Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 5

Freyr - 01.09.1974, Page 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 70 árgangur Nr. 17—18, sept. 1974 Utgáfustjórn: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍ K PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 500 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: BœndahöIIinni, Reykjavík — Sími 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 38740 EFN I : Áhrif veðurfarsins Vanmetinn vaxtarþáttur Verðgildi — kúgildi — manngildi Fóður nautpenings í Noregi Inndjúpsáœtlun Prótein úr olíu Ánamaðkur Húðir og skinn Máluð þök Skýrsla Búnaðarbankans 1973 Ársþing norsku bœndasamtakanna Alltaf kemur eitthvað nýtt Útlönd Molar ÁHRIF VEÐURFARSINS „Sumarið, sem aldrei kom“ var jyrr á árum viðkvæði, sem ýmsir notuðu þegar rœtt var um árið 1882. „Þá var vetur, en aldrei snjór“ hafa ýmsir mælt þegar vitnað var til vetrarins 1927—’28. Og í búnaðarsögu okk- ar er frá því sagt, að svo góður vetur hafi verið eitt sinn á 17du öld, að „lóur urpu á góu“. Frá ári til árs og frá einu tímabili til annars hafa verið sveiflur í árferði og veðurfari og víst er það veðráttan, sem hefur mjög mikil áhrif á alla tilveru okkar íslendinga, bœði til lands og sjávar, enda eðlilegt þar sem við búum svo nærri „norðr- inu“, við Dumshaf og jaðar hafísa. En veðurfarið er viðsjált víðar en hér. Uppskera bregst að verulegu eða öllu leyti hér og þar um heiminn þegar þurrkar brenna allan gróður og svíða jörð, svo sem gerst hefur í Afríku að undanförnu, já, raunar um víðari lands- svæði norðan og sunnan miðbaugs um undanfarin ár. Þar er það of mikið sólskin og of lítið úrfelli, sem veldur vandanum. Ekki er vitað um nein úrrœði til þess að hafa vald á stórfelldum sveiflum í veðurfari lofthvolsins, að minnsta kosti ekki þvi, er varðar ís og kulda. Hinsvegar virðast ýmsir vísindamenn vera á eitt sáttir um, að eyðing víð- áttumikilla skóga og umfangsmikil brennsla olíu eigi mikinn þátt í vaxandi hita báðumegin við miðbaug og í tengslum við það sé úrkoma minnkandi, grunnvatn liggi dýpra í jörð en áður og af því stafi stœkkandi eyði- merkur. Ofþurrkar hafa valdið uppskerubresti að undanförnu svo að birgðir matvöru hafa til þurrðar gengið og haldist það viðhorf lengur er spáð almennara hungri í heimin- um en til þess hefur gerst. Og viðhorf á því sviði er síður en svo álitlegt á ýmsum svæðum heimsins. En hvað með íslensk viðhorf? Sé það rétt, sem tjáð er, að eyðing skóga og aukin brennsla olíu hafi í för með sér hækkandi hitastig í gufuhvolfinu, af því að kolvetna- samböndin myndi þar einskonar þak, eins og gler í gróð- urhúsi, þá œtti veðurfar okkar að horfa til hækkandi hitastigs. Hvað sem því líður eru möguleikar nokkrir hér til þess að rœkta undir glerhimni verulegt eða mikið magn fœðufanga á meðan jarðvarminn hrekkur. Um hækkandi hitastig gufuhvolfsins ráðum við engu, en hitt er víst, að við getum skapað skjól og þannig breytt veðurfari og ræktunarskilyrðum á takmörkuðum svæð- um. G. F R E Y R 293

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.