Freyr - 01.09.1974, Síða 8
Tafla 2. Áætlað nýtanlegt vatn í % af rúm-
máli og umreiknað til hve margra mm úr-
komu það svarar í efstu 50 cm jarðvegs.
Jarðvegstegund % af rúmmáli mm I efstu 50 cm
Mýrarjarðvegur .... 15 75
Móajarðvegur ....... 10 50
Sandur .............. 7 35
Séu tölurnar fyrir Egilsstaði í töflu 1
teknar sem dæmi, kemur í ljós, að það
vantar 199 mm á, að jafnmikið rigni mán-
uðina maí til ágúst eins og gufað gæti upp.
Ef vel ætti að vera, þyrfti jarðvegur að
geyma þennan mun frá vetrinum og miðla
gróðrinum yfir sumarið. En hve mikið vatn
skyldi jarðvegur yfirleitt geyma í sér? Því
miður hafa mjög fáar og ófullkomnar at-
huganir verið gerðar á því hér á landi, hve
mikið af nýtanlegu vatni hinar ýmsu jarð-
vegstegundir geyma.
Af þeim fáu athugunum, sem hér hafa
verið gerðar, og með hliðsjón af erlendum
jarðvegstegundum, má áætla, að nýtanlegt
vatn, þ. e. vatn, sem plöntur ná úr jarð-
vegi, sé eitthvað nærri því sem fram kemur
í töflu 2
Ef við höldum áfram dæminu um Egils-
staði, kemur í ljós, að jarðvegurinn geymir
ekki nægilega mikið nýtanlegt vatn ti að
fullnægja þörf vaxandi gróðurs. Hér er
gert ráð fyrir, að rætur nái til vatns úr
50 cm dýpi.
í töflu 3 eru tölurnar í töflu 1 og 2 um
úrkomu, gnóttargufun og nýtanlegt vatn í
jarðvegi lagðar til grundvallar. Þótt sumar
tölur í töflunni séu áætlaðar og aðrar
reiknaðar út eftir aðferðum, sem ef til vill
gefa ekki fullkomlega réttar niðurstöður,
getur varla verið um mjög mikla skekkju
að ræða. Af töflunni má því draga þá á-
lyktun, að í meðalári dragi vatnsskortur úr
sprettu víðast hvar á landinu. Árssveiflur
í úrkomu valda því hins vegar, að sum ár
er enginn skortur og aftur önnur, þar sem
hann er öllum ljós. Hversu mikil uppskeru-
rýrnun verður af völdum þurrka er ókann-
að með öllu hér á landi.
Af því sem að framan er skráð er aug-
ljóst, að með því að auka úrkomu, draga
úr uppgufun eða auka rakaheldni jarðvegs,
má verjast vatnsskorti. Verður nú hverju
atriði fyrir sig gerð nokkur skil.
Vökvun.
Sagan hermir, að áveitur séu einhverjar
fyrstu ræktunarframkvæmdir mannsins.
Það er þó ekki fyrr en á síðari tímum,
sem menn hafa náð því valdi á tækninni,
að þeir hafa getað myndað regn með því
að sprauta vatni yfir áveitulandið. Með
fullkomnun slíks vökvunarbúnaðar hafa
regnáveitur orðið æ algengari víða um
lönd. Á síðustu 10—15 árum hefur notkun
regnáveitu margfaldast í löndum með til-
Tafla 3. Taflan sýnir, hve marga mm vantar á, að úrkoma og vatnsbirgðir í jarðvegi séu
jafnar anóttaraufun á vaxtarskeiðinu maí—ágúst.
Stykkishólmur V 1 & íg tí S S W Mýri Akureyri I Sandur •H g Egllsstaðir •H £ Sandur I Hella •H £ Sandur
Úrkoma, mm 132 132 132 117 117 117 129 129 129 262 262 262
Birgðir jarðvegs, mm 75 50 35 75 50 35 75 50 35 75 50 35
Nýtanlegt vatn alls 207 182 167 192 167 152 204 179 164 337 312 297
Gnóttargufun, mm 310 310 310 308 308 308 328 328 328 358 358 358
Skortur, mm 103 118 153 116 141 156 124 149 164 21 46 61
296 F R E Y R