Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1962, Blaðsíða 16
274 FRE YR svo hef ég þurft um 20 tonn á árl handa hænsnunum af aSkeyptu fóðri, korni og varpmjöli, það heíur nú hækkað í verðl með síðasta árs ráðstöfunum. Svo hef ég fastan mann allt árið. Hann kostar yfir 10 þúsund krónur auk fæðis og húsnæðis. Dýralæknirinn kostaði mig um 800 krónur árið sem leið. Fasteignaskattur var um 1000 krónur. Ég skulda nú svipað og þegar ég keypti jörðina 1951, um 90 þúsund. Vextir af föstum lánum eru sex og hálft prósent svo vaxtaupphæðin er um 6000 á ári. Svo getur þú sjálfur reiknað hvað eftir verður handa okkur. — Ég sé að þú kemst vel af, svara ég. Og ég sé að þú hefur haft efni á að kaupa góðan bíl. Og svo sé ég að þú hefur lagt miðstöð í íbúðarhúsið og byggt við það pall og tröppur. Þetta hefur allt kostað eitthvað. — Já, blessaður vertu, það er ekki víst að það sé búið. Nú liggur fyrir að byggja kvist á íbúðarhúsið. Konunni þykir það kollótt, svona kvistlaus lengja. — Henni þykir húsið ekki nógu stórt til að hirða það, eða kannske verður hennar hlutverk of lítið þegar hjáverkin við hænsnahirðihguna mjnnka ef þú fargar hænsnunum, gríp ég fram í. En hvernig er það, ert þú hættur að hugsa um að selja og kaupa betri jörð, einu sinni datt þér það í hug? —- Já, þetta með að stækka húsið er nú Helgu mál, ekki fyrir það að hún hafi ekki nóg að gera, hún hefur ævinlega verið með í öllum störfum, en hún hefur engin börn um að hugsa svo að henni finnst húsverkin ekki svo erfið. En hitt, með söluna — ætli að það verði nokkuð um slíkt. Fasteigna- salinn bauð mér í fyrra 270 þúsund fyrir allt saman — það ætti þá að vera 300 þús- und króna virði nú, vonandi, en hvað fengi maður í staðinn ef selt væri? Jörðin er ekki kræfari á vinnuafl nú en þegar ég tók við og léttara er að hirða akrana; nú er þar ekkert illgresi, en auð- vitað er meiri vinna að hugsa um 58 gripi og svínin en þegar hvort tveggj a var aðeins helmingur að höfðatölu. ★ ★ Tímínn líður. Ellefu ára búskapur er að baki. Umgengni öll er i bezta lagi bæðl úti og lnni. Sumarræstlng í peningshúsum er ekki komin til hún verður framkvæmd fyrir uppskerutíma. En inni í húsi hjá Helgu er allt í röð og reglu. Hún getur fleira en verið ráðskona á skólabúi og passað hænsni. Hún kann að halda hlutunum í lagi. Nú, þar eru heldur engin börn til að trufla því að þýzka telpan, sem þar er í sumar, 14 ára, og 13 ára piltur úr Reykja- vík, sem er hjá Niels til gagns og gamans í þriggja mánaða sumarfríi sínu, færa víst ekki hlutina úr lagi fyrir húsmóðurinni. Allt er hreint og fágað. íslenzkar myndir prýða veggi í stofunum og íslenzkur fáni er á íslenzkri stöng í dagstofunni. Niels var góður .,sendiherra“ sinnar þjóðar og sinn- ar stéttar úti á íslandi fyrir 15 árum. Hann sýnir íslandi rækt og hefur verið málsvari okkar við viss tækifæri. Og Helga og Niels eru miklu meira en meðal-fulltrúar sinnar stéttar í heimalandinu. G. Gráðaostur og kvef Forstöðukona matsölustaðar nokkurs á Lá- landi í Danmörku hefur sagt stjórn mjólkurfé- lagana þar í landi frá reynslu sinni um 10 ára skeið, þar sem hún hefur veitt því eftir- tekt, að nokkurt samhengi er milli ostaneyzlu og kvefsælni. Það er endurtekin reynsla mín, segir konan, að þeir, sem borða gráðaost, fá sjaldan kvef og þeir sem kvefast og borða ostinn losna miklu fyrr við kvefið en hinir, sem aldrei borða hann. Sama er að segja um hálsbólgu. Við notum allar tegundir osta en ég hef ekki veitt því eftirtekt að aðrar tegundir þeirra hafi svona læknandi áhrif, aðeins gráðaostur- inn hefur þessi áhrif, segir konan. Gráðaostur, hrærður með rjóma og söxuðum hnetum, er hreinasta hnossgæti á kex og á fleiri vegu má matreiða hann og skapa þannig fjölbreytni. Þetta kemur ekki ókunnuglega fyrir hér á íslandi. Það er þekkt, að matarlystin eykst við að borða gráðaost og vissir aðilar hafa þótzt veita eftirtekt líkum áhrifum hans og konan á Lálandi segir frá. Líklega er hér um staðreynd að ræða og sennilegt að sveppirnir í ostinum framleiði efni skylt penisillíni, er hefur umrædd áhrif.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.