Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 Fréttir DV Sandkorn • Sportbarinn á Hverfisgötu 46 er með athyglisverðan hóp starfs- manna á bakvið barinn hjá sér. Raunar má segja að staðurinn sé orðinn þriggja bassa staður. Það vinna nefnilega þrír bassaleikarar við að dæla bjórn- um í kúnnana. Þar fer fremstur í flokki Tómas Tómas- son bassaleikari Stuðmanna sem vinnur þama á virkum dögum þegar lítið er að gera í tónlistinni. Hinir tveir eru Andri Snær Garð- arsson bassaleikari í Vinyl, sem nú hefur raunar lagt upp laupana, og Stefán Gauti Stefánsson bassaleik- ari í Bakkus og er óhætt að segja að nafn sveitarinnar falli vel að starfinu... • Og enn um rektorsskiptin á Bif- röst. Eins og kunnugt er var Ágúst Einars- son prófessor í Há- skóla íslands ráðinn til starfans í stað Runólfs Ágústssonar. Ágúst var ráðinn í embættið til næstu sex ára. í ljósi þess vakti það nokkra undrun ýmissa á fyrri vinnustað Ágústar að hann sótti um og fékk launalaust leyfi frá Há- skólanum til næsm þriggja ára. Það virðist því sem svo að Ágúst ætli sér ekki að flengjast á Bifröst... • Karl Iljaltested fyrrverandi vert á Grand Rokki og nú hafnarstarfs- maður hefur verið í fr íi undan- farnar vikur. Notaði hann tækifærið er það bauðst að skella sér I með fóni Brynjari | Jónssyni til Tórínó á ] Ítalíu í vikutíma. Hér var um vinnuferð hjá Jóni Brynjari að ræða en hann var sendur til ftalíu til að læra viðhald á Lavazza-kaffivélum. Það virðist sem svo að þrátt fyrir að Lavazza- vélarnar hafi verið í notkun hér um árabil hafi enginn, þar til nú, verið sérmenntaður í að þjónusta þessar vélar hér á landi... • Við greindum frá því hér í síð- ustu viku að lögmaður Jóakims Karlssonar, Svians sem slasaðist við upptökur á auglýsingu á veg- um True North, furðaði sig á því að hafa ekki fengið umbeðin gögn í málinu frá Tryggingamiðstöð- inni eftir langa bið. Hið sanna er að TM sendi sín gögn hratt og vel til lögmannsins en aftur á móti hefur True North dregið lappirn- ar í máhnu og hefur enn ekki sent lögmanninum sín gögn þótt fjór- ar vikur séu frá því að beiðnin um slíktvarsend... Á Kirkjulæk í Fljótshlíð er ión Ólafsson bóndi að reisa hof í fornum stíl og vill með byggingunni varðveita íslenska byggingarsögu og kynna hana fyrir útlendingum og ís- lendingum nútímans. Jón hefur unnið að því að gera upp hús fyrir Byggðasafnið að Skógum og kann því ýmislegt fyrir sér í þessum efnum. „Það liggja engar trúarlegar ástæður að baki þessari byggingu hjá mér. Það er fyrst og fremst sögulegur áhugi og áhugi á byggingarstflnum sem hefur orðið til þess að ég réðst í þetta. Reyndar finnst mér að kristn- ir menn mættu athuga sinn gang og sýnist vart hægt að trúa á annað en sjálfan sig nú til dags. í minningu forfeðranna Það var auðvitað kirkja hér áður og kannski merkilegt að það rísi hér hof núna en það eru fyrst og fremst tengslin við söguna og uppruna minn sem ég er með í huga. Hins vegar verður þannig frá þessu gengið að hér geti fólk gift sig, skirt böm og fleira, alveg óháð trúarbrögðum. Mig langar líka til að heiðra minningu þess fólks sem byggði þetta land og sýna hvílíkar hetjur þetta voru. Hve mikið erfiði þetta var og þá sérstak- lega hjá konunum. Þannig að þetta er umfram allt gyðjuhof tileinkað konum," segir Jón. Njáls saga allt um kring Sögupersónur úr Njálu, Þráinn Sigfússon og Gunnar Lambason, bjuggu hvor sínum megin við Kirkju- læk. Jón rekur Kaffi Langbrók en nafnið vísar einmitt í Njálu. Jón hef- ur lengi verið viðloðandi Njálusetrið og af og til sungið Hrafnagaldur Óð- ins í fjarveru Steindórs Andersen. Hann er líka meðlimur í söngsveit- inni Hjónabandinu, sem skemmtir gjarnan gestum með frumsömdu efni og rímnasöng á Kaffi Langbrók og víðar. Hofið segir hann tilvísun í heiðinn tíma en það verður líka nýtt í tengslum við ferðaþjónustu. „Það verður væntanlega borinn fram matur, sungið og sagðar sög- ur í hofinu auk þess sem við reynum að finna einhverja muni sem minna á þennan tíma. Þetta er talsvert um- fangsmikið hús. Innanmálið er ein- hverjir 36 fermetrar en veggirnir eru tveggja metra þykkir þannig að ut- anmálið er mildu meira. Síðan liggja inn í húsið níu metra löng göng og Hofið á Kirkjulæk Jón ætlar að ganga frá þakinu á þrjá vegu þannig að menn geti séð mismunandi notkun byggingarefnis eins og hún var til forna. aðstæður haga því þannig að þau munu opnast út í laug líkt og hjá Snorra í Reykholti. Það verður borað hér eftir heitu vatni í sumar þannig að vonandi getur hér orðið baðlaug, eins og hjá honum, í framtíðinni," segir hann. íslensk byggingarefni Jón hefur sótt burðarvirkið í skóg- inn á Tumastöðum en þar er orðinn mikill skógur sem ungmennafélagið hefur plantað síðan 1946. „Þetta eru allt að 30-40 ára tré en ég hef mest notað greni í þessa byggingu, virki sem fellur til við grisjun. Nú á aðeins eftir að leggja hellurnar á þakið en eins og hjá íslendingum til forna er byggingarefnið að mesm sótt í nán- asta umhverfi hússins. Annars er hugmyndin að ganga frá þakinu á þrennan hátt til að sýna mismunandi byggingarstfla. Þar sem var skógur notuðu menn birkiboli og hrís. í Meðallandinu var til dæm- is notaður rekaviður og melgresi en hér í Fljótshlíðinni voru lagðar flatar hellur undir torfið," segir Jón. kormakur@dv.is Jón Ólafsson Útveggir hofsins eru tveggja metra þykkir og htaðnir á sama háttog gert vartilforna. Hofið á Kirkjulæk Gluggi á hofinu er hringiaga, tákn friðar og þess aö allir hlutir eru tengdir. Umburöarlyndi er lykilorð í huga Jóns enda öll trúarbrögð velkomin I hofið. Immripa Nanikvæmt \ew York Times Opið 7-21 alla daga vikunnar • Humarsúpa • Fiskur á grillið Sérverslun með sjávarfang Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.