Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 Fréttir DV Glæsilegu íslensku kvikmyndaári er um það bil að ljúka en íslenskar kvikmyndir hafa gert það gott á árinu bæði hér heima og erlendis. Landsmenn eru aftur farnir að sækja islenskt bíó og er aðsóknarmet Mýrarinnar gott dæmi um það. Þessu frábæra kvikmyndaári lýkur með frumsýningu á spennumyndinni Kaldri slóð í lok mánaðarins. Elva Ósk Ólafsdóttir, Helgi Björnsson, Tómas Lemarquis og Hjalti Rögnvaldsson Leikararnireru allirsammála um að vinnan viðKalda slóð hafi verið einkar skemmtíleg upplifun og bíða spenntír eftír frumsýningunni. Mikil eftirvæntíng ríkir nú hj á kvik- myndaáhugamönnum enda styttíst óðum í frumsýningu á spennumynd Björns Brynjúlfs Björnssonar Kaldri slóð. Myndin segir frá rannsóknar- blaðamanninum Baldri, sem Þröst- ur Leó Gunnarsson leikur og eltíng- arleik hans við sannleikann kringum dauðsfall í afskekktri virkjun á há- lendinu. Baldur kemst þar á snoðir um ýmis leyndarmál, sem verður til þess að líf hans er í hættu. Leikarahópurinn, sem tók þátt í myndinni er í dag tvístraður um allar jarðir og menn farnir til vinnu við önnur verkefni. DV náði tali af nokkrum þeirra og spurði þá um að- komu þeirra að myndinni. Tómas Lemarquis, sem lék Nóa albínóa af miklum glæsibrag, leikur Sigga, ung- an mann sem vinnur í virkjuninni. „Mér fannst afar skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni enda frábær hópur sem ég var að vinna með. Það var líka gaman að vinna svona „location"-mynd og vera ekki í stúdíói. Ég fékk að vera með hár og allt en veit varla hvort þetta er stórt hlutverk því ég hef ekkert séð enn- þá. Maður veit ekkert hvemig mynd- in er klippt. Hins vegar skilst mér að allir séu í skýjunum með myndina. Ég hef verið í Þýskalandi undanfarið að undirbúa mig fyrir lúxemborgsk- svissneska mynd sem ég er að fara að leika í eftír áramót og svo í gymm- inu vegna franskrar myndar seinna á árinu en í augnablikinu hlakka ég til að sjá þessa mynd," sagði Tómas. Missir af frumsýningunni Hjalti Rögnvaldsson, sem er um þessar mundir staddur í Sala í Sví- þjóð, leikur Pétur, stöðvarstjórann í virkjuninni. „Vinnan við þessa mynd gekk mjög vel en ég var mest í þægilegri innivinnu eins og Flosi Ólafsson kallar það. Mér líkaði ágætlega við minn karakter eins og við alla vonda menn. En eins og þú veist þá er þetta spennumynd og ef maður tekur ofan hattínn þá íjúka hárin. Ég hef reynd- ar lítíð séð nema nokkra búta sem þurfti að hljóðvinna og því miður kemst ég ekki heim í frumsýning- una. Ég hef verið hér útí í Svíþjóð í leyfi frá Þjóðleikhúsinu við þýðingar bæði á leikritum og skáldsögum en reikna með að fara aftur í leikhúsið í haust," sagði Hjaltí Þröstur Leó, Elva Ósk og Lars Brygman Danski stórleikarinn sésthéraö baki aðalleikurun- um illa aöþrengdum. Á leið heim í jólafrí Helgi Björnsson leikari var staddur í Berlín þegar DV náði tali af honum en hann rekur þar hið fornfræga leikhús Admiralspalast ásamt Jóni Tryggvasyni og hafa þeir mikið umleikis. Þrjú leiksvið eru í fullum gangi þótt enn sé ver- ið að vinna að lagfæringum á leik- húsbyggingunni. „Mér leist strax mjög vel á handritíð og við undirbjuggum okkur vel áður en við fórum í tök- ur. Vinnan var mjög skemmtileg og hópurinn góður. Við höfð- um góðan tíma í þennan undirbún- ing og breyttum smá og löguðum tíl þannig að það var allt klárt fyrir tök- ur. Við vorum þarna í alvöru kvik- myndabúðum upp við Búrfellsvirkj- un þar sem lunginn af tökunum fór fram þó svo að það væri tekið víð- ar um land. Ég hef ekki séð mikið en sá „trailerinn" í fyrsta skiptí í gær og lýst mjög vel á. Þessar virkjan- ir eru náttúrulega mjög sérstök um- hverfi en það var ansi erfitt að leika á mótí túrbínunum í 90 desibilum. Þetta gekk þó allt mjög vel fyrir utan nokkur smáslys. Þröstur braut tá og Lilja datt illa á hálu gólfi og rotaðist. Hún áttí að leika í sýningu í Þjóðleik- húsinu um kvöldið þannig að það þurftí eitthvað að breyta því. Svona hlutir gerast en í heildina gekk mjög vel og mér fannst allir vera að skila sínu í þeim tökum sem ég tók þátt í, þannig að ég hef góða tilfinningu fýrir útkomunni," sagði Helgi Eftirminnilegir tökudagar Elva Ósk Ólafsdóttír hefur dvalið í Barselóna síðan tökum lauk á Kaldri slóð og var á heimleið á flugvelli í London þegar DV náði tali af henni. Elva leikur Freyju sem lóðsar Bald- ur rannsóknarblaðamann um þeg- ar hann heimsækir virkjunina undir því yfirskini að verða þar nýr örygg- isvörður. „Það er auðvitað orðinn mikill spenningur í manni að sjá myndina. Eg hef bara séð nokkur atriði sem við Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir Ekki er loku fyrir skotið að í handritinu leynist ástarsaga eins og verðurað vera I bíómyndum. Helgi Björnsson Þykir fara á kostum í hlutverki sínu i Kaldri slóð. Leikarinn er um þessar mundir störfum hlaðinn við að stýra Admiralspalast-leikhúsinu i Berlin en kemurþó heim ijólafríog til að vera við frumsýninguna. Þröst- ur Leó Gunnarsson Senur á ritstjórnarskrifstofu Baldurs rannsóknarblaðamanns voru teknar i húsakynnum DV íSkaftahlið. [myndinni er komið inn á viðfangsefni sem tengjast siðfræði rannsóknarbtaðamennskunnar. þurftum að hljóðsetja upp á nýtt vegna hávaðans sem var í túrbínunum. Við þurftum nánast að læra texta mótleikar- ans líka eða nota varalestur því hávað- inn var svo mMl. Þetta var annars mjög skemmtileg vinna og við vorum þama á há- lendinu í kulda og snjó þannig að þetta er allt mjög eftirminnilegt. Persón- an sem ég leik er eins og landið sjálft eins konar fósturlandsins freyja, hrein og tær en líka margslungin. Ég var afar sátt við hana og finnst hún mjög vel skrifuð, eins og handritið í heild sinni," sagði Elva. kormakur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.