Freyr - 01.09.1957, Blaðsíða 11
FREYR
263
Sumstaðar eru viðdltur og nokkurt frjálsræði fyrir féð.
aS rækta vissar jurtir til þess að fullnægja þörf-
að ferðast lengi um í Skotlandi
til þess að verða þess áskynja.
Hin ýmsu hreinræktuðu sauð-
fjárkyn segja þá sögu svo eigi
verður um villst. Þar eru menn
lengra komnir en hér og miklu
lengra í hinni eiginlegu bú-
fjárræktun, og þar að auki
kemur til ræktun vissra jurta
til beitar eða fóðurs þegar
grasbeitin er ófullnægjandi,
en nauðsyn á meira fóðri til
þess að fullnægja vissum þörf-
um og vissum kröfum, svo sem
um öra fitun á vissum skeiðum.
Að sjálfsögðu er að tiltölu mun
þrengra í högum hjá Skotum
en hjá okkur og þétt mundu
okkur setnir hagar ef í þá væri
skipað eins og þar gerist á
lystisvæðum afgirtum, en af
því má þó sjá og læra, að séu
aðeins viðhafðar varúðarráð-
stafanir til þess að forða tjóni
af völdum kvilla, svo sem þar er gert; mun
langt þangað til okkar hagar eru ofsetnir, að-
eins skal gera ráð fyrir að við hljótum að haga
athöfnum á líkan hátt eða hliðstæðan, þ. e.
um fjárins þegar náttúrleg skilyrði ekki
hrökkva til að hafa vald á kvillahættu svo sem
tök leyfa. G.
Skotar eru meistarar i að kenna fjárhundunum allar listir við fjárgœilu.