Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 15
FRE YR 273 Á palli við hús- hlið í Röjkum, Niels, Jón Eð- varðsson, þýzka stúlkan og Helga. Ljósm.: 1962. er ekki gott til kornyrkju og þá yrSi ég að kaupa kornið og svo að byggja yfir svínin. Ég fæ um 90 krónur fyrir fráfærnagrísinn og ég seldi 320 árið sem leið svo ég held að þetta yrði ekkert betra við að fóðra þá til slátrunar. — Þetta. var nú áhöfnin. En hvað um hesta? — Hesta, segir Niels með áherzlu, það er engin þörf fyrir einn hest hvað þá fleiri. Síðan vélarnar komu eru hestar óþarfir. Ég hef traktor og þarf að kaupa annan i sumar, ég fæ 58 hestafla Fordson Majór. Nú, svo hef ég venjuleg jarðyrkjuáhöld, plóginn, herfið, raðhreinsara og annað sjálfsagt og nauðsynlegt til jarðyrkjustarfa. Svo á ég sjálfbindara, en þreskivél á ég ekki, það borgar sig betur að fá mann með þreskivél til að þreskja þetta lítilræði, sem ég uppsker af korni. Eins er það með sláttu- tætara.... — Og svo ögn um árangur starfsins, eftir- tekjuna, hagfræðina. Þú getur svo sem sagt mér um þetta, Freyr kemur ekki til ná- granna þinna svo að hann opinberar ekk- ert leyndarmál um efnahaginn. — Það er nú heldur ekkert leyndarmál, allt er talið fram til skatts, allt fer um hendur einhverra sölusamtaka, segir Niels. Þú getur reiknað út hvað ég hef fengið fyrir grísina, 320 á síðasta ári fyrir 90 krón- ur að meðaltali. Nú, svo seldi ég um 70 þúsund lítra af mjólk árið sem leið og fékk 38 aura fyrir lítrann. Kálfa sel ég ekki, ég el þá upp Þeir fá nýmjólk í svona 10 vikur, en sýrða mjólk eftir það. Ég sel nautin 16— 18 mánaða, þá vega þau allt að 600 kg-. Ég nota tiltölulega lítið kraftfóður handa þeim nema fyrstu mánuðina þegar nýta skal vaxtargetu þeirra, þá þurfa þeir D- vítamín með til þess að fá ekki beinkröm. Og svo eru eggjapeningar en þeir eru lítil upphæð nú og varla til framtals. En ég hafði brúttótekjur á síðasta ári sem námu rétt um 100 þúsund krónum samtals. — Og hver eru svo útgjöldin? — Þau eru náttúrlega fyrst og fremst vextir af lánum og viðhald bygginganna. Svo kaupi ég 24 tonn af áburði, hann kost- ar um 6000 krónur. Fræ kaupi ég fyrir um 1000 krónur árlega, korn fyrir 7.500 krónur og annað kraftfóður fyrir 6.200 krónur. Nú

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.