Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 7

Freyr - 01.09.1974, Page 7
gufar út um sjálfa húðina á blöðunum, sérstaklega á þeim plöntum, sem eru út- búnar til að þola þurrka eins og t. d. kakt- usar. Ef planta fær ekki nægilegt vatn til að halda uppi fullri spennu í vefjum sínum og þar með fullri lífsstarfsemi, lokast loft- augun og takmarka þannig útgufun frá plöntunni. En um leið lokast fyrir inn- streymi koltvísýrings, og þar með dregur úr vexti plöntunnar. Til að uppskera verði mikil, verður nægilega mikið af nýtanlegu vatni að vera í jarðveginum, svo að loft- augun lokist sjaldan af vatnsskorti. Hvort vatnsskortur dregur úr sprettu eða ekki ræðst aðallega af þrennu: úrkomu á vaxtar- skeiðinu, uppgufun á sama tíma og birgð- um jarðvegs af nýtanlegu vatni. Verður nú nokkuð vikið að því, hvernig þessum mál- um er háttað hér á landi. Mörgum finnst ef til vill nóg um alla þá úrkomu, sem fellur hér á landi, og hættir við að álíta að hún hljóti að nægja gróðr- inum. En er víst að svo sé? Gæta verður þess, að vaxtarskeið flestra plantna hér á landi eru aðeins fjórir mánuðir eða frá maí og fram í ágúst eða september, og á þeim tíma er víða mun meiri uppgufun en úr- koma. í grein, sem Markús Á. Einarsson, veð- urfræðingur, ritaði í Frey, 7.—8. tbl. 1973, birtir hann kort af íslandi, sem sýnir, hvar gnóttargufun er meiri en úrkoma. Sjá blað- síðu 297. Einnig er í töflu 1 sýnd meðal- úrkoma og reiknuð meðalgnóttargufun á fjórum stöðum á landinu árin 1958—1967. Gnóttargufun er sú útgufun, sem yrði á fleti, sem vaxinn er þéttum, grænum og gróandi gróðri, sem aldrei skorti vatn og þyrfti aldrei að loka loftaugunum af þeim sökum. Gnóttargufun er með öðrum orðum hugsuð stærð, en raunveruleg útgufun eða raungufun er ætíð minni, vegna þess, að ekki er allt land gróið og plöntur eru ekki grænar og vaxandi allt sumarið; grös verða að sinu. Raungufun hlýtur því að vera all- miklu minni en gnóttargufun. Gagnið, sem fólgið er í hinni útreiknuðu stærð, gnótt- argufun, er bundið við tiltölulega lítil svæði, t. d. tún. Hún er vísbending um það, hvar og í hve ríkum mæli vatnsskortur gæti dregið úr sprettu. Tafla 1. Meðalúrkoma og meðalgnóttargufun í mm árin 1958—1967. ö CO •-5 u & 01 Þ4 Marz Aprí 'cð s l-2 M 'Ö '< ft 01 co 'O 3 o > 'O £ 01 co 01 Q 'cO ö) Árið Úrkoma 65 78 47 47 26 34 34 38 62 80 89 54 132 653 Stykkis- Gnóttargufun 6 9 21 40 73 88 88 61 35 14 11 15 310 461 hólmur Mismunur 59 69 26 7 4-47 4-54 4-54 4-23 27 66 78 39 4-188 192 Úrkoma 44 39 36 30 19 30 38 30 27 52 56 54 117 454 Akur- Gnóttargufun 4-2 1 12 34 70 95 87 56 29 5 2 2 308 389 eyri Mismunur 46 38 24 4-4 4-51 4-65 4-49 4-26 4-2 47 56 52 4-191 65 Úrkoma 41 31 28 30 21 28 37 43 39 58 45 56 129 456 Egils- Gnóttargufun 4-2 1 16 40 76 105 89 58 30 7 2 5 328 427 staðir Mismunur 43 * o co 14 4-10 4-55 4-77 4-52 4-15 9 51 43 51 4-199 29 Úrkoma 101 90 82 80 56 77 67 62 109 137 122 108 262 1092 Hella Gnóttargufun 4-1 5 23 46 89 95 102 72 32 5 4-4 4-3 358 461 Mismunur 102 85 59 34 4-33 4-18 4-35 4-10 77 132 126 111 4-96 631 F R E Y R 295

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.