Nýr Stormur - 03.03.1967, Side 7
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967
**HpRMIIR
7
Mannkynssagan —
Framh. af bls. 6
um og fá hann tll að fá Spán-
arkonung í lið með sér.
Spænski ambassadorinn var
var hinsvegar áhugalaus um
málefni enskra kaþólikka og gaf
aðeins innantóm loforð. Aftur
á móti hitti Winter Guy Fawk-
es, pfstækisfullan kaþólikka,
sem, sem var fullur af hugmynd
um og áætlunum.
Þann 24. maí s.I. tók Catesby
hús á leigu við hliðina á þing-
húsinu. Hugmynd hans var að
grafa jarðgöng á milli húsanna
og komast þannig inn í kjali-
arann undir þingsalnum og
koma þar fyrir sprengiefni.
Samsærismennimir voru hálfn
aðir með göngin, þegar þeim
tókst skyndilega að fá kjallara
þann á leigu, sem þeir voru á
leið til. Tomas Percy tók kjall-
arann á leigu fyrir vörugeymsl-
ur og þangað voru nú hinir
tuttugu og sex kassar með
sprengiefninu fluttir.
í maí var undirbúningnum
lokið og samsærismennirnir biðu
aðeins þess að þingsetningin
færi fram, en það átti að vera
3. október.
Ákveðið var að fresta þing-
setningunni til 5. nóvember og
það hefir sennilega orðið kon-
unginum og hinum mörgu tignu
mönnum til bjargar.
Svo var það 26. nóvember aö
einn af samsærismönnunum
missti móðinn og braut þagnar-
eið sinn. Einn af þingmönnun-
um Monteagle lávarður fékk
nafnlaust bréf á heimili sitt,
þar sem hann var aövaraður
um að fara til þingsetningar-
innar og samsærinu lýst. —
Monteagle afhenti forsætisráð-
herranum, Salisbury lávarði
bréfið þegar enn hann færði
það koninginum bréfið, sem
skipaði jarlinum af Suffolk að
rannsaka þinghúsið frá kvisti
til kjallara.
V Samsærið kemst upp
í kjallaranum fundu menn
Guy Fawkes, sem þeir tóku þeg
ar höndum. Fregnin um fangels
un hans fór eins og eldur í
sinu um höfuðborgina og sam-
særismennirnir flýðu þegar.
Fawkes var lagður á kvala-
bekkinn og meðgekk loks allan
sannleikann og gaf upp nöfn
samsærismannanna.
Samsærismennimir komust til
Holbec Hous í Worcestershire.
Catesby gekk hús frá húsi og
bankaði upp á þar sem hann
vissi að kaþólskir bjuggsyí von
um að geta efnt til uppreisnar,
en allt kom fyrir ekki — hann
kom allsstaðar að lokuðum dyr-
um og var synjað um alla hjálp.
Fljótlega fékk hann almenn-
ing á móti sér og menn fóru
til lögreglunnar og létu hana
vita aö samsærismennirnir
væru í bænum.
Klukkan ellefu í kvöld fór lög-
reglustjórinn með menn sína til
Holbech House. Bardaginn varð
stuttur. Lögreglumennirnir not-
uðu skotvopn og Catesby, Percy
og bræðurnir Wright voru þar
drepnir, en Róbert Winter særð-
ist og var tekinn höndum ásamt
Bates. Fangarnir eru nú á leið
til Lundúna.
V Dómur og dauði bíður
Þrír jesúítaprestar, sem vissu
um samsærið en tóku ekki þátt
í því, munu einnig verða ákærð-
ir ásamt föngunum. Faðir Gam
et var tekinn til fanga í morg-
un, en hinir tveir reyna nú að
flýja til meginlandsins.
Þeir sem eftir lifa af samsær-
ismönnunum munu verða ákærð
ir fyrir árás á öryggi rikisins og
fyrir morðtilraun og gróf svik.
Dauðinn er þeim vís.
Að vísu er samsærið gert af
hópi manna, sem' hafa misst
alla heilbrigða skynsemi vegna
ofstækis, en það er þó einnig
merki um hina miklu óró, sem
nú ríkir meðal kaþólskra manna
í landinu, gegn konunginum og
ríkisstjórninni.
Menn geta tæplega vænst þess
að vindurinn muni færa ka-
þólsku mönnunum mildara loft
í framtíðinni.
I
BOR BÖRSSON, júnfor:
Teiknari: lón Axel Egils
265 Og ennþá einu sinni hefir hamingju-
dísin litið náðaraugum til aulans úr Öld-
urdal. Ef til vill heflr henni fundizt hún
hafa verið fullharðleikinn við hann og hyggst
bæta honum það upp. Ef tll vill heldur hún
að hann hafi eitthvað lært af óförum sín-
um. — Við sjáum nú til. Bör heldur áfram
að grafa og hann finnur gull og aftur gull.
Armbönd, hringi, djásn og silfurkönnur og
svo kemur hann niður á stórann járn-
kassa. Hann er rammlega læstur. Kannski
lykillinn sé þarna? Nei, það er enginn lyk-
III. Hann tekur stein og fer að hamra utan
á kassann þar til hann opnast. Og nú rekur
hann upp vitfyrringslegt öskur. Kassinn er
fullur af gulipeningum, smáum og stórum.
266 Bör Börsson fer nú aftur að hugsa um
milljónir. Hann densar og hlær þangað til
hann hnígur örmagna niður á kassann. Og
nú fer hann að hugsa um hvernig hann
eigi að komast burtu með þennan fjársjóð.
Fyrst dettur honum í hug að fá frumbyggj-
ana til að hjálpa sér, en hann hverfur
fljótt frá þvi. Þeir gætu fundið upp á því
að vilja skipta peningunum á milli sín. Bör
fer að hugsa skynsamlega í fyrsta sinn á
ævinni. Honum er ekki alls varnað. Fyrst
verður honum til að grafa smáholur og fela
fjársjóðinn. Hann reysir steina við hoiurn-
ar til að þekkja þær aftur og síðan staul-
ast hann heim I nýlenduna.
267 Þangað kemst hann með naumindum
í rökkurbyrjun. Honum er gefið nautakjöt
að éta og vatn. Hann situr og starir sijóum
augum. Hann er svo örþreyttur að hann get-
ur ekkert hugsað — hann er afar heimsku-
legur á svip. Mennirnir litu varia við hon-
um. Þetta var mesti labbakútur og nú höfðu
þeir um annað að hugsa. Greyskinnið hefir
vist fengið sólsting. Hann á varla langt
eftir. Ástandið var ömurlegt. Villinautin
höfðu eyðilagt allt sem gert hafð iverið.
Akrana, beðin, kofana. — Allt. Og þeim
var nákvæmlega sama hvort Bör opnaði aug-
un í fyrramálið — eða ekki.
268 Um morguninn þegar Bör vaknaði, var
hann svo þyrstur að hann gat ekkert um
annað hugsað en vatn. Hann skreið á fjór-
um fótum að óhreynu vatnsbóiinu og teig-
aði vatnið. Mennirnlr bollalögðu um fram-
tíðina, sem ekki leit vel út, en Bör hugsaði
um fjársjóðinn. Hvernig átti hann að kom-
ast burtu með hann. Mennirnir taka til starfa
við að byggja upp húsin, en Bör gerir ekki
neitt. Hann slæpist I kringum mennina, en
ráfar við og víð upp í skarðið til að gæta
þess hvort nokkur hafi fundið fjársjóðinn,
en engum datt i hug að leita.
269 Mennirnir búast við skipskomu og Bör
er önnum kafinn við að sauma gullpen-
inga f kjóljakkann sinn og þegar kaupskip-
ið frá Payata kom, vlldi hann fá far með
því, þá neitaði skipstjórinn að flytja hann.
Nú fann Bör fyrir því hvað hann var fá-
kunnandi. Hann kunnl ekki stakt orð f
ensku og hafði ekki hirt um að læra neitt
þennan tfma. Skipstjórinn lofaði að koma
eftir mánuð og nú sáu nýbyggjarnir Bör
sjaldan. Hann sat uppi f skarði öllum stund-
um og saumaði. En gæfan var nú búin að
snúa sér að furðufuglinum frá Öldurstað
fyrir alvöru. Dag nokkurn varpaði skip
akkerl fyrlr utan eyna og báti var róið
í land.
270 Út úr bátnum hlaupa nokkrir matrós-
ar og bera burðarstól með sólhlíf yfir f
land. í stólnum situr gamall maður og er
með rlffll f fanginu. Nýbyggjarnir höfðu
þyrpst niður að ströndinni, en þeir höfðu
einskis orðið vísari um mann þennan, svo
að þeir fóru aftur til starfa síns. Bör stóð
álengdar og þóttist kannast við manninn.
Hafði hann ekki komið einhverntíma upp
í Öldurdal að veiða lax? Já, var þetta ekki
Sir Philip? Og hann labbar á eftir af tómri
forvitni. Öldungurinn kemur auga á hann
og heldur að hann sé ræningi og miðar á
hann riflinum. Kúlan þýtur fram hjá kinn-
inni á Bör. Hann verður ofsahræddur og
hrópar. — Þér megið ekki skjóta mig, Sir
Phllipl
271 Öldungurinn leggur frá sér byssuna.
Það kemur líf I andlitið: — Arn't You from
Öldurdal? — Jú frá Öldustað, sonur Börs,
segir Bör örvinglaður af skelfingu.
Hann fellur á kné. — Eg verð að fá að
tala við yður Sir Philip. Sir Phillp tekur
Bör vinsamlega. Hann á góðar endurminn-
ingar frá liðinni tíð, þegar hann Var á lax-
veiðum í Öldurdal. Bör segir honum nú
sögu sfna. Frá fjársjóðnum, nýbyggjunum
og nautunum. Hann vindur sér úr kjóltreyj-
unni og fær Sir Philip, sem nú trúir hon-
um. Á leiðinni upp f skarðið segir hann
honum frá Norcgi. Slr Philip lygnir aug-
unum og lætur sig dreyma um horfna daga.
Frá dýrðardögunum með álfameynni við
fossinn.
272 Þeir grafa nú upp fjársjóðinn og Sir
Philip sér að það eru óhemju auðæfi. —
Þér eruð forríkur mister Öldurstað, seair
karlinn. Bör hoppar upp f loftið. — FÍr-
ríkur, segið þér það? Og nú segir hann frá
erfiðleikum frumbyggjanna og að hann vilji
hjálpa þeim eitthvað. Slr Philip hlustar og
tottar pipuna sfna: — Welll segir hann —
You hjálpa ræfluml You höfðingi. You
ekki segja frá. Eg spíka við frumbyggjana.
Þessi gamli bankaeigandi þekkir mennina og
hann veit hvaða áhrif gullið hefir á þá. .
Hann lætur nú klæða Bör í marglitan trúðs-
búning og heldur svo heim I nýlenduna.