Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 22

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 22
280 F R E Y R Svipmyndir frá landbúnaðarsýningum Um búnaðarsýningar. Það gæti verið langt mál ef segja skyldi frá smámunum sýninga þeirra, sem í grannlöndum okkar eru árlegir viðburðir og teljast fastur liður í atburðarás fólksins og starfsins, sem það leggur stund á. Sýn- ingar eru háðar til þess að kynna fram- leiðslu hinna ýmsu stétta, árangur starfs- ins og gera upp á milli þess, sem starfið hefur orkað. Kappleikir iþróttafólks eru háðir til þess að fá úr því skorið hverjir eru fremstir á þeim sviðum. Vörur eru sýndar til þess að gefa væntanlegum notendum og neytend- um kost á að gera samanburð við sjálfs- sýn. Og árangur starfsins og starfsaðferð- irnar eru kynntar á sýningum búenda til þess að eftirbátarnir í einstaklingsrekstri eða félagslegu framtaki, eigi þess kost að kynnast fyrirmyndunum. Sýningar landbúnaðarins í grannlöndun- um eru ekki allsstaðar jafn mikils metnar né eins mikil stund á þær lögð. Að tiltölu munu þær algengastar og umfangsmestar hjá Dönum enda hefur sú þjóð sérstæð skilyrði til samgangna og almennra flutn- inga, sem þurfa að vera auðveldir þar sem lifandi peningur og umfangsmiklar vélar er flutt um nokkrar vegalengdir. í þessu og næstu heftum FREYS skal drepið á sitt af hverju, sem ritstjórinn sá og kynnti sér að nokkru á sýningum Dana á síðasta

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.