Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 8
42 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Sport PV Mike Tyson er kannski á kúpunni og löngu búinn aö tapa fornri frægð í boxhringnum en hann hefur ekki dáiö ráðalaus um hvern- ig hann getur náö í pening til þess að borga allar skuldirnar. Mike Tyson varð yngsti heimsmeistarinn í þungavigt í sögunni þegar hann skaust fram á sjónarsviðið árið 1986. Hann fór illa með hæfileika sína og eignir og stóð uppi sem gjald- þrota glæpamaður. Hann er nú á sýningarferð um heiminn til að reyna að hala inn pening til að borga skuldirnar. Til að fá athygli hefur Tyson skorað á besta kvenkynsboxara heims, hina höggþungu Ann Wolfe. Mike Tyson lagði atvinnubox- hanskana á hilluna eft- skammarlegt tap fyr- ir Kevin McBride í júní 2005 en hef- ur nú tekið upp sýningar- box þar sem hann von- ast til þess að fylla boxhall- ir heimsins meðþvíaðberj- ast við mótherja af öllum stærð- Ekki til í slaginn/Imi Wolfe er ekki tilbúin að berjast við Tyson. NordicPhotos/Getty um og gerðum. Tyson vakti held- ur betur at- hygli þegar hann talaði að kon- ur gætu ver- ið hugsanlegir mótherjar hans í hringnum. „Ég var ekki að grínastsagði Tyson alvarlegur og bætti við: „Þetta verð- ur allt meira í gamni en alvöru. Ég er ekki tvítugur lengur og er ekki að fara að rota neinn í hringnum. Sá gæi sem mætti í hringinn til þess að ganga frá mönnum heyrir sögunni til," segir Tyson sem hótaði einu sinni að éta börn Lennox Lewis og beit eyrað af Evander Holyfield í stórfurðulegum bardaga þeirra í júní 1997. Yfirburðakona í boxinu Tyson hefur hrifist mikið af framgöngu Ann Wolfe sem er handhafi fjögurra heimsmeist- aratitla. „Hún er yfirburða- kona í kvennaboxinu og það væri gaman að fá að reyna sig á móti henni," sagði Ty- son en bardagarnir í boxferð hans um heiminn verða fjórar lotur hver. Um- boðsmaður Wolfe, Russ Young, segist ekki hafa heyrt um þetta tilboð áður en Tyson skellti því fram í viðtölum við fjölmiðla. „Svona bardagi yrði ekki leyfður í neinu fylki og Ann myndi aldrei hugsa af alvöru um slíkan bardaga enda er hún um 30 kílóum léttari en Tyson," sagði Young. Ann Wolfe er 35 ára, hefur unnið 22 af 23 bardögum á ferlinum og er af mörgum talin höggþyngsti kvenboxari allra tfma. Fyrst Wolfe tók ekki vel í tilboð Tysons snýr hans sér kannski til Lailu Ali, 29 ára dóttur Muhammads Ali. í fangelsi fyrir nauðgun Samskipti Tysons við konur hafa alið af sérýmsa skandala, þar á með- al var hann dæmdur til sex ára fang- elsisvistar í febrúar 1992 fýrir að nauðga ungfrú Rhode Island inni á hótelherbergi ári áður. Tyson var látinn laus eftir þriggja ára vist en í fangelsinu tók hann meðal annars upp múhameðs- trú og breytti nafni sínu í Mike Abdul Aziz Tyson. Það er því óvíst hvort honum tekst að finna sérkonu sem mótherja í ferð sinni um heiminn en kannski flnnur hann eina sem er jafn athyglissjúk og hann sjálfur og er tilbúin að fórna öllu fyrir frægð- ina. Ég er breyttur maður Mike Tyson vonast tilþess að fá konu / hringinn með sér. NordicPhotos/Getty BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR afmæli, steggir / gæsir og einkasamkvæi POOL & SNOKERr Jafnaseli og Hverfisgötu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.