Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 2
36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Sport DV oskar@dv.is búningsldefanum • Unglingalandsliðsmaðurinn Birkir Bjamason er eftirsóttur þessa dagana. Birkir, sem leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Viking Stavanger, er undir smásjánni hjá ensku úrvalsdeildar- liðunum Everton og Reading eftir mjög góða frammistöðu með u-19 ára landsliði fslands gegn Skot- um. Forráðamenn Viking vilja semja við hann upp á nýtt og ætti þessi áhugi frá Englandi að styrkja samningsstöðu hans gegn Norð- mönnunum sem telja það honum fyrir bestu að spila eitt ár til viðbót- ar í Noregi ffekar en að kúldrast í varaliði á Englandi... • Víkingurinn Viktor Bjarki Arn- arson, sem valinn var leikmaður ársins í Landsbanka- deildinni á lokahófi KSÍ á laugardaginn, gæti verið á leiðinni til norska liðsins Lille- ström. Það heyrist úr búningsklefa Víkinga að norska liðið hafi gert Víkingum tilboð í Viktor Bjarka sem hljóðar upp á 10 milljónir. Það ku vera nokkuð undir því sem Víkingar vilja fá fyrir sinn besta mann en þó ber að hafa í huga að hann á aðeins eitt ár eft- ir af samningi sínum í Víkinni og hækkar því varla verðið eftir því sem tíminn líður... • Sigurður Jónsson, sem hætti sem þjálfari hjá Grindavíkþegar tvær umferðir voru eftir í Landsbanka- deildinni í sumar, dvel- gff***-. ur í Svíþjóð þessa dag- ana. Hann er að skoða aðstæður hjá sænska liðinu Djurgaarden en tveir af hans gömlu lærisveinum hjá Víkingi, Kári Árna- son og Sölvi Geir Ottesen, leika með liðinu. Svo gæti farið að Sigurður verði ráðinn til starfa hjá félaginu, sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins og yfirþjálfari unglingaliðsins... • Keflvíkingar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir Evrópukeppnina í körfubolta því Banda- ríkjamaðurinn Tim Ellis er genginn í raðir félagsins. Ellis, sem var sérstaklega fenginn til að spila í Evrópukeppn- inni, ermikil stigamaskína ólíkt Kananum sem fyrir er, Jermaine Williams, sem er harður vamarmað- ur. Líklegt þykir að Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, sparki Williams og haldi Ellis þegar Evrópukeppninni lýkur líkt og hann gerði í fyrra en þá spilaði AJ Moye allt tímabilið eftir að hafa komið til að spila í Evrópukeppninni... Valsmenn eru í mikilli sókn. Gríðarleg uppbygging á aðstöðu fer nú fram á svæði fé- lagsins og vilja forráðamenn þess fylgja því eftir með stefnumótun á innra starfi. Dagur Sigurðsson. nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, mun stýra þeirri vinnu í samvinnu við þekkt ráðgj afarfyr irtæki hér í bæ Griðarleg uppbygging Eins og s/cí má er mikil uppbygging í gangiá Hlidarenda og óh.vu ad íullyrðu að félatjssvæðið veiöui þaó glæsiiegasta á hlandi. Valsmenn standa á tímamótum þessi misserin. Eftir heldur bág- bornar aðstæður undanfarin ár blasir við framtíð sem felur í sér bestu aðstöðu sem nokkurt íþróttafélag á íslandi getur hugsað sér. í tilefni af því ætlar félagið að blása til sóknar og efla innra starf þess þannig að Valur verði í stakk búið til að nýta alla þá möguleika sem bjóðast með nýrri og bættri aðstöðu. Handboltakappinn Dagur Sig- urðsson, sem tekur við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Val næsta vor þegar hann er laus allra mála hjá austurríska liðinu Bregenz, mun leiða stefnumótunina fyrir hönd fé- lagsins og vinna náið með ráðgjöf- um frá ráðgjafarfyrirtækinu Capac- ent Gallup með það fyrir augum að styrkja innra starf Vals. Hann mun hitta ráðgjafana á fyrsta fundinum næstkomandi mánudag. Naflaskoðun Dagur sagði í samtali við DV í gær að þetta væri hugmynd sem hefði kviknað innan félagsins. „Mönnum þótti tímabært að taka félagið í gegn á sama tíma og ný og glæsileg að- staða væri að verða að veruleika. Það má eig- inlega segja að þetta sé naflaskoðun á innra starfi félags- ins. Hugmyndin er að mynda nýja stefnu þannig að inn- viðirnir standi undir því að hægt sé að nýta þá möguleika sem bjóðast, með nýrri og bættri aðstöðu, sem best," sagði Dagur. Þessi hugmynd hef- ur verið kynnt fyrir aðal- stjórn og stjórnum deilda félagsins en hinn al- menni félagsmaður hef- ur ekki verið upplýsmr um málið. Dagur sagðist vonast til að það yrði gert um leið og einhver skrið- ur væri kominn á vinnslu þess og stefnan hefði tekið á sig almennilega mynd. Gamlar kempur hjálpa til Það er hlutafé- lagið Valsmenn hf sem hafði frum- kvæði að því að farið var að huga að mótun nýrrar stefnu fyrir félag- ið. Þar ræður ríkj- um fasteignasalinn Brynjar Harðarson en hann var um nokk- urt skeið formaður hand- lcnattleiksdeildar Vals. Auk Brynjars munu gamlar kempur úr Val koma ná- lægt mótun stefnunnar. DV hefur heimildir „Við bindum vonir við að verða í forystuhlut- verki á íslandi á kom- andiárum séu menn eins og handboltakapp- arnir Geir Sveinsson, Júlíus Jónas- son og Valdimar Grímsson og knatt- spyrnukapparnir Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Guðmundur Þor- björnsson og Þorgrímur Þráinsson. Dagur sagði að það væri afar mik- ilvægt að fá gamla leikmenn, sem hefðu reynslu af atvinnumennsku, til að hjáipa til en auk þess myndu stjórnarmenn og foreldrar leggja sitt á vogarskálarnar. Gott verður betra Dagur sagðist vera afar stolt- ur af árangri félagsins undanfarin ár þrátt fyrir að aðstaðan hefði verið bágborin. „Árangur- inn er ótrúlegur þrátt fyrir enga aðstöðu. Við bindum von- ir við að verða í forystuhlut- verki á íslandi á komandi árum. Þá kemur ekki bara aðstaðan til heldur er stefnt að því að fé- lagsstarfið og öll stjórn- un á félaginu verði til fyrirmyndar. Það er mark- miðið með þessu." oskar@dv.is Voluskrin íslensku leikföngin Epal, Skeifunni Kisan, Laugavegi Einu sinni var, Faxafeni Þjóðminjasafnið, safnbúð Gallery Kynnisferðir, Leikbær, Laugavegi, lcelandair Hótel Nordica Faxafeni, Mjódd Hótel Loftleiðir og Firðinum Hafnarfirði, Rammagerðin, Reykjavík Radisson SAS Hótel Saga og Kjarnanum Selfossi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.