Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 27
FREYR
279
Úr Breiðdal
Vorið var kalt, og það sem af er sumri.
Spretta því sein, og var ekki orðin góð fyrr
en um miðjan júlí, nema einstaka sáðslétt-
ur. Síðan hefur tíð verið mjög hagstæð og
heyöflun gengið með ágætum. Úthagi mun
lélegur og má fullyrða að nú 3 sumur í röð
hefði orðið alvarlegt grasleysi ef ekki hefði
bjargað notkun tilbúins áburðar.
Það er ýmsum bændum áhyggjuefni hve
hátt verð er sett á Kjarnann, bæði miðað
við framleiðslukostnað hans og útflutn-
ingsverðmæti. Tillaga um athugun þessa
máls var beint héðan frá búnaðarfélaginu
til stéttarsambands og Framleiðsluráðs,
með samhljóða samþykki kjörmannafund-
ar Múlasýslna. Ekkert, alls ekkert mundi
bændum farsælla til afkomuöryggis en hóf-
legra verð innlenda áburðarins. Vill ekki
Freyr upplýsa nánar en gert hefur verið
reksturstilhögun og grundvallarreglur við
rekstur Áburðarverksmiðjunnar? Hvað var
mikill hluti stofnverðs gjafafé? Hve hárri
upphæð nemur hlutaféð, og hvaða vextir
voru greiddir af því? Hvaða reglur gilda
um geymslu og notkun fyrningarsjóðsins?
Ekki virðist ósanngjarnt að allt þetta sé
bændum ljósara en ráða má af þeim frétta-
tilkynningum, sem birtar eru frá aðalfund-
um. Með fyrirfram þökk fyrir væntanlegar
upplýsingar. Mjög lítið er nú í sumar um
jarðabætur hér í Breiðdal, og mun minna
um byggingar en undanfarin ár. Þó eru
peningahús í byggingu á 4 býlum, en að-
eins eitt íbúðarhús í smíðum. Svo mikill
skortur er á þakefni, að 3 af þessum 4, sem
eru með peningshús í byggingu, verða að
reita saman gamalt járn til að byrgja hlöð-
urnar, og komið fram í ágúst.
Samdráttur í ræktun og byggingum er
auðvitað eðlileg og vituð afleiðing kjara-
rýmunar sem bændur urðu fyrir á s. 1. ári
vegna lækkunar á ýmsum búvörum, sem
nemur þúsundum á smábúum hér í sauð-
fjárræktarhéruðum. Á því verður að ráða
bót ef ekki á illa að fara.
Tófufaraldur er árlega orðin plága hér
í sveit, sem veldur þungum áföllum, og
meiri en mönnum er fyllilega ljóst.
Skýrsla um gróðrartilraunir á Eiðum
eftir Ólaf Jónsson — Rit Búnaðardeiidar
— Nr. 10 Akureyri 1957.
Út er komið í B-flokki rita Búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans rit er nefnist
Skýrsla um gróðrartilraunir á Eiðum 1906-1942.
Ólafur Jónsson, ritstjóri á Akureyri hefur gert
upp tilraunirnar og tekið ritið saman. Hefur
Ólafur unnið þar mikið verk og þarft, því ekk-
ert hafði áður birzt um árangur Eiðatilraun-
anna.
Tilraunastöðin á Eiðum í Fljótsdalshéraði
var stofnuð árið 1905 af Búnaðarsambandi
Austurlands, en á árabilinu 1914—1926 voru
litlar eða engar tilraunir gerðar þar, en frá
1928—1942 er þráðurinn tekinn upp að nýju,
og tilraunir framkvæmdar að nýju í stöðinni.
Tilraunirnar sem greint er frá í ritinu eru að-
allega gerðar á því tímabili. Eiðatilraunirnar
voru, eins og segir í inngangsorðum ritsins.
„fyrst og fremst áburðartilraunir en einnig
voru gerðar þar nokkrar nýræktartilraunir,
tegundatilraunir o. fl.“ Flestar áburðartilraun-
anna eru taldar hafa nokkurt almennt gildi,
en sumar þeirra einkum staðbundna þýðingu.
Það eykur gildi ritsins, að höfundur reynir
eftir föngum að gera samanburð á tilraunun-
um á Eiðum og tilraunum, er gerðar hafa ver-
"------------------------------------------"N
Öxlar með hjólum
fyrir aftanivagna og kerrur;
bæði vörubíla- og fólksbíla-
hjól á öxlunum. — Beizli. —
Jeppakerra. Til sölu hjá
Kristjáni Júlíussyni, Vestur-
götu 22, Reykjavík e. u. Póst-
kröfusendi, sími 22724.
v.------------------------------------------.>