Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 12
264
FRE YR
ALFREÐ HALLDÓRSSON:
Votheysgerð og súg|Durrkun
í 4.—5. tölubl. Freys 1957 er grein meö
yfirskriftinni „Votheysgerðogsauð-
fj árbændu r“, sem ég með línum þess-
um vildi gera að umtalsefni. Er hún að
vísu að verulegu leyti ádeila á ritstj. Freys
og læt ég þá hlið málsins hlutlausa, því
Gísli mun manna færastur um að svara fyr-
ir sig sjálfur. Þó verð ég að segja það, að
mér virðist farið þar að ýmsu leyti ósann-
gjörnum orðum um starf hans, meira en
efni standa til.
Aftur á móti finnst mér höfundur hafa
unnið þarft verk með því að koma af stað
umræðum um þessi mál, sem óneitanlega
varða bændastéttina í heild miklu. Hefur
verið helzt til hljótt um þau af hálfu okk-
ar bænda; ættum við áreiðanlega að gera
mikið meira að því en verið hefur að segja
frá reynslu okkar, bæði um þessi efni og
ýmis önnur, er búrekstur okkar varða.
Höfundur gerir nokkurn samanburð á
hvort heppilegra sé að viðhafa súgþurrkun
eða votheysgerð og hvetur bændur til góðr-
ar umhugsunar áður en valið er, einkum
sauðfjárbændur. Segjum við tveir. En svo
fara að skilja leiðir. Hann hefur komið upp
súgþurrkun í fjárhúshlöðu sinni, en ég hef
byggt fyrir tveimur árum hlöðu, sem mið-
uð er við það, að fénu sé gefið tómt vothey.
Það er síður en svo, að ég efist um að súg-
þurrkað hey sé prýðilegt fóður þegar vel
tekst, sem oftast mun vera; efa ég ekkert
orð þeirra manna, er frá því hafa sagt, bæði
í ræðu og riti, bænda, sem sagt hafa frá
reynslu sinni og leiðbeinenda búnaðarsam-
takanna. En því er ástæða til að halda að
þeir, sem fóðra fé sitt á votheyi, segi ósatt?
Hvers vegna er tónn efasemdanna um
sannsögli þeirra ávallt í orðum þeirra, er á
það minnast, en hafa takmarkaða eða enga
reynslu sjálfir? Varl getur verið, að sann-
sögli manna fari eftir því, hverja heyverk-
unaraðferð þeir aðhyllast. Hitt mun mála
sannast, að báðar aðferðirnar geta verið
bændum bjargráð, þó eigi hæfi allsstaðar
það sama. Og ég held, að enginn ætti að
hugsa sér búskap við íslenzka staðhætti án
þess að nota aðrahvora aðferðina að meira
eða minna leyti. Að vera án þeirra að öllu
er alltof mikið öryggisleysi og getur skapað
hreint neyðarástand í heilum iandshlutum,
ef verulega ber útaf með tíðarfar, og ekki
langt á að minnast. Einnig mjög vafasamt
fjárhagslega að eiga allt sitt undir sól og
regni hvað fóðuröflun við kemur.
En hvora aðferðina verður ódýrara og
hagkvæmara að nota?
Ekki hygg ég, að alls staðar gildi það
sama. Á stórum búum, er aðallega stunda
mjólkurframleiðslu, finnst mér að nota
þurfi báðar þessar aðferðir samhliða, en
þar sem aðallega er stunduð sauðfjárrækt,
og þá ekki sízt þar, sem meðalbú eru eða
minni, ætti votheysgerðin að gilda ein, en
sólþurrka einhvern lítinn hluta heymagns-
ins, er þá færi nokkuð eftir tíðarfari hverju
sinni.
Vil ég nú leitast við að gera samanburð á
þessum tveimur aðferðum eins og þær koma
mér fyrir sjónir og reyna að finna nokkur
rök fyrir máli mínu.
1. Stofnkostnaður. Hann verður tvímæla-
laust votheysgerðinni í vil, því sízt mun ó-
dýrara að steypa hlöðu yfir sama fóður-
magn á þurrheyi en votheyi. En þá er eftir
allur kostnaður við aflvél blásara og súg-
þurrkunarkerfi.
2. Rekstur. Við súgþurrkun þarf brennslu-