Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1970, Side 58

Freyr - 01.05.1970, Side 58
Frá Kalráðstefnu 16.—19. febrúar 1970 Yfirlit um níðurstöður Fram kom, að veðurfarssveiflur erti þær sömu yfir allt landið, þó verður kólnun jafnan mest í nyrztu héruðunum. I stór- um dráttum fylgjast árstíðirnar að í liita- farssveiflum, ef tekið er meðaltal margra ára. Af 124 ára hitamælingum í Stykkis- liólmi kemur fram, að tímabilið frá 1853 —1892 hefur verið jafnkaldast. Þá komu einstök mjög köld ár. Eftir að ræktun í nútímaskilningi hófst um síðustu aldamót, liafa fylgzt að kulda- ár og áföll í ræktuninni. Þar má nefna árin 1918—1920, 1949—1952 og síðan 1961. Af annálum og heimildum frá fyrri öldum kemur fram, að kal og sprettuleysi hefur lirjáð búskapinn frá fyrstu tíð. Allar* lifandi verur eru liáðar liitastigi og geta beðið tjón af snöggum liitabreyt- ingum, þannig hefur jafnvel liinn inn- lendi gróður stiiðugt orðið fyrir áföllum af völdum harðinda. Hitt er svo Ijóst, að nútímaræktunarbúskapur er á margan liátt viðkvæmari en sá sem áður var rek- inn, m. a. vegna þess, að stöðugt er Ieitað eftir vaxtarmeiri grastegundum og þær örvaðar til meiri sprettu með áburðar- gjöf. Slíkt verður ætíð á kostnað þols plöntunnar. Auk þessa hefur ræktunin að nokkru færzt lit á lakari landssvæði með tilliti til jarðvegs og annarra vaxtar- kjara. Beztu túnstæðin voru fyrst tekin til ræktunar. Áhrif hitafars á búsæld almennt eru mjög greinileg. Heyfengur af hverjum ha lands fylgir ekki aðeins meðalhita vaxtar- tímans, lieldur má einnig finna samband á meðalhita ársins og heildarheyfengs landsmanna. Áætla má, að liann rýrni um 15—20% við hverja gráðu, sem meðalárs- liitinn lækkar. Ekki virðist samband á milli liita liaust- mánaðanna og kals. Miklar frosthörkur yfir vetrarmánuði geta án efa valdið kali. Langvarandi svellalög á túnunum liafa reynzt mjög skaðleg. Yorið er þó sá tími, sem mest ástæða er að hafa í liuga, þegar leitað er veðurfarsorsaka fyrir kali. I Ijós hefur komið, að saman fara vor með lágu liitamagni og kalár. Áberandi er, að áföll eftir fyrstu vorhlákur eru mjög afdrifarík. Á ráðstefnunni var skýrt frá fjölda til- rauna og rannsókna, sem beint eða óbeint var ætlað að varpa ljósi á kalvandamálið, auk ýmissa athugana og reynslu, sem einn- ig má draga ályktanir af í þessu sambandi. Jafnframt var vitnað til erlendra tilrauna og vitneskju um kal og þær bornar saman við það, sem hér er bezt vitað. 238 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.