Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 11
DV Sport FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 45 gð gera tilkall til titilsins að þessu sinni. Njarðvík var spáð sigri í ár- ikeppni frá liðum eins og Keflavík, KR, Snæfelli og Skallagrími í vetur. 57 í þessari 29. úrvalsdeild karla frá upphafi. að breytast á þessum fimm mánuð- um. Það stefna allir þjálfarar að því að bæta leik sinna liða með hverjum mánuði á tímabilinu og það er mitt markmið" segir Kotila. Bara með einn erlendan leikmann Snæfell hefur fengið til baka þá Hlyn Bæringsson og Sigurð Þor- valdsson sem spiluðu saman hjá hol- lenska liðinu Leeuwarden WoonlAris á síðasta tímabili eftir að hafa hjálp- að Snæfelli til að komast í lokaúrslit- in um íslandsmeistaratitilinn tvö ár í „Þaðstefna allir þjálfarar að því að bæta leik sinna liða með hverjum mánuði á tímabilinu og það er mitt markmið." röð. „Það er spennandi fyrir okkar lið að vera komið með Hlyn og Sigga aft- ur. Við og ÍR erum einu liðin í deild- inni sem eru bara með einn erlend- an leikmann og við ætlum ekki að bæta við okkur þar. Bæði Hlynur og Siggi hafa verið frá og við höfiun ekki náð að spila leik með þá báða á und- irbúningstímabilinu. Kona Sigga var að eignast barn og Hlynur hefur ver- ið í burtu með landsliðinu. Eins og ég sagði áður þá gætum við fitið svolítið illa út akkúrat núna en vonandi verð- um við góðir þegar eitthvað er liðið á tímabiliðsegir Kotila sem lítur á öll hin liðin sömu augum. „Ég sé öll liðin verða okkur erfið í upphafi tímabils og það er eitt sem ég er mjög hrifinn af í íslenska körfu- boltanum að öll liðin tólf eiga mögu- leika hvert gegn öðru. Ef þú mæt- ir ekki klár í leikina þá áttu á hættu að tapa fyrir öllum liðunum. Þetta er mjög ólíkt því sem er í danska bolt- anum og íslenska deildin er mun jafnari en sú í Danmörku. Fjölskylduákvörðun „Ég var búinn að vera í Danmörku í ellefu ár og fékk fleiri en eitt tæki- færi til þess að vera þar áfram og þetta tilboð frá Snæfelli kom í raun upp úr þurru. Fjölskyldan tók þá ákvörðun að fara og þetta var fyrst og fremst ákvörðun sem tók mið af fjöl- skyldunni. Þetta er góður khíbbur og það er metnaður í félaginu til þess að ná árangri og ég er mjög spennt- ur fyrir því hvernig þetta kemur út. Það er gott að breyta til reglulega," segir Geof sem játti því að þetta væri með róttækari breytingum sem hann hefði getað gert á sínu lífi. „Þetta er „Ég er að kynna þá fyr- ir fullt afnýjum hlutum og á sama tíma og þeir eru að kynnast mér þá er ég líka enn að læra inn á þá. Þetta á allt eft- ir að taka sinn tíma." stór breyting en hún hefur komið mjög vel út hingað tíl," bætti Geof við og hann er afar hrifin. „Þetta er afar fallegt land og við erum himinlif- andi með að vera komin hingað. Við búum við fi'tið vatn í Stykkishólmi og það blasir við okkur stórbrotíð lands- lag," segir Kotila sem hefur greinilega tekið ástfóstri við Breiðafjörðinn. Ekki vanuraðtapa En aftur að körfunni. Kotíla hef- ur verið í lokaúrsfitum dönsku deild- arinnar fjögur ár í röð, vann tvöfalt með Bakken Bears bæði 2004 og 2005 og er því vanur því að vera með lið sín í fremstu röð. Snæfell er spáð fimmta sætinu fyrir mótið og Kotíla veit að hann þarf tíma til þess að búa til sterkt lið í Hólminum. „Ég er ekki vanur að tapa en ég legg jafnframt mikla áherslu á það að það er ekki hægt að búa til sterkt og traust lið á einni nóttu. Ég verð að vera þolinmóður og láta alla melta þessa hluti sem við erum að læra. Þetta er mjög krefjandi verkefni," segir Kotila að lokum. Hamar/Selfoss Pétur Ingvarsson semr met á miðju tímabil sem sá þjálfari sem hefur verið lengst með-eitt lið í úrvalsdeild karla og það eitt að hann hefur haldið Hamri (+ Selfossi síðustu tvö tímabil) í úrvalsdeildinni sjö tímabil í röð er ótrúleg- ur og sögulegur árangur. Hamar/Selfoss ætti að vera með sterkara lið en í fyrra og úrslitakeppnin hlýtur að vera takmarkið í stað þess að reyna að halda sér í deildinni eins og undanfarin ár. Lykilmaöur: Lárus Jónsson. Lárus er kominn „heim“eftir tveggja ára dvöl í höfuöborg- inni (KR 2004-05, Fjölnir2005-06) og mun stjórna leik liösins I vetur. Fylgist þið með:Atla Erni Gunnarssyni. Atli hefur bætt sig mikið á siðustu timabilum og næst á dagskrá er að skapa sér nafn iefstu deild. Þetta erstór og baráttuglaöur strákur sem gæti gert alvöru hluti I vetur. Veikleikinn: Clifton Cook kemur ekki aftur og það gæti haft sln áhrifenda áttu stórleikir Cooks í lok mótsins mestan þátt i að liðið hélt sér í deildinni. Talan: 154 leikir sem Pétur Ingvarsson hefur stjórnað liði Hamars i röð f úrvalsdeildinni. Spá DV: Það hafa margir brennt sig á þvi að spá Hamar/Selfoss mönnum slæmu gengi. Liðið verðuríneðri hluta deildarinnar. Tindastóll Stólarnir eru mættír á nýjan leik í úrvals- deildina eftir eins árs fjarveru og körfubolta- áhugafólk á Króknum þyrstir örugglega í betra gengi en á síðasta tímabili liðsins í deildinni. Tindastólsliðið byggir liðið upp á sínum strák- um en er með þrjá erlenda leikmenn innan sinna raða. Tindastófi sló út Snæfell á leið sinni í slátrun hjá Keflavík í Powerade-bikarnum og það þrátt fýrir að leika án aðal íslenska skorara síns, Svavars Birgissonar. Kristinn Friðriks- son þjálfar liðið en hann kom því í úrslitakeppnina bæði árin sem hann þjálfaði það 2002-03 og 2003-04. Það væri frábær árangur hjá honum ef hann kæmi liðinu þangað í þriðja sinn. Lykilmaður: SvavarAtli Birgisson skoraði 24,4 stig að meðaltali þegar hann lék I deildinni síðast og liðið þarfá traustu tímabili frá honum að halda. Fylgist þið með: Isaki Einarssyni. Traustur leikstjórnandi sem spilar líklega meira sem skotbakvörður I vetur. Góður og skynsamur skotmaður, fær stórt hlutverk hjá Stólunum. Veikleikinn: Bekkurinn er ekki mikið betri en hann var fyrir tveimur árum og Kristinn þjálfari gæti jafnvel þurft að reima á sig skóna á nýjan leik. Það gæti lika verið erfitt að fá bandariska leikstjórnandann Lamar Karim til þess að gefa boltann efmarka má fyrstu leiki liðsins i vetur. Talan: 9,5 stig að meðaltali frá bekknum, versti árangur ideildinni 2004-05. Spá DV: Úrslitakeppnin er fjarlægur draumur en mikilvægast og raunhæft erað halda sæti sinu i deildinni. Geof Kotila Nýi þialfarinn hjá Snæfelli. DV-mynd: Stefán. Grindavík Grindvíkingar skiptu um þjálfara á undirbún- ingstímabilinu og hafa eldd verið sannfærandi. Breidd og stöðugleiki eru áfram vandamál liðs- ins. Páll Axel Vilbergsson stóð sig vel með lands- liðinu, er í fi'nu formi og liðið hefur fengið dansk- an leikstjórnanda, Adam Darboe, sem ætti að geta orðið sterkur er hann lærir á félaga sína í liðinu. Friðrik Ragnarsson gerði Njarðvíkinga tví- vegis að íslandsmeisturum en fær verðugt verk- efni að búa til alvörulið í Grindavík. Fjölnir Keith Vassell er mættur á nýjan leik á klakann og nú sem spilandi þjálfari Fjölnisliðsins. Fjölnir hefur misst lykilmenn og það er margt sem bendir til þess að það gætí orðið erfitt hjá Vassell að ná einhverju út úr ungu og óhörnuðu liði Fjölnismanna. Það er til nóg af ungum og efnilegum strákum í Grafarvogi en það er ekki vlst að þolinmæðin eða tíminn nægi til að gefa þeim tækifæri til þess að þroskast. Liðið er brothætt og dapurt undirbúningstímabil kallar ekki á mikla bjartsýni. Lykilmaður: PállAxel Vilbergsson. PállAxelereinn allra besti íslenski sóknarleikmaður deildarinnar og stórhættulegur um leið og hann er kominn inn fyrir miðlinuna. Hann þarfnauðsynklega að leiða lið sitt i öðrum þáttum leiksins en bara að skora. Fylgist þið með: Þorleifi Ólafssyni. Þorleifur fékk að gera öll mistök i bókinni undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar ognú ætti drengurinn að hafa lært afreynslunni og getur nýtt sér alla sína hæfileika til þess að komast I hópi bestu Islensku bakvarða deildarinnar. Veikleikinn: Uppskrift Grindvikinga hefur ekkert breyst, á góðum degi hitta þeir úr öllu og vinna bestu liðin en á þeim slæmu geta þeir lentímiklum vandræðum gegn öllum liðum deildarinnar. Talan: 96,3 stig að meðaltali íleik, besti árangurinn i deildinni i fyrra. Spá DV: Grindavík er ekki líklegt til að berjast um titlana I vetur en veröur væntanlega I hópi efstu liða og baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar Síðasta tímabil var Haukum erfitt, þeir sátu lengi í fallsæti, voru ekki öruggir með sætið fýrr en eftir lokaumferðina. Velgengni kvennanna hefur skyggt nokkuð á karlaliðið sem hefur ekki unnið titil í tíu ár og hefur ekki náð í úrslitakeppni tvö síðustu árin. Haukar hafa fengið skotmann frá Finnlandi sem bæt- ir úr ógnuninni fyrir utan en ekkert lið skoraði færri þrista í deildinni í fyrra. Sævar Ingi Haraldsson lenti í vanda á síðasta tímabili, ábyrgðin og álagið virtist vera þess- um unga fýrirliða ofviða. Með finnsku skyttuna sér við hlið og uppkomu Kristins Jónassonar ætti þessi snjalli leikstjómandi að komast aftur á brautina og hjálpa Haukavagninum aftur á hreyfingu. Lykilmaður: Kristinn Jónasson. Kristinn blómstraði eftir áramót i fyrra (17,5 stig og 8,7 fráköst) og vann sig inn ilandsliöshópinn isumar. Fjölhæfur og hraustur strákur sem hefur mjög fjölbreytt vopnabúr i sókninni. Fylgistþlð með: Erni Sigurðssyni. 16 ára strák sem var efstur Istigum og fráköstum iA- deild Evrópukeppni 16 ára landsliða í sumar og er einn efnilegasti leikmaður landsins. Veikleikinn: Haukarnir eru með unga og æsta stráka og fengu flestar tæknivillur af öllum liðum deildarinnar i fyrra. Einbeiting leikmanna liðsins er oft á vitlausum hlutum og það kemur þeim oft i vandræði. Talan: 6,1 þriggja stiga karfa skoruð að meðaltali íleik, versti árangur ideildinni ifyrra. Spá DV: Úrslitakeppnin ætti að vera raunhæft markmið en margtþarfað ganga upp til að liðið blandi sér í baráttu efstu liðanna. Lykilmaður: Keith Vassell er frábær leikmaður þegar hanner heill og I formi. Hann verður að vera með affu/lum krafti ætli Grafarvogsbúar að fá eitthvað útúr tímabilinu. Fylgistþið með. Árna Ragnarssyni sem ereinn afefnilegri leikstjórnendum landsins. Árni er að koma aftur eftir uppskurð á öxl en hann stóð sig velmeðFSUfl. deildinni sfðasta haust (18,5 stig f leik) og fær væntanlega tækifæri tilþess að spila mikið í vetur. Veikleikinn: Reynsluleysi ungu strákanna verður erfitt við að eiga. Liðið hefur misst frá sér efnilega stráka sem hafa fengið tækifæri undanfarin ár og eftir standa efnilegir strákar sem eiga eftir aðstfga fyrstu skrefin íefstu deild. Talan: 46,7% frákasta tekin f leikjunum slnum, versti árangurinn I deildinni f fyrra. Spá DV: Erfiður vetur framundan, úrslitakeppnin virðist fjarlægur draumur og mun fjær en fallsætið. Þór Þorlákshöfn Rob Hodgson er dýrkaður í Þorlákshöfn enda á ferð- inni gull af manni sem hefur gert frábæra hluti. Hodg- son tók við liðinu í vonlausri stöðu á miðju tímabili fýrir þremur árum og var nálægt því að halda því uppi og hefur síðan komið því upp í efstu deild á ný og að- eins í annað skiptið í sögunni. Þórsliðið er fyrirfram ekki líklegt til afrek en menn eru aldrei öryggir með sigur gegn baráttuglöðum og vel þjálfuðum leikmönn- um Hodgsons. Þórsliðið er samt í brekku og erfitt gæti orðið fyrir Rob að bera liðið uppi innan og utan vallar. Lykilmaður: Damon Bailey kvaddi deildina ífyrra eftir þrjá leiki sem besti leikmaður (tölfræðilega). Bailey þarf frábært tlmabil ætli Þórsarar að halda sæti slnu. Fylgist þið með: Birni Hjörleifssyni, 43 ára miðherja Þórsara, sem var með 9,4 stig og 7,7 fráköst að meðaltali með Drangi 11. deildinni I fyrra. Björn leikur núíúrvalsdeildinni I fyrsta sinn 113 ár. Veikleikinn: Þórsliðið hefur gengið i gegnum miklar breytingar frá þvfl fyrra. Það gæti oröið erfitt að mynda sterka liðsheild með marga aðkomumenn. Breiddin er nánast engin. Talan: 9 tölfræðiþættirsem Rob Hodgson leiddi Þórsliðið i 1. deildinni I fyrra. Hann var efstur I stigum (358), fráköstum (144), stoðsendingum (55), stolnum boltum (52), vörðum skotum (31), 3ja stiga körfum (38), skotnýtingu (53,2%), vfti fengnum (98) og mfnútum spiluðum (576) hjá liðinu. Spá DV: Sigur efþeir halda sér i deildinni en þeir eru llklegir fallkandldatar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.