Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 6
258 FREYR leggja af. Sumir kalla þá menn fylgja „hey- sparnaðarstefnu", sam þannig fóðra, og kunna horfóðurnafninu illa, þykir þó skömm að því og er það spor í áttina til þess sem koma skal og gott út af fyrir sig. Horfóðrun var almenn hér á landi á svo til öllum skepnum. Þetta er orðið nokkuð breytt, og margar sveitir eru alveg horfn- ar frá henni, en enn er hún til allvíða, því miður. Menn höfðu þá trú, að það væri nauðsynlegt að hafa skepnurnar sem flest- ar að vetrinum, til þess að sumarhagarnir nýttust sem bezt. Settu því eins margt á heyin og þeir frekast þorðu, urðu heylausir í hörðum vetrum og felldu skepnurnar, og höfðu aldrei af þeim nema lítinn arð. Það var horfóðrun á fénaðinum og svelta í búi. Horfóðrun mjólkurkúa er sjaldgæf nú, nn þó er hún til enn. Margir munu þekkja kýr, sem „mjólka af sér öll hold“ eins og þeir kalla það. Þetta eru kýr, sem hafa svo ríkt í eðli sínu að umsetja mikið fóður í mjólk, að þegar þær fá ekki nóg næringar- efni til þess í afurðafóðri, taka þær hold af sjálfum sér og breyta í mjólk, en leggja af — léttast. Þetta er horfóðrun. Kýrin á aldrei að leggja af frá því að hún ber fyrsta kálfi, og þar til henni er lógað. Kýrnar voru fóðr- aðar svo illa, að talið var að kýr, sem búin var að mjólka i 4—5 mánuði eftir burð og leggja mikið af, ætti að fara í nýbæru- nytina sína aftur, eftir að farið var að beita henni og hún orðin fullgrædd. Þetta var horfóðrun. Og enn eru nokkrar sveitir, sem fóðra þannig og þykja þær snemmbærur „lélegar, sem ekki komast aftur í nýbæru- nytina á beitinni." Gemlingarnir þyngdust ekkert vetrar- langt. Þeir tóku fitu og stundum vöðva af sjálfum sér til þess að þeir hlutar líkamans, sem eftir aldri lambsins og lögmálum lífs- ins urðu að vaxa, gætu það, en léttust sjálf- ir, þó þeir stækkuðu. Það eru fá ár síðan 3 gemlingar urðu á vegi mínum. Þeir skokk- uðu 100—200 metra á undan bílnum, en lögðust síðan uppgefnir á veginn, og við urðum að fara út úr bílnum og bera þá út af veginum. Þeir voru horfóðraðir. Ærnar kalla margir vel fóðraðar, ef þær halda haustþunga að vorinu, og hafa þær þá létzt um nokkur kílógrömm, eða sem munar þunga fóstursins með sínum um- búðum. Þær eru horfóðraðar, hafa ekki fengið viðhaldsfóður, ekki getað gefið fóstr- inu eðlileg vaxtarskilyrði, eiga lítil lömb, geta ekki fætt lambið eðlilega, ef ekki er kominn mikill gróður þegar þær bera, og skila því lélegum dilkum að haustinu. TErnar þurfa að þyngjast urr. iv.innst 6 kg að vetrinum eða frá marzlokum til burð- ar, og raunar þó helzt meir, eigi þær að geta mjólkað lambi gjafalausar að vorinu, sé lítill gróður kominn, svo þær þurfi að taka af sjálfri sér til mj ólkurmyndunar um tíma, en slík vor koma oft, og allir vilja geta sloppið við að gefa lambfé inni, þó slíkt sé stundum ómögulegt. Meiri hlutanum af hrossum okkar er ekk- ert gefið að vetrinum. Þau ganga úti og finna sitt fóður sjálf. Það hefur sýnt sig að tryppi, sem hafa verið vegin að hausti og aftur að vorinu, hafa létzt um 30—80 kg á útigöngunni. Þau eru því horfóðruð. Sama mun vera með mörg hross, sem menn telja sig hjúkra, hýsa og fleygja rusli í að kvöld- inu. Hér skiptir horfóðrunin minnstu máli fyrir arðinn af búinu, og ef til vill engu. Þó eru líkur til að folöldin mundu verða nokkru vænni, væru mæðurnar ekki hor- fóðraðar, og víst er, að hrossin yrðu full- vaxin fyrr en 7—8 ára, eins og þau mörg eru nú. Horfóðrun er engum til sóma og venju- iegast átumein í búskapnum og hefnir sín með lélegum arði af búinu. Sæmileg fóðrun eða horfóðrun. Ég vil að síðustu taka dæmi frá bænd- um, sem fóðra misjafnt, og sýna arðinn af búum þeirra: B ó n d i A átti að hausti 1955 26750 fóðureiningar, þar í 2000 kg af síldarmjöli og kúafóðurblöndu. Á þetta hey setti hann 3 kýr, 2 hross og 213 fjár. Kúnum gaf hann eftir því sem þær mjólkuðu og venjulega ca. i/2 F-E. fram yfir reiknað afurðafóður. Ærnar þyngdust um 11 kg frá 10.3. til 28.4. Arðurinn af búinu var þessi:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.