsti stóri titillinn er nú kominn í hús. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.