Nýr Stormur - 03.03.1967, Side 3
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967
4tewwi
3
hefir ekki meiri hljómgrunn
með þjóðinni en það, að heill
stjórnmálaflokkur, sem um
stund var í uppgangi og hafði
á að skipa mörgum góðum
mönnum, sem meintu það
sem þeir voru að segja logn-
aðist út af og hin svokölluðu
„samtök hcrnámsandstæð-
inga“, sem heilmikið hafa
bramboltað á undanförnum
árum, eru nú að deyja úr
leiðindum og taka það helzt
til ráða að reyna að hressa
upp á skemmtanalíf höfuð-
borgarinnar og er það fyrir-
taks verkefni og samtökunum
til sóma.
Það er hinsvegar staðreynd
að herinn á Miðnesheiði og í
Hvalfirði situr sem fastast og
niun sitja hér svo lengi, sem
yfirboðurum hans sýnist.
Þótt Einar Olgeirsson og
Bjarni Benediktsson rífist og
beri hverjum öðrum svik og
sakir á brýn, þá tekur enginn
heilvita maður mark á slíku
og allra sízt þeirra, er hlut
eiga að máli, en það eru stór-
veldin í Atlandshafsbandalag
inu.
Islenzkur Framsóknarher er
áreiðanlega engin lausn á her
frseðilegum vandamálum
bandalagsins.
Engum dettur nú í hug, að
taka mark á þvættingi þeim,
sem kommúnistar / og and-
kommúnistar hafa frammi
um að Rússar og Bandaríkja-
hienn séu í árásarhug gagn-
vart hvorum öðrum.
Hinir fjölmennu og vígreifu
gulu menn, sem nú ógna hvíta
kynstofninum, fá Rússum og
Bandaríkjamönnum annað
um að hugsa, en að troða hver
öðrum um tær.
íslendingar verða að sætta
sig við orðinn hlut. Herinn
fer í brott, þegar það hentar
þeim, sem hafa hann hér.
Menn vona að sjálfsögðu að
það verði sem fyrst.
Þátttaka íslands í Atlants-
hafsbandalaginu er hreinn
skrípaleikur, til þess eins að
„kamofera“ herstöðvar banda
lagsins á íslandi.
Það verður aldrei á ísland
ráðist, sem slíkt, en það geta
vel orðið orrustur um stöðv-
ar á íslandi. íslendingar geta
engin áhrif haft á heimsmál-
in og þeir verða þolendur en
ekki gjörendur ef styrjöld
skellur á.
Þetta er sú eina staðreynd,
sem máli skiptir. Hitt er svo
annað mál, að landsmenn
geta hæglega gert sér það til
dundurs, að rífast og skamm-
ast um herstöðvar, varnarlið,
friðarvilja og heimsvalda-
stefnu. Það skaðar engan og
allra sízt unga fólkið.
Ný gengislækkun
Framh. af bls. 1.
Allir áttu að græða á
þessum gengisfellingum.
Ríkið í auknum tolltckjum,
Tilkynning
frá Húsnæðismálastofnun
ríkisins
Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda
umsækjendum/væntanlegum umsækjendum um 1-
búðarlán á neðangreind atriði :
1. Einstaklmgar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja
byggingu íbúða á árinu 1967 svo og einstakling-
ar, sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem
koma vilja til greina við veitingu lánsloforða
húsnæðismálastjórnar árið 1967, sbr. 7. gr. A.,
laga nr 19/1965 um Húsnæðismálastofnun rík-
isins skulu senda umsóknir sínar. ásamt til-
skildum gögnum og vottorðum, til Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins eigi síðar en 15. marz
1967. Umsóknir, sem síðar kunna að berast,
verða ekki teknar til greina við veitingu láns-
loforða á árinu 1967.
2. Þeir. sem þegar eiga umsóknir hjá Húsnæðis-
málastofnuninni og fengið hafa skriflega viður-
kenningu fyrir. að umsókn beirra sé lánshæf.
þurfa ekki að endurnýja umsóknir
3 Umsóknir un viðbótarlán verða að hafa borizt
stofnuninni eigi síðar en 15 marz n.k.
Húsnæðismálastofnun
ríkisins
atvinnuvegirnir sem nú
fengu sannvirði vöru sinn-
ar grcidda og síðast en ekki
síst, græddu þeir, er gátu
látið verðlitla krónu, greiða
verðmiklar skuldir.
Hinar auknu tolltekjur
voru ekki nema að mjög
litlu leiti notaðar til að leið
rétta löngu úrelta og snar
vitlausa skattalöggjöf. Hins
vegar tóku útgjöld ríkisins
risaskref upp á við og fjár
festingu voru engin tak-
mörk sett, sem hafði svo
uppboð á vinnuafli í för
með sér.
Verðbólgan marséraði á-
fram hömlulaust og ríkis-
stjórnin undi sér vel í veizl
um og tilliboðum, innan-
lands og utan.
Einn góðan veðurdag
vakna svo hinir sofandi
sauðir í ríkisstjórninni upp
við vondan draum. Gengið
er fallið á nýjan leik. Hver
útflutningskróna er seld á
margföWu verði í innflutn-
ingnum, en útflutningsat-
vinnuvegirnir fá ekki nema
hluta af rekstrarkostnaði
sínum, með hinu skráða
gengi.
En nú eru góð ráð dýr.
Kosningar eru framundan
og almenningur man alltof
vel mistökin í sambandi við
síðustu gengisfellingu. Rit
frelsi og málfrelsi er í land
inu og lygin, blekkingar
eru ekki nógu vel klæddar
til þess að unnt sé að
treysta því, að fólkið trúi
áfram þeim, sem á svo
lirapalcgan hátt sviku það.
Þess vegna er frestað að
grípa til þcirra ráða, sem
óhjákvæmilega hljóta. að
vera framundan — þangað
til eftir kosningar.
Manndómurinn er ekki
meiri en svo, að ríkisstjórn
in segist ætla að greiða
milljóna hundruð á árinu,
án þess að hækka skatta,
eða tilkynna hvar hún ætli
að fá þetta fé.
Sannleikurinn er sá, að
þessar millifærzlur eru ná
kvæmlega sama eðlis og vit
leysan fyrir síðustu geng-
isfellingu. Bátagjaldeyrir
og fleira.
Greiðslurnar eru falskar,
því að þær eru teknar á ná
kvæmlega sama hátt. Með
álagi í útflutningskrónuna
og gildir einu í hvaða mynd
það álag er.
Þetta verður að sjálf-
sögðu lciðrétt EFTIR kosn
ingar og gildir einu hvað
ríkisstjórn tekur við völd-
um. Enn einu sinni fer ís-
lenzk ríkisstjórn í spor
gjaldkerans, sem reynir að
fela sjóðþurrðina í lengstu
lög — en það kemur allt-
af að skuldadögunum.
T ilkynmng
um affstöðugjald í Reykjavík
Ákveðiö er að innheimta í Reykjavík aöstööugjald
á árinu 1967 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr.
51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglu-
gerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald- Hefur borg-
arstjórn ákveðið eftirfarandi gjaldskrá:
0,S% Rekstur fiskiskipa og flugvéla. Matvöruverzlun ( smá-
sölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneidis f heildsölu.
Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar.
1,0% Rekstur farþega- og farmskipa. Sérleyfisbifreiðir. Mat-
sala. Landbúnaður. Vátryggingar ót. a. Útgáfustarfseml.
Útgáfa dagblaða er þá undanþegin aðstöðugjaldi. Verzl-
un ót.a. Iðnaður ót.a.
1,5% Sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkjagerðir, gull-
og silfursmiði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustof-
ur, leirkerasmlði, Ijósmyndun, myndskurður. Verzlun
með gleraugu, kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti-
og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjöl-
ritun.
2,0% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, söluturnar, tóbaks-
og sælgætisverzlun, blómaverzlun, umboðsverzlun, minja-
gripaverzlun. Listmunagerð. Barar. Billjarðstofur. Por-
sónuleg þjónusta. Ennfremur hvers konar önnur gjaid-
skyld starfsemi ót.a.
Meö skírskotun til framangreindra laga og reglu-
gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi:
1. „Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts,
en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sér-
stakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðarinn-
ar.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru f Reykjavik, en hafa með
höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitar-
félögum, þurfa að senda skattstjóranum í Reykjavík, sund-
urliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri
starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa
með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík,
þurfa að skila til skattstjórans i því umdæmi, þar sem
þelr eru heimilisfastir yfirlit um útgjöld sín vegna starf-
seminnar I Reykjavik.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld
þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt of-
angreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi qreinar-
gerð um, hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum einstök-
um gjaldflokki, sbr. 7. gr. regiugerðarinnar.
Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra
fyrir 15. marz n.k., að öðrum kosti verður að-
stöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað
eða aðilum gert að greiða aöstöðugjald af öllum
útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
SKATTSTJÖRINN I REYKJAVÍK
Reykjavik, 28. febrúar 1967.