Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1970, Side 11

Freyr - 01.05.1970, Side 11
verið öfugt farið, þar sem jarðvegur hleyp- ur í klaka einungis í lautum en ekki á þurr- um hólum. Til þessa þarf sérstakar aðstæð- ur og verður það til þess að jarðvatnið úr dýpri lögum er einungis aðgengilegt grös- um hólanna. Hitt atriðið, mótrök þurrakals, er að fyrsta árs nýræktir, sem halda blaðhlut- unum grænum allan veturinn, hefur yfir- leitt kalið minna en eldri tún svo sem taflan sýnir: Kalmat túna í tveimur hreppum í N.-Þing. 1968. SVALBARÐSHR. ÖXARFJARÐARHR. Fjöldi Kalstig % Fjöldi Kalstig % Eins árs tún .... 10 5,8 9 12,6 2—6 ára tún .... 34 71,4 61 59,2 Væri um þurrakal að ræða ættu slík grös að missa miklu meiri raka til umhverfisins, auk þess sem þau eru vegna grunnstæðs rótarkerfis verr fallin til að bæta upp raka- tap. Ekki geta þetta heldur talizt óyggjandi rök gegn þurrakali, þar sem líkur benda til að ung grös hafi til að bera meiri þurra- þol en eldri grös. Þetta er þó lítið rannsakað ennþá. Þess má geta, að vorið 1969 var úrkoma Norðaniands óvenjulítil og bar þá nokkuð á þurrakali í hólum nýrækta þótt eldri tún væru nær ókalin. Hér hefur ekki tekizt að afsanna með vissu hlutdeild þurrakals í íslenzku kali. Er því full ástæða til að hafa það undir grun. Þó er ekki víst, að þurrakal eitt sér sé skaðvaldurinn; líkur benda fremur til að þurrakuldar geti og hafi stuðlað að dauða jurta, sem hafa orðið fyrir skakka- föllum af völdum annarra kalflokka eins og mun vikið að síðar. Klakakal Eins og getið var, þá er það jurtinni nauð- synlegt að hafa greiðan aðgang að vatni er hún hefur vöxt að vori. Þess vegna verður hún að vera í nánum tengslum við jarðveg- inn, sem leiðir vatnið til rótanna. Stundum hefur veturinn leitt til þess, að jurtin hefur lyfzt upp úr jarðveginum og losnað úr tengslum við hann. Hún getur þá ekki hafið vatnsnám og þornar eða frýs og deyr. Afleiðingin verður klakakal. Þar sem snjór þekur ekki jarðveginn mynda frostin auðveldlega jarðklaka. Jarð- klakinn myndast þá eðlilega fyrst í yfir- borðinu er jarðrakinn þar frýs. Jarðvegur- inn lyftist við rúmmálsauka vatnsins og á vorin þiðnar svo klakinn og jarðvegurinn sígur saman. Sérstaklega síga fyrsta árs ný- ræktir mikið og í slíkum tilvikum fylgja nýræktargrösin oft ekki jarðveginum, þau verða eftir ofan yfirborðs, þorna og drepast. Öllu víðtækara getur klakakal orðið er jarðklaki myndast í jarðvegi er heldur miklu vatni og leiðir jarðvatnið hratt og greiðlega upp til yfirborðsins, ekki sízt ef yfirborðið síþiðnar á milli frosta. Jarðklak- inn í yfirborðinu dregur þá til sín vatn úr neðri lögum og rúmmál yfirborðslagsins eykst margfalt, ekki einungis vegna rúm- málsauka vatnsins er það breytist úr fljót- andi í fast ástand, en fyrst og fremst vegna bess að vatnsmagnið í klakalaginu marg- faldast. Þessi aukning heldur áfram þar til jafnvægi næst milli hraða vatnsins upp á við og hraða frostsins niður á við, en þá myndast skyndilega annað klakakal lengra niðri, sem tekur við vextinum og yfirborðs- lagið hættir að aukast. í Svíþjóð sýndu mælingar, að jarðvegurinnlyftist að jafnaði 2—6 cm, mismunandi eftir jarðvegi fBorg 1969). Vegna vatnsleiðni og rakaheldni verður rúmmálsaukning yfirborðsins mest í móa- jarðvegi og einnig í mýrum, þar sem grunn- vatnið stendur hátt. Þess vegna geta grösin lyfzt mikið í slíkum jarðvegi og svo misst tengslin við jarðvatnið á vorin er jarðveg- urinn sígur saman. Ekki er heldur óalgengt, að efsta klakalagið þiðni og frjósi á víxl. Þá safnast leysingavatn og úrkoma hláku- F R E Y R 191

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.