Nýr Stormur


Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 2
2 %RMUR FÖSTUDAGUR 3. marz 1967 „Eigi skal höggva!“ Framh. af bls. l. hann viðgangast, en þetta er al- gengt siðferði þar sem Mafí- an ræður. Gerist hinsvegar einhver brotlegur gegn henni, er honum hegnt. Þær eru ekki ófáar sögurn- ar um þá, sem ýtt er til lilið- ar í stjórnmálaflokkunum, ef þeir eru ekki hlýðnir við for- ingjana. Þau eru óblíð fanta- tökin í viðskiptalífinu, þegar þeir er studdir eru valdi hins opinbera og aðstöðu í bönkum og lánastofnunum, telja sig þurfa að „þurrka“ einhvern út. Þá er allt NEMA BYSSAN notað. Stórþjófar og smáþjófar Það þótti blaðamatur í helzta blaði landsins, að drukknir piltungar brutu rúðu við bak- dyr verzlunar milli kl. 11 og 12 að kvöldi við eina aðalgötu borgarinnar og lágu þar þegar að var komið og jóðluðu harð fisk. Vafalaust verða þessir ungu menn dæmdir í nokkra mánaða fangelsisvist fyrir af- brotið. Það þykir hins vegar ekki blaðamatur í sama blaði, þeg- ar tugmilljóna verðmæti hverfur úr útfl.utningsverzlun inni og hundruðum milljóna er stolið með fölskum faktúr- um um áratugi. Piltarnir tveir eru ekki úr íslenzku Mafíunni, ekki bófaflokkunum, sem væntanlegur þingmaður, seðla bankastjóri og æðsti maður peningamála þjóðarinnar næstu árin, var að lýsa fyrir alþjóð eitt sinn. Nei, þeir voru bara smá- þjófar, sem langaði í harðfisk. Það voru ekki síldarpeningar, lýsispeningar eða saltfisks- peningar, sem freistaði þeirra — heldur harðfiskstutla í solt inn gogg. Auðvitað áttu þeir ekki að gera þetta og réttvís- in kom þegar í stað, spenti hendur þeirra fyrir aftan bak með óblíðum tökum. Stærðarmunurinn var á- móta og þegar mafíuforingj- arnir leggja ísl. réttvísi í WVVWVWyVWWVVWVWVWWWHV/WWftWWW’-’ \ græðginnar, þá brást ekki þjóð sinni. Utanríkisviðskipti þjóðar- innar er fjöregg hennar. Á þeim byggist tilvera hennar, hvort sem um útflutning eða innflutning er að ræða. Þar eru á ferðinni hin raunveru- legu verðmæti, sem eru afger andi um líf hennar og afkomu. Þess vegna verður allt að koma til skila, hvort sem um inn- eða útflutning er að ræða. Eitt af fyrstu verkefn- um erlendra konunga, var að kúga íslendinga á verzlunar- sviðinu. Á þann hátt var hægt að ná kverkatökum á þjóð- inni, sem hélzt í sex aldir. í dag er sömu sögu að segja. Sá er nú að vísu munur, að íslenzkir menn hafa með verzlunina að gera, en svik og prettir af þeirra hendi í þessu máli, er í rauninni land ráð því að þau ógna efnahag þjóðarinnar og þar með sjálf- stæði hennar. Undanfarna mánuði hafa stór fjársvikamál á þessu sv^5i rekið á fjörur íslenzkra stjórn valda og yfirvalda. Allar lík- ur eru á áðyfir þessum svika málum héfði verið þagað, ef blöð hefðu ekki komist í mál- in og gert þau opinber. Öll meðferð þessara mála af yfir- valda hálfu gefa það eins vel í skyn og hægt er, að hér er um viðkvæm mál fyrir ein- hverja, sem nákomnir eru yf- irvöldunum, því að ekki fæst orð út úr þeim er rannsókn málsins hafa með höndum. Þrátt fyrir að vitað er að stórkostlegar fjárhæðir hafa horfið — hefir hreinlega verið stolið frá þeim er féð áttu, — þá eru þjófarnir samt sem áð ur látnir ganga lausir og halda ÁFRAM iðju sinni undir vernd réttvísinnar. Það er mjög hæpið að Sturlungar hefðu látið þetta Orðskviðir Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verö hygginn. Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra, þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann. Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? Orðskviffir Salomons i í w/.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v: !>■■■■■ I þrælabönd sambanda sinna við menn á „réttum stöðum.“ Allt starf Mafíuforingja heimsins byggist á þessum samböndum. Múturnar eru að- alvopnin. Hér má ckki nefna það orð, það heitir á fínni ís- lenzku „hagsmunafé!“ Engar fregnir af Friðrik Jörgensen málinu munu ber- ast frá opinberum aðilum fyrr en EFTIR kosningar. Á þeim tíma munu máttarstólparnir forða sér einhvern veginn af teignum og Jörgensen skinn- ið standa einn eftir. fslend- ingar hrukku í kút, þegar dönsku lögreglumennimir komu til að rannsaka faktúru málið og það var fyrir ein- skæra kurteysi fremur en á- huga, að þeir voru ekki send- ir heim með næstu ferð. Af því máli hefir ekkert frézt og mun ekki fréttast á næstunni ef þá nokkurntíma. Við það mál, er fjöldi manna riðinn, scm ógjarnan vill kom ast í blöðin, enda er ekki mik- il hætta á fcrðum. Innflutn- ingsfyrirtækið, sem var stærsti aðilinn í svikunum, var þegar lagt niður, en ann- að stofnað af sömu eigendum, til innnflutnings á sömu vöru. Væntanlega verður hagnaður- inn eitthvað minni á næstu mánuðum, en ekki sakar að geta þess, að einn aðalmaður- inn í þessu fyrirtæki, er af annari Sturlungaættinni, sem hér hefir ráðið lögum og lof- um um áratugi. „Eigi skal höggva .. •“ Sturlungaforinginn, sem ekki vildi selja þjóð sína þeg- ar á reyndi, sagði þessi frægu orð á banastundinni. Sturl- unga og Mafíuforingjarnir standa nú frammi fyrir slíkri stund í óeiginlegri merkingu. Sá er stendur með öxina reidda, er ekki Sturlunga eða Mafíuforingi, heldur þjóðin sjálf. Lýðræðið og þingræðið ljær henni það eina vopn, sem þessir menn óttast og þegar þeir sjá þetta vopn, skjálfa þeir og segja: „Eigi skal höggva . . .“ Á næstunni er tækifæri til að beita þessu vopni og ógna jafnframt þeim, er á eftir koma, með því, að íslenzka þjóðin sé búin að öðlast þann stjórnmálaþroska, að hún sé reiðubúin að skipta um menn um stjórn og yfirvöld, með iitl um fyrirvara. En Sturlungarnir munu einnig búast til varnar í jarð- húsum sínum og Mafíuforingj arnir munu hvæsa út úr rottu holum sínum þegar að því kemur að öxin verður reidd. Fram að þeim tíma munu þeir tileinka sér vigorðið að: „Sókn er bezta vörnin." Þess vegna berjast þeir nú, sem óðir séu og hlífa engu. Þeir ljúga, svíkja og stela, í trausti þess að réttvísin sé þeim hlíf í höndum vina þeirra er völd- in hafa. Og það traust hefir ekki orðið sér til skammar, svo sem dæmin sanna. Þeir munu ekki hika við að svíkja þjóð sína fyrir Mafíu- hugsjónina, peningana, og valdið. Aðeins einn dag á fjór um árum klökkna þeir og skjálfa af hræðslu. Snorri Sturluson vissi að er- lendur konungur var að láta myrða hann vegna þess að hann vildi ekki svíkja land sitt og þjóð. Þess vegna sagði hann við íslendinginn, svik- arann: „Eigi skal. höggva . . .“ Þeir, sem á kosningadaginn mæna biðjandi framan í kjós endur og segja: „Eigi skal höggva . . .“ gera það á allt öðrum forsendum. Það er hótað, keypt og beð- ið, en það líf á ekki tilveru- rétt. 30 silfurpeningar Framh. af bls. 1. ystu Hermanns Jónassonar og Guðmundar í., en það mis- tókst, hreinlega af efnahags- legum ástæðum. Þær ástæður eru einnig fyrir hendi nú. Þótt Frakkar og de Gaulle geti „brúkað kjaft“ við Atlants- hafsbandalagið þá geta ís- lendingar það ekki, slík smá- peð, sem þeir eru á hinu mikla alþjóðlega tafli. Ef íslendingar fara úr At- landshafsbandalaginu, þá slita þeir sig úr sambandi við helztu viðskiptaþjóðir sínar og austurblokkin er þess ekki megnug að bæta þeim það upp, þótt hún vildi. Erlendar herstöðvar á íslandi verða því svo lengi, sem þessar þjóðir vilja, annars er efnahagskerfi íslendinga hrunið í rúst. Því ekki að viðurkenna þessa staðreynd. Því að vera að lemja höfðinu við stein og reyna að telja sér trú um, að í þessu máli sé eitthvað, sem við „skulde have sagt“? Bandaríkjamenn urðu að koma íslendingum til hjálpar eftir stríðið, er þeir höfðu á örskömmum tlma sóað öllum stríðsgróðanum og miklu meira til. Viðreisnar-stjórnin varð að fá hjálp frá alþjóða- bankanum og alþjóðagjald- eyrisvarasjóðnum, þar sem bandarísk áhrif eru yfirgnæf andi, til að koma efnahags- kerfi íslendinga í sæmilegt horf, er hún tók við völdum og það ástand getur skapast hvenær sem er og er senni- lega ekki langt undan, að Is- lendingar verði enn að leggj- ast á kné og biðja um erlenda aðstoð í einni eða annari mynd, ef þeim á að takast að komast út úr þeim ógöngum sem kæruleysislegt stjórnar- far undanfarinna ára, hefir skapað. Slík aðstoð er til reiðu EF landið veitir aðstöðu til her- stöðva á þessum stökkpalli í miðju Atlandshafi. Hún verð ur áreiðanlega mjög torfeng- in, ef íslendingar NEITA At- landshafsbandalaginu um, að hafa hér bandaríska hermenn Þessa staðreynd gera allir hugsandi menn sér ljósa og meta málavöxtu í ljósi henn- ar. • Enginn íslendingur vill hafa her í landi sínu,. hvorki er- lendan né innlendan. Þetta vita allir, meira að segja stjórnmálamennirnir. Þessi staðreynd er reyndar svo aug- ljós og einföld, að ómögulegt er að viðurkenna hana opin- bera, því að þarmeð væri grundvellinum undan öllum áróðri í þessu máli kippt í burtu. Þesvegna verður að segja, að ýmist vilji menn í burtu með herinn þegar í stað, eða þá að þeir vilji sjálfir stofna til einskonar hers til að gæta herstöðvanna. Það vita allir íslend- ingar hvort þ^ir vilja viður- kenna það opinberlega eða ekki, að þeir eru NEYDDIR til að hafa herinn um ófyrirsjáan lega framtíð. Forráðamenn þjóðarinnar þvæla hinsvegar um hugsjón- ir vestrænnar samvinnu, bar- áttu gegn kúgun og ofbeldi, baráttu gegn komúnisma, bar áttu gegn einhverju, sem ís- lendingar verði endilega að taka þátt í. Kommúnistar, eða Alþýðn- bandalagsmenn, eða hvað þetta heitir nú í dag, berjast hinsvegar eins og óðir gegn „heimsvaldastefnu" Banda- ríkjamanna og kristilegt blað, eins og Frjáls þjóð, tekur und ir mjálmið. Síðan koma ungir Fram- sóknarmenn og vilja taka „varnir“ landsins í sínar hendur. Annast um ratsjárstöðvar, fljúga þotum og hafa allt klárt fyrir bardaga á nóttu sem degi. Hann verður ekki slorlegur, Framsóknarsvipur- inn á „varnarliðinu“ á Kefla- víkurflugvelli þegar þar að kemur* Kannske Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn verði þá komnir i stjórn saman, svo að næsta afmælisterta Heimdallar verði étin í aðalstöðvum ís- lenzka „varnarliðsins“ á Kef la víkurf lugvelli! Allt þetta tal í kringum her stöðvamálin ó íslandi — því að það er hið rétta nafn —

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.