Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 14
272 FRE YR var nærri nýtt. Hér hafði brunnið og nýtt hús verið reist en allt annað var gamalt, byggingar að vísu stæðilegar en innréttað- ar á gamla vísu og landið var vanhirt og sumt af því fremur mögur jörð. Landstærð er 33 ha og af því 10 ha engi. — Þú fékkst þá jörðina ódýra? — Nei, ekki var það og ég varð að taka lán fyrir mestu af kaupverðinu. Hún kost- aði með öllu tilheyrandi 137 þúsund krón- ur, það var mikið af því að hún var niður- nídd. Áhöfnin var þá 26 nautgripir, þar af aðeins 9 mjólkandi kýr og svo voru hér um 30 svín. Og vélarnar voru allar lélegar eða ónýtar. Ég varð að fá 90 þúsund krónur til láns og það var mikið, af því að svo margt nýtt þurfti fljótlega að kaupa og margt að lagfæra. Hefði landið bara verið í góðri rækt, en svo var ekki. Á fyrsta ári var upp- skeran hrjáð af allskonar hörgulkvillum. — Og hvaða ráð voru svo þau fyrstu til framfara? — Ég byrjaði nú strax á því að kalka jörðina og svo að ræsa fram votar og blautar engjar. Nú og svo þurfti strax að laga byggingarnar Þetta var allt vinnu- frekt og það urðu langir vinnudagar hjá okkur Helgu stundum, en hún kann allt til bústarfa svo að hennar hjálp var mikils virði. ★ ★ Við skulum hlaupa yfir alla smámuni þessara 11 ára, sem Niels og Helga hafa búið í Röjkum og líta á það sem er að ger- ast. Við göngum um hús og akra á meðan Helga útbýr handa okkur hressingu. — Hvernig nytjar þú svo landið nú eftir allar jarðabæturnar? — Ég verð nú að játa, að ég hef ekki fasta sáðskipta-áætlun. Ég hef að vísu fastar reglur um notkun áburðar fyrir hverja tegund jarðargróðurs. Ég legg litla áherzlu á kornyrkju, eftirtekjan af því er of lítil, aðrar jurtir gefa meira. Ég hef góð beitarskilyrði, engið er nú ágætis tún svo ég hef aukið áhöfnina að mun. Þessvegna verð ég að rækta rótarávexti. Ég hef gul- rófur og fóðursykurrófur í um það bil 7 hekturum og korn í 8, svo rækta ég ögn af kartöflum, bæði til fóðurs og til sölu í kartöflumjölsverksmiðjuna í Videbæk. Ég ræktaði um skeið talsvert mikið af kartöfl- um, þá var góður markaður í verksmiðj- unni og hann er það raunar enn, en nú er bara skammtað hve mikið er tekið af hverj - um bónda. Nú, og svo er landið annars til slægna og beitar. — Og áhöfnin nú, hve stór er hún? Ég sé að þú hefur skjöldóttar józkar kýr, ég veit að það er betra verð á kjöti en mjólk- urvörum hér í Danmörku, og svo sé ég að þú hefur væna tarfa í fjósinu sjálfsagt til kjötframleiðslu, segi ég er við göngum um fjósið, þar sem nokkur naut standa bundin á básum. — Já áhöfnin; ég varð nú að stækka fjósið því að eiginlega var það fullt þegar ég kom, jörðin framfleytti þá ekki meiru en þessum 26 nautgripum sem ég fékk með. Ég hef nú 14 kýr mjólkandi, 15 stórar kvíg- ur, sem eiga að bera í haust, svo hef ég þessi 8 stóru naut, þau sel ég í haust, 16— 18 mánaða gömul og svo er kálfadót, þetta eru samtals 58 nautgripir, sem ég á. Já, það eru józkir gripir, bara tvær rauðar danskar, ágætir gripir, sem alltaf gefa yfir 200 kg smjör á ári. Þú skilur, að fjósið hef- ur þurft að stækka. Og það gekk vel. Hér voru hlöður stórar, ég stækkaði fjósið bara inn í hlöðu og hef svo korn og hey úti í stökkum, en loftið yfir fjósinu hef ég innréttað sem hænsna- hús. Þar er rúm fyrir 600 hænur, og ég hafði þar fullt um tíma. Helga passaði hænurnar í hjáverkum og þær gáfu góðar tekjur á tímabili, þegar eggin voru í nokkru verði en nú hef ég bara fá hænsni, þau gefa ekkert nema tap, verpa varla fyrir fóðri sem ekki er von þegar við fáum ekki nema 2,60 fyrir eggin. Á tímabili fengum við meira en 5 krónur fyrir kg, nú bara helming þess. — Og svo hefur þú svín, segi ég, því að þau standa þar rýtandi í stíunum og eru hávær með köflum svo að viðræður okkar truflast af svínagargi. — Já, ég hef að staðaldri þetta 15—20 gyltur. Grísina el ég ekki lengur en til frá- færna, þá sel ég á því stigi, það borgar sig ekki fyrir mig að hafa það öðruvísi, hér

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.