Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 9
hlut í kali þar, en nú er vitað að þeir valda mjög miklu tjóni þar, sums staðar öllu. Því hefur stundum verið haldið fram, að sveppir ráði einungis niðurlögum grasa, sem eru veikluð af öðrum völdum. Þó er nú talið að sveppirnir geti ráðið úrslitum og deytt algjörlega hjarandi grös, en langoftast munu þeir þó standa einir að tjóninu, enda er veðurfar, sem veiklar grösin, vexti sveppanna sjaldan hagstætt. Enn fremur hefur komið fram allmikill þolmunur gras- tegunda og stofna. Fjórar sveppategundir valda tjóni á gras- tegundum: Fusarium nivale (snæmygla). Þekkist á því að grösin eru að vori samlímd í rauðleita mottu. Smásjárathugun sýnir bananalöguð hvílugró um það bil 23x4 my að stærð. Sclerotinia borealis (einn hnúðsvepp- anna). Grösin samanrúlluð á lengdina, mjög ljósleit og alsett 5 mm svörtum kúlum sem eru dvalargró. Typhula incarnata. Sama heildarmynd, en dvalargróin 3 mm rauðbrún. Typhula ishicariensis. Sama heildarmynd, en dvalargróin 1 mm dökkbrún. Erfitt er að segja hvaða tegund sveppa gæti reynzt skæðust hérlendis, en trúlega yrði það sízt Sclerotinia borealis. Ekki er vitað til, að rotkal hafi sézt hér á landi. Hafa sveppirnir ekki fundizt í túnum, enda þótt norskur rotkalssérfræðingur, er hingað kom 1968 teldi sig finna Typhula- tegund við skafl einn utantúns. Virtust sveppir ekki eiga þátt í hinu víðtæka kali það ár, enda gaf smásjárathugun á 107 kal- sýnum úr 30 hreppum á Norðurlandi ekki jákvæða svörun. Til varnar gegn kalsveppum er nú all- mikið notað pentaklórnitrobenzen, PCNB, lyf, sem úðað er á túnin seint að hausti. Gefst þetta mjög vel erlendis. I samráði við tilraunastöðvarnar voru lagðar út nokkrar dreifðar tilraunir með þetta lyf haustið 1968. Tilraunareiti kól nokkuð Sunnanlands og var kannað, vorið 1969, hvort úðun hefði borið nokkurn árangur. % v r Úðunartilraunir með PCNB gegn kalsveppum 1968—1969. Kalstig í %, meðaltöl. Suðurland (12) NorSurland (3) Úðað .......... 31,4 4,4 Ekki úðað .... 31,8 7,2 Úðunin hefur alls ekki reynzt raunhæf kalvörn og má því með nokkurri vissu stað- hæfa, að rotkal valdi alls ekki kalskemmd- um þeim, sem hrjáð hafa bændur hérlendis undanfarið. Hitt er svo ókannað enn hvort sveppirnir finnist hérlendis í raun og veru. Enda þótt það sé mjög líklegt, þá verður það að bíða frekari rannsókna. Þurrakal Á vorin er jurtunum nauðsynlegt að hafa aðgengilegt vatn til að bæta upp það, sem þær tapa til umhverfisins. í fyrstu er þeim leysingavatn aðgengilegt, og svo fer jarð- klakinn að bráðna þeim til gagns. Má þó benda á, að seigla vatnsins er mikil við lágt hitastig og það getur tafið vatnsnám jurt- anna. Einnig er vöxtur rótanna nær enginn svo þær geta ekki nálgazt vatnið á þann hátt. Komi þurrir og kaldir vorvindar, áður en jarðklaki er nokkuð farinn að bráðna að ráði, geta þeir leitt til þess að allt leysinga- vatn gufi upp og jurtunum verði ekkert vatn aðgengilegt, þar sem jarðvegur er enn klakaður. Þessir þurru vindar leiða einnig til þess, að jurtirnar missa mikið af raka sínum til umhverfisins og geta við ráðandi aðstæður á engan hátt bætt sér upp þetta tap. Þær þorna og drepast. Ekki skyldi maður ætla, að grösum væri hætt við þurrki í okkar votviðrasama landi, en auðséð er, að vindar og aðrar þær að- stæður, er hér var lýst, geta vel orðið hér- lendis, ekki sízt á Norðurlandi. Einnig má benda á, að undanfarið hefur kalið allmikið hafísárin og veðurfar hefur þau vor einmitt verið sérstætt, þurrt og kalt. Sé nú litið á veðurskýrslur fyrir Norðurland, seinustu 8 árin, er allgreinilegt, að versta kalárið, 1968, hefur úrkoma verið yfir meðallagi í febrúar 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.