Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 10
44 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Sport PV Njarðvík íslandsmeistararnir hafa nánast óbreytt lið frá síðasta tímabili með stórri undantekningu því Njarðvíkingar sömdu við serbneska tröllið Igor Beljanski á síðustu dögum fyrir mót. Liðið ætti því að hafa burði til þess að endurtaka leikinn auk þess sem liðið býr örugglega að því seinni hluta móts að hafa tekið þátt í Evrópukeppninni. Þetta verð- ur spennandi vetur í Njarðvík, liðið er mjög sterkt, tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í fimmtán ár og hefur stærð, reynslu og hæfileika til að bæta fjórtánda íslandsmeistaratitlinum við. Lykilmaður: Friðrik Stefánsson, besti leikmaður slðasta timabils, er áfram I lykilhlutverki á báðum endum vallarins. Hann átti sitt besta tlmabil á ferlinum og er á toppnum. Fylgist þið með: Hvernig EinarÁrni notar stóru mennina slna Friðrik Stefánsson, Igor Beljanski og Egil Jónasson. Með alla inná er hætt við að andstæðingarnir sjá ekki mikið af körfunni. Veikleikinn: Njarðvlk treystir kannski ofmikið á að Brenton Birmingham beri þáyfír erfiðustu hjallanna og skrokkur hans þarfað þola mikið álag I vetur efhann ætlar að halda út allt tlmabilið enda mun lengra (landsliðið) og þéttara (Evrópukeppnin) en það varlfyrra. Talan: 41,1% skotnýting mótherja, besti árangurinn I deildinni annað árið I röð. Spá DV: Llklegir til þess að verja titilinn. Keflavík Keflvíkingar voru allt annað en sáttir með að detta úr undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir Skalla- grím og það má búast við þeim hungruðum og í hefndarhug á þessu tímabili. Þeir unnu Powerade- bikarinn meira á seiglunni en með sannfærandi leik og verða fyrst erfiðir við að eiga þegar nýju leikmennimir eru komnir inn í samstilltan hóp Sigurðar Ingimundarsonar. Keflvíkingar hafa styrkt sig mikið inni í teig og það verð- ur fróðlegt að sjá hvort stóm mennirnir kaEi á breytingu á villtum hlaupa- leik Keflavíkurliðsins. Sigurður hefur líka verið að gefa ungum strák- um tækifæri og það gæti skilað sér þegar þeir em búnir að hlaupa af sér hornin eftir áramót. Lykilmaður: Thomas Soltau. Daninn stóri er illviðráðanlegur Ikringum teiginn og getur gert útslagið eins og hann sýndi I úrslitaleik Powerade-bikarsins. Fylgistþið með: Þresti Leó Jóhannssyni, 17 ára gutta sem hefur hefur fengið að spila I haust. Kraftmikill og llfsglaður strákur sem getur kveikt neistann með baráttu og leikgleði sinni. Veikleikinn: Lestarstjórinn Magnús Þór Gunnarsson er langt frá þvl að vera / ásættan- legu formi og þarfað taka sig á efKeflvlkingar ætla að gera einhverja alvöru hluti I vetur. Talan: 652 stig frá bekknum I fyrra, besti árangurinn Ideildinni Ifyrra. Spá DV: Llklegir til þess að endurheimta titilinn. KR Benedikt Guðmundsson er kominn heim í Vestur- bæinn og liðið mætir sterkt til leiks með þrjá er- lenda leikmenn. Benedikt þarf tíma til þess að slípa saman liðið en það er þó ekki víst að KR- ingar hafi mikla þolinmæði eftir slakt gengi síð- ustu ár. KR-ingar vilja flestir halda því fram að það sé kominn tími á að fara að keppa um titlana á ný. Liðið er gott og til alls líklegt. Mörg lið geta öf- undað KR-inga af breiddinni en vandamálið síðustu ár hefur fyrst og fremst verið hlutverkaskipan liðsins. Takist Benedikt að sannfæra sína leikmenn um að sætta sig við sín hlutverk gætu góðir hlutir gerst í vetur. Lykilmaður: Fannar Ólafsson. Fannar erlmun betra formi en hann var I fyrra og með kappi slnu og baráttu erhann liðinu mikill happafengur enda erfitt fyrir félaga hans að smitast ekki afleikgleði og baráttuanda hans. Fylgistþið með: Darra Hilmarssyni. Draumur hvers þjálfara, baráttuhundur og liðsmaður afguðs náð sem bætti þriggja stiga skotum I vopnabúr sitt á slðasta tlmabili. Veikleikinn: KR-ingar hafa ekki unnið stóran titil fsex ár og hafa á þeim tlma hvað eftir annað klúörað niður frábærri stöðu tilþess aðná betri árangri. Þeir þurfa að sanna sig sem sigurvegarar. Talan: 77,1 stig á sig I leik, besti árangurinn I deildinni I fyrra. Spá DV: Ættu að geta verið með heimavallarrétt i fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Snæfell Hólmaramir endurheimtu tvo týnda syni, þá Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson en horfðu jafnffamt á eftir syni körfuboltans í bænum, Bárði Eyþórssyni, suður í borgina. Snæfellingar komu á óvart með því að ná góðum árangri í fyrra án Hlyns og Sigurðar en með þá innanborðs komst liðið tvö ár í röð í lokaúrslit um titílinn. Mörgum leist ekki of vel á þróun mála þegar Bárður hætti eftir fimm ára starf en Hólmarar voru ekki á því að draga saman seglin og sömdu við einn besta þjálf- ara dönsku deildarinnar síðasta áratug, Geof Kot- ila. Kotila hefur ávallt búið til sterk lið þar sem hann hefur þjálfað og nú hefur hann marga sterka leikmenn og efnivið í gott lið. Lykilmaður: Hlynur Bæringsson. Hlynur stóð sig vel IHollandi og var kominn I dýrlingatölu slðastþegar hann var IHólminum. Fjölhæfur leikmaður sem kemur að öllum llkindum reynslunni rlkari frá hollensku deildinni. Fylgist þið með: Hvort GeofKotila takist að búa til alvöru lið IHólminum. Snæfell komst I lokaúrslitin tvö árlröö með svipaðan mannskap og Kotila hefurskitað liöum sexsinnum I lokaúrslit IDanmörku á undanförnum níu tlmabilum. Veikleikinn: Snæfell er með frábært byrjunarlið en breiddin er ekki mikil og kallar á vandamál missi liðið leikmenn i villuvandræöi og meiðsli. Talan: Hefur hækkað sig upp um 11 sæti Isamanlagöri spá slðustu þriggja tímabila. Spá DV: Geta veriö I hópi fjögurra efstu efliöið smellursaman. Iceland Express-deild karla hófst í gærkvöldi og það er Ijóst að möi legri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en þeir fá örugglega mik D J feryfir útlitið hjá liðunum tólfsem taka. Einn sigursælasti þjálfari dönsku úrvalsdeildarinnar hefur kom- ið sér vel fyrir í Hólminum en ætlar að gefa sér tíma í að búa til sterkt lið hjá Snæfelli. Bakken Bears vann 79% leikja og fjóra titla undir hans stjórn frá 2002-2006. Jafnari deild á íslandi en í Danmörku Geof Kotila kom mörgum á óvart í sumar þegar hann hafnaði fjölda góðra tilboða frá dönskum liðum og ákvað að söðla um og gerast þjálfari Snæfells úr Stykkishólmi. í vor kom hann Bakken Bears-liðinu í bæði lokaúrslitin og bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð en þurfti reyndar að sætta sig við silfrið í bæði skiptin. Hann hefur gert Horsens (1998) og Bakken Bears (2004, 2005) þrisvar sinnum að dönskum meisturum. Nú ædar Kotila að reyna að koma Snæfelli á ný í hóp bestu liða landsins en hann veit að það er ekkert að fara gerast strax í dag. „Við verðum örugglega ekkert sérstakir í upphafl tímabilsins en ég vonast til að við tökum fram- förum og verðum orðnir góðir þegar hður á tímabilið," segir Geof en fyrsti leikur Snæfells í úrvalsdeildinni undir hans stjórn er í DHL-höll þeirra KR-inga klukkan 19.15 í kvöld. Geof Kotíla hóf þjálfaraferilinn 24 ára gamall í Michigan Tech-há- skólanum og þjálfaði þar frá 1984 tíl 1994 áður en hann fór til Danmerkur þar sem hann hefur verið undanfar- inn áratug. Það er gaman að tala við Kotila sem býr augljóslega yfir mikl- um sannfæringarkraftí. Hann er létt- ur og þægilegur í framkomu og það verðum spennandi að sjá hvað hann gerir með lið Snæfells. Mikil vinna framundan „Það er mikil vinna framund- an. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara sem koma úr sitt hvorri átt- inni þannig að ég býst við að það taki okkur smá tíma að ná öllum á sömu blaðsíðu. Ég er að kynna þá fyrir fullt af nýjum hlutum og á sama tí'ma og þeir eru að kynnast mér þá er ég líka enn að læra inn á þá. Þetta á allt eft- ir að taka sinn tí'ma," segir Kotila sem tók spána ekki bókstaflega enda er langt þar til úrslitakeppnin hefst í mars. „Það er erfitt fyrir mig að meta þessa spá. Ég veit að bestu liðin eru mjög góð, Njarðvík, Keflavík og KR Skallagrímur Valur Ingimundarson sýndi Borgnesingum mikla tryggð, fylgdi liðinu niður í 1. deild og lagði grunn að nýju Úði sem komst í úrslitakeppni tvö síðustu tímabil og fór alla leið í lokaúrslitin í fyrra. Spútn- iklið síðasta tímabils þarf hins vegar að glíma við aukna pressu og meiri væntingar í vetur. Skalla- grímur fer langt á leikgleði og óbilandi stuðningi Borgnesinga en það væri mikill sigur fyrir Val og læri- sveina hans að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppn- inni. Liðið umbreyttist við komu George Byrd í fyrra og það sem af er hefur Darrell Flake aðeins verið hálfdrættingur á við hann. Borgnesing- ar verða í vandræðum á útívelli en ekki sækja mörg lið stig í Borganes. Lykilmaður: Jovan Zdravevski skoraði 25,7 stig að meðaltaii í Powerade-bikarnum og er einn allra besti sóknarmaður deildarinnar enda svaka skytta sem getur skorað mörg stig á stuttum tlma. Fylgist þið með: Sveini Blöndal sem er mættur á nýjan leik I efstu deild. Sveinn hefur alltafhaft hæfileikana tilþess að spila meöþeim bestu en oft vantað áhuga og methað. Nú fær hann að spila hlutverk sjötta mannsins í Borgarnesi sem ætti aðhenta honum vel enda mjög fjölhæfur leikmaður. Veikleikinn: Liðið hafði allt að vinna I fyrra en Ivetur verður samanburöurinn við slðasta tlmabil erfiður. Pressan gæti gertSkallagrímsmönnum grikk. Talan: 12,5þriggja stiga körfur að meðaltaii Ileik, besti árangurinn Ideildinni Ifyrra. Spá DV: Skallagrlmur getur vel tryggt sér heimavallarrétt I úrslitakeppninni. ÍR ÍR-ingar eru með spennandi lið og kannski búnir að finna síðasta púslið í liðið sitt nú þegar Hregg- viður Magnússon er kominn heim. Nú er tækifær- ið til að kreista alvöru árangur út úr þessu liði sem hefur unnið marga góða sigri á undanförnum árum en alltaf vantað herslumun á að fara getað barist um efstu sætin. Ástand fyrirliðans Eiríks Onundarsonar verður eitt af stóru atriðunum sem þurfa vera í lagi æ ÍR-ingar að gera eitthvað í vetur. Bárður Eyþórsson náði frábærum árangri með Snæfell á undanfömum árum Lykilmaður: Eirlkur Önundarson. Eirikur erskipstjóri IR-Iiðsins og þegar hann spilar vel getur liðið gert frábæra hluti. lR er 30-131 þeim deildarleikjum sem Eiríkur hefur skorað 20 stig eða meira slðustu sex tlmabil (26-631hinum leikjunum). Fylgist þið með: Hreggviði Magnússyni. Hreggviður var óheppinn með meiðsli á undirbúningstfmabilinu en þegar hanner heill er hann með allra skemmtilegustu leikmönnum deildarinnar, alltafer von á þrusu troðslum og og glæsilegum tilþrifum. Veikleikinn: Meiðsli og útlendingavandræði eru ekki að hjálpa Bárði að aðlagast hlutum I Breiðholtinu. iR-ingar þurfa alla slna menn heila og sterka og Bandarlkja- mann sem passar inn I liðið. Talan: 14,7 tapaöir boltarað meðaltali, besti árangurinn I deildinni ífyrra. Spá DV: Getur bæði orðið frábært og dapurt tlmabil en lR verður væntanlega um miðja deild. verða öll mjög sterk en það er bara of snemmt að segja hvar liðin eiga eft- ir að lenda í vor því það á margt eftír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.